Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 22
Iþróttamannvirkin ÍVÍk, sundlaugin og íþróttahúsið. Samstarfssamingur USVS og UMFI undirritaður. Góð tjaldsvæði eru ÍVÍk og að sögn Sædísar Ivu verður þess gætt að hreinlætisaðstaða verði góð. Hún lagði áherslu á það að Unglingalandsmótið væri vímulaus fjölskylduhátíð en ekki útihátíð. Það skiptir verulegu máli að því sé haldið á lofti eins og verið hefur Ungmennafélag Islands vinnur mikið forvarnarstarf með því að halda þessi landsmót og mér finnst mjög gaman að héraðssam- böndin fái að vera aðilar að því eins og Sædís Iva komst að orði. „Við erum full bjartsýni. Það er vor í lofti og nú fara menn að hefjast handa við framkvæmdir" sagði Sædís Iva. Sveinn Pálsson sveitarstjóri í Vík um Unglingalandsmótið: jdhvœtt fyrir samfélagið Sveinn Pálsson sveitarstjóri íVík Sveinn er búinn að vera sveitar- stjóri ÍVík síðan 2002 og er þar fæddur og uppalinn. Sveinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og þaðan lá leiðin í Tækniskólann. Eftir að námi þar lauk hélt Sveinn til Sviþjóðar og lauk þar námi i' byggingaverkfræði og fluttist að nýju til Víkur 1994 og hefur búið þar síðan. - Á hvaða þætti verður lögð mest áhersla hvað íþróttamannvirki varðar? „Við þurfum að Ijúka ákveðn- um framkvæmdum við bæði sund- laug og íþróttahús. Það eru aðeins smáatriði sem ekki hefur tekist að klára og ennfremur lagfæra svæðið í kringum sparkvöll og skóla. Aðalframkvæmdin verður samt á sjálfum íþróttavellinum.Við eigum svo sem ágætan grasvöll en það vantar allar hlaupabrautir og þunginn við allarframkvæmdir verður þar. Um leið þurfum við að lagfæra aðstöðuhús sem að grunni til er ágætt en er orðið svo- lítið þreytulegt. Áhorfendaaðstaða verður löguð til en við búum ekki hér við að eiga stórar og miklar brekkur eins og Isfirðingar og SauðkrækingarVið erum ekki búnir að móta þetta endanlega hvernig við gerum aðstöðu fyrir áhorfendur" sagði Sveinn. Sveinn sagðist ekki sjá fyrir enn sem komið væri hvað fram- kvæmdir á vellinum sjálfum teygðu sig langt. Hann fullyrti þó að lágmarkið verði lagning 100 metra hlaupabrautar úr varanlegu efni og einnig á stökk- og kastbrautir Eins og þetta lítur út í dag hef ég ekki trú á því að okkur takist að leggja 400 metra braut með varanlegu efni.Við erum samt ekki ennþá búnir að gefa það upp á bátinn en svo það megi takast verðum við að útvega meira fjármagn. Eg „Framkvæmdir eru farnar af stað og við höfum í meginatriðum gert okkur grein fyrir hvað við getum gert þó það eigi eftir að skýrast örlítið betur. Framkvæmd við svona mót setur samfélag- ið okkar á annan endann í ákveðinni merkingu ef svo má segja en þetta er samt upplyfting. Við reiknum með að þetta auki samheldnina en við höfum svo sem tekist á við ýmiss verkefni áður en ekki af þessari stærðargráðu. Þetta er samt jákvætt í alla staði fyrir samfélagið hér f Vík og við notum tækifærið til að Ijúka uppbyggingu íþrótta- mannvirkja eins og við höfum ætlað okkur. Við tökum lokaskrefið í þeim framkvæmdum núna og Unglingalandsmótið gerir okkur kleift að klára það, “ sagði Sveinn Pálsson sveitastjóri í Vík í sam- tali við Skinfaxa. reikna með að við hefðum aldrei með mótinu gefst gott tækifærið farið út í þessar stóru framkvæmd- til að kynna svæðið fýrir Islend- ir við íþróttavöllinn ef til Unglinga- ingum.Við gerum okkur klára fyrir landsmótsins hefði ekki komið. „Við ætlum að standa vel að þessu móti og gera það eins vel og við getum með því fjármagni sem við höfum á milli handanna. Allar þessar framkvæmdir sem ráðist verður í munu nýtast okkur í framtíðinni.Við vonum að Ung- lingalandsmótið hafi jákvæð áhrif á sveitafélagið til lengri tíma litið. Hér er allt fullt af ferðamönnum að hafa aðstöðu fyrir 7.000 gesti en við rennum blint f sjóinn hvað gestafjöldann varðar Það er mjög spennandi að vinna að þessu verk- efni og það er töluverður hópur sem kemur að þessu og allir fullir áhuga. Bæjarbúareru mjögjákvæð- ir og við lítum björtum augum fram á veginn hvað Unglinga- landsmótið varðar" sagði Sveinn Pálsson sveitarstjóri. yfir sumarið, langflestír erlendir; en J J 22 SKINFAXI - tímorit Ungmennoíélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.