Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 19
„Það var mjög gaman að koma heim með bikarinn en tekið var á móti okkur með flugeldasýn- ingu og öllu tilheyrandi. Síðan tók við samkoma með félagsmönnum í nýrri og glæsilegri aðstöðu félags- ins. Ahangendur liðsins voru búnir að bíða lengi eftir þessari stund," sagði Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, í samtali við Skinfaxa. Þetta er fýrsta ár Einars með meistaraflokk félagsins en alls hef- ur hann starfað í 12 ár við þjálfun í Njarðvík, lengst af með yngri flokkana og eins með kvennalið félagsins. Einar segir það hafa verið mjög spennandi verkefni að taka við meistaraflokknum en auk þess sér hann um þjálfun á 10. flokki og drengja- og unglinga- flokki. Hann segir framtíðina bjarta en 10. flokkurinn hefur ekki tapað leik í rúm þrjú ár og verið Norð- urlandameistarar sl. tvö ár Hann segir það gerólíkt að vera kominn í umhverfi meistaraflokksins þar sem kröfurnar er mun meiri en í yngri flokkunum. „Gengi liðsins í vetur hefur verið upp og ofan, byrjuðum að vísu með látum en duttum svo hressilega niður.Við vorum síðan á góðri uppleið þegar nær dró sem náði síðan hámarki í bikarúrslitunum.Við höfðum fyrir leikinn hvorki unnið Islands- og bikarmeistaratitilinn í tvö ár og því voru menn orðnir ansi hungraðir að landa loksins titli," sagði Einar. - Tímabilinu er hvergi lokið og nú blasir við baráttan um sjálfan Islandsmeistaratitilinn. „Við erum staðráðnir í því að gera harða atlögu að Islands- meistaratitlinum.Við einsettum okkur að klára deildarkeppnina með sóma og vinna okkur gott sæti fyrir úrslitakeppnina. Þá má segja að hefjist nýtt mót og við ætlum að leggja allt í sölurnar þar Eg á von á mjög skemmtilegri úrslitakeppni og úrslitin í deildinni á síðustu vikum hafa sýnt það að ómögulegt er að spá í hvernig mál- in þróast. Ég á von á mjög harðri og spennandi keppni," sagði Einar Jóhannsson. Stililai d sSgunni - fréttir úr hreyflngunni - Fyrsta nútíma íþróttamótið sem haldið var hér á landi var leikmótið á Akureyri. Það var haldið á Oddeyrartúni þann 17. júm' 1909 og ertalið hið fyrsta í röð Landsmóta UMFI. Lárus Rist sundkennari hafði hvað mestan veg og vanda af framkvæmd mótsins og undirbúningi. Hann var meðal helstu frumkvöðla (þrótta á Akureyri sem var á þessum tíma vagga ungmennafélags- hreyfingarinnar Blíðskaparveður var allan daginn áAkureyri. - Jóhannes Jósefsson, oft nefndur Jóhannes á Borg, varð fyrsti formaður Ungmennafélags Islands. Jóhannes hélt sfðan út i' lönd til að sigra heiminn eins og oft var sagt. Hann kom að nýju til Islands 1927 og réðst strax eftir heimkomuna í byggingu á Hótel Borg. Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 Fax 588-3246 email: isspor@simnet.is SKINFAXI - geíiö út samfleytt síban 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.