Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 15
Anna Sif Hjaltested úr Garðabæ dvelur í Sönderborg: Anna Sif Hjaltested, tvítugur Garðbæingur, hélt utan í janúar til dvalar í fþróttalýðháskólanum í Sönderborg. Skólinn er syðst á Jótlandi og því örstutt að skreppa til Þýskalands en þangað fara nemendur oft í stuttar heimsóknir. Þegar Skin- faxi sló á þráðinn til Önnu var hún að fara á leik Flensburg og Nordhorn í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Anna æfði fótbolta með Stjömunni í 10 ár en þegar hún var yngri var hún einnig í hand- bolta og fimleikum. „Eg var búin að fá góð með- mæli með skólanum í Sönderborg og ákvað því að fara þangað í janúar Mér líst mjög vel á skólann og allar aðstæður eru til fyrir- myndar og umhverfið er mjög skemmtilegt.Tveir stórir íþrótta- salir eru við skólann, sundlaug og útivistarsvæðið er gríðarlega stórt. Lóðin er við sjávarsíðuna og þegar vorar verður hægt að nota það svæði. Nemendur velja sér tvær aðalgreinar og fyrir valinu hjá mér varð fótbolti og fitness sem gengur út á styrktaræfmgar og halda sér í góðu líkamlegu formi," sagði Anna Sif. Nemendur við skólann koma víða að, flestir þó frá Danmörku, en einnig eru í hópnum Þjóðverj- ar, Færeyingar; Grænlendingar og þrír Ungverjar Nemendur eru IDRÆTSH0J SKOLEN Anna Sif Hjaltested úr Garðabæ er í íþróttalýðháskólanum í Sönderborg sem er syðst á Jótlandi. Anna Slf er hér í skíðaferðalagi með skólanum. I kringum 60 og allir í skýjunum með dvölina eins og Anna Sif komst að orði. „Þegar maður ætlar á annað borð að taka sér fn' frá námi er upplagt að fara í skóla af þessu tagi. Eg sé ekki eftir því en ég er nokkuð ákveðin að fara í Háskóla íslands næsta haust og langar mig til að prófa verkfræðina," sagði Anna Sif sem kemur aftur heim til Islands með vorinu. Hún sagðist hiklaust mæla með vistinni í Sönderborg. Henni finnist danskir krakkar öðruvísi en þeir íslensku og í flestum tilfellum mun opnari. „Eg hef kynnst mörgu góðu fólki hér og gef skólanum bestu einkun. Eg bendi fólki hiklaust að hafa samband við UMFI og fá upplýsingar um þá skóla sem í boði eru," sagði Anna Sif og var þar með rokin til Þýskalands, enda ekki langt að fara. IS SKIDFAXI - geiiíi út samíleytt síöon 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.