Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 27
spennandi og fróðlegt að fylgjast með framgangí Gauta á hlaupa- brautinni í sumar. - Hvað fmnst Gauta mest áhugavert við hlaupin? „Það er frjálsleikinn og þú get- ur stundað þessa íþrótt hvar sem er og hvenær sem er Það er alltaf hægt að fara út að hlaupa og mað- ur hefur í raun engan afsökun að hlaupa ekki,“ sagði Gauti og hló. Hann var spurður út í næsta tímabil og sumarið og sagðist hann hlakka mikið til.Vonandi að maður haldi sér heilum áfram og þá sé aldrei að vita hvað gerist eins og hann komst að orði. - Ertu kannski búinn að setja þér einhver markmið? „Jú, það er alltaf markmið að verða betri og það verða nokkur mót sem maður fær að spreyta sig á. Ég stefni á Smáþjóðaleika og Evrópubikarinn og einnig kem ég til með að keppa á mótum í Svíþjóð." - Hvernig eru aðstæðurnar sem þú býrð við í Svíþjóð? „Þær eru alveg glymrandi góðar Hérna er innanhússhöll með 200 metra braut og síðan er hér stærsta íþróttamiðstöð á Norðurlöndum. Þessar aðstæður hjálpa mikið til að gera mig að enn betri hlaupara og svo hef ég einnig gott fólktil að æfa með. Maður hefur sem sagt góðar að- stæður og góða hlaupafélaga svo það er varla hægt að fara fram á meira." sagði Gauti Jóhannesson. VELKOMIN í Tónninn fyrir hlaupunum var gefinn í Bandaríkjun- um og sundíþróttinni var smám saman ýtt til hliðar Gauti er Skagamaður og á ættir að rekja upp í Skorradal í móðurætt. - Hvað veldur þessum stakkaskiptum hjá þér? Þú ert mun betrí hlauparí í dag en þú hefur nokkurn tímann veríð. „Já, það er alveg rétt og ég er betri en nokkru sinni. I fyrsta lagi var ég ekki í þessu í byrjun af einhverri alvöru, var viðloðandi þetta í nokkurár en það er síðan í kringum 2001 sem ég tók mér tak og fór að æfa fyrir alvöru. Ég komst einnig á þessum tíma í landsliðshópinn án þess að hafa unnið mikið fyrir því að mér fannst. A þessum tímapunkti var ekki aftur snúið og mér gekk enn betur sumarið á eftin en í mínu besta formi var ég líklega í janúar í fyrra. I kjölfarið meiddist ég og var alveg frá æfingum og keppni fram á vorið. Sum- arið 2004 var síðan upp og niður því mig vantaði alveg grunninn vegna meiðslanna. Ég náði mér ágætum um síðin æfði vel og notaði haustið vel. Fyrir mér er þessi árangur á síðustu vikum ekki að koma mér á óvart," sagði Gauti. - Þú náðír lágmarki! 1500 metra hlaupi fyrir EM innanhúss í Madríd. Kom sá árangur þér á óvart? „Ég skal viðurkenna að ég var búinn að gæla við hugmyndina og fannst ekki óraunhæft að mér tækist að hlaupa undir lágmarkinu. Ég vissi að það væri alltaf möguleiki og auðvitað var þetta stór áfangi á mínum ferli," sagði Gauti. Gauti er 26 ára gamall og á því mörg góð ár eftin Hann segir að margir hlauparar séu' að toppa í kringum þrítugt og jafnvel eldri. Það verður r r r IÞR0TTAMIÐST0ÐINAI B0RGARNESI Sérstök tilboö fyrir hópa sem vilja koma í æfingabúðir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.