Skinfaxi - 01.04.2003, Síða 62
Ungiingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði
Hin vinsæla gleðisveit,
, verður aðalhljómsveit Ungl
ingalandsmóts UMFÍ 2003
sem haldið verður á Isafírði í
sumar. Drengirnir í
hafa getið sér gott orð
fyrir að æra lýðinn með rokki
sínu enda láta vinsældinar ekki
á sér standa, nóg er að gera í
spilamennskunni og aðdáend-
ur bíða spenntir eftir næstu
plötu. Við tökum Magna söngv
ara í stutta yfirheyrslu um
hvers sé að vænta af sveitinni
í sumar.
jj
£ rj
IUJ
UjVJ J\LL\n tíiAJVJilJj UJifiJ'JlSJ'JJ\lfi MAtíiAJ
jjj
JJ
Það er ný plata á leiðinni, ekki satt? „Jú,
hún ætti að verða að tilbúin í lok júní. Núna
er verið að hljóðblanda hana en það tefst
alltaf eitthvað eins og gengur - en hún á að
vera komin þá.“
Mega aðdáendur ykkar eiga von á
miklum breytingum á næstu plötu? Eru
ný stílbrögð eða nýjar hugmyndir í
gangi? „í megindráttum er þetta býsna
svipuð tónlist og við höfum verið að fást
við. Auðvitað er þetta alltaf aðeins öðruvísi
í hvert skipti. Við bötnum með hverri plötu
eða það finnst mér a.m.k. Við erum alltaf
að spila okkur betur saman.“
Verður stíft úthald á ykkur í spila-
mennskunni í sumar? „Já, ég held að
óhætt sé að segja það. Við erum bókaðir
hverja einustu helgi fram yfir verslunar-
mannahelgi. Þannig verður nóg að gera.“
Hvar verðið þið að spila? Er kannski allt
landið undir í sumar? „Já það má segja
það, við förum hringinn nokkrum sinnum.
En við erum orðnir býsna vanir þessu út-
haldi og það leggst bara vel í okkur, enda
þýðir ekkert að leggjast í leti. Við ættum
því að vera orðnir býsna vel æfðir þegar við
komum vestur á verslunarmannahelginni -
ekki það að okkur skorti æfingu. Við eru
búnir að spila eins og hundar í þrjú ár.“
Þið kannski kunnið best við ykkur í vinn-
unni, á sveitaballarúntinum? „Já eigin-
lega, við vorum í smá fríi erlendis í síðasta
mánuði og vorum ekki allir í sama útland-
inu. Þannig fengum við smá frí hvor frá
öðrum sem var mjög gott. Ég fór t.d. til Noregs
og slappaði af. Svo byrjuðum við að spila
saman aftur núna í byrjun sumars og ég held að
það hafi bara verið skemmtilegast ball sem ég
hef spilað á lengi. Þetta var svaka erfitt og við
spiluðum eins Og brjálæðingar langt fram eftir
nóttu, „þegar ég kem heim í Búðardal" og allt
saman - en það var svaka stuð. Ég held að þetta
verði alltaf skemmtilegra eftir því sem við verðum
betri hópur.“
En hvaða væntingar eru þið með til nýju
plötunnar? Verður hún „hittari“? „Tsja, við
vorum að hlusta á hana í gær, í rútunni. Eigum
bara eftir að laga hana aðeins en erum bara ansi
inontnir. Það voru yfirlýsingar í gangi. Hún
verður betri en sú síðasta sem var nokkuð öflug.
Þetta er kannski klisja en eiginlega eru plötumar
og lögin á þeim eins og börnin manns. Það er
ekkert hægt að útskýra þetta fyrir öðrum. Ég
fann þetta ekki fyrr en ég byrjaði sjálfur að
semja. Maður semur eitthvað og gerir það
sjálfur og þannig verður manni ansi annt um
sköpunarverkin.
Áttu einhvern uppáhalds stað til að spila á?
„Það er rosalega erfitt að svara þessari spurn-
ingu, maður er svo hræddur við að móðga
einhvern. Þjóðhátíð í Eyjum er náttúrlega rosa-
lega sérstök, það er erfitt að útskýra það en þetta
er eini staðurinn á landinu sem maður finnur
þessa sérstöku stemmningu. Enda byggir Þjóð-
hátíð á áratuga hefð, þar hafa margar kynslóðir
skemmt sér í gegnum tíðina og umhverfið á sér
engan líka. Allir gestirnir eru t.d. samankomnir
úti á eyju. Ég held reyndar að unglingalands-
mótið verði eitt það skemmtilegasta sem við
höfum gert. Mér finnst líka alltaf gaman að spila
á Egilsstöðum af því að ég er að austan en annars
er hver staður og hver stund sér á parti. Stundum
kemur það fyrir að allt gengur upp og þá verður
virkilega skemmtilegt. Það getur þess vegna
gerst á Gauki á stöng eða einhvers staðar úti á
túni en þá liggur einhver sérstök stemmning í
loftinu."
Hafið þið spilað áður á unglingalandsmóti?
„Nei þetta verður í fyrsta sinn. Ég held að við
höfum spilað á öllu nema unglingalandsmóti.
Ég meina, hver hefur spilað á Kvennahlaupi?
En það var líka frábært, þar voru sainan komnar
sex þúsund konur og svo við. Þetta verður geysi
skemmtileg helgi og ég hlakka mikið til að
koma vestur."
Munið þið mæta með ungmennafélags-
andann í farteskinu þegar þið komið til ísa-
Ijarðar?„Já að sjálfsögðu, við erum allir gamlir
ungmennafélagsnaglar. Ég er félagi í Ung-
mennafélagi Borgfirðinga á Borgarfirði Eystra.
Það er nú svosem ekki stórt samband en ég er
stoltur af að lilheyra því. Ætli maður verði ekki
í treyjunni sinni. Ég á gamla UMFB treyju sem
stendur á Magni.“
UNGLINGA
LANDSMOT
UMFÍ