Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 21
Unglingalandsmótið haldið íVík dagna 29.-3l.júlí: •• r - segir Sædís Iva Elíasdóttir formaöur USVS Unglingalandsmót Ungmennafélags Islands verð- ur haldið íVík íMýrdal dagana 29.-3 l.júlí í sum- ar. Framkvæmdaaðili mótsins verður Ungmenna- samband Vestur- Skaftafellssýslu, USVS. UMFÍ og USVS hafa fundað saman á hálfs mánaðarfresti sl. mánuði og í lok febrúar undir- rituðu aðilar formlega samning vegna mótshaldsins í sumar: Undirbúningur er hafinn af fullum krafti og ríkir mikil tilhlökkun fVík fyrir komandi Unglingalandsmóti. Vikurbúar eru höfðingjar heim að sækja og búast þeir við 7-10 þúsund gestum á mótið.Vík skart- ar mikilli náttúrufegurð og þar eru margir áhugaverðir staðir að skoða og því álitlegur kostur fyrir fjölskyldur að skella sér austur á mótið í sumar Sædís Iva Elíasdóttir er formaður USVS og sagði hún í samtali við Skinfaxa að í mörg horn væri að líta í undirbúningi fyrir svona mót. Hún er uppalin á Kirkjubæjarklaustri en hefur búið í Vik sl. 12 ár en bjó einnig nokkur ár í Reykjavík. Sædís Iva tók að sér formennsku héraðssambandsins fyrir ári síðan en menntun sína sótti hún í Rekstrarháskólann á Bifröst. - Hver var aðdragandinn að því að þið sóttust eftir að haida Ung- lingalandsmótið 2005? ,,Við vorum fyrst og fremst ákveðin í þvi' að taka að okk- ur ögrandi verkefni. Menn sáu ennfremurtilvalið tækifæri til uppbyggingar á staðnum í gegn- um þetta verkefni. Með þetta til hliðsjónar var ákveðið að sækja um og það var síðan tilkynnt með formlegum hætti á Unglingalands- mótinu í fyrra á Sauðárkróki að við fengjum að halda mótið í ár. I framhaldinu fór í gang vinna heima og finna um leið fulltrúa í Unglingalandsmótsnefndina og það er síðan í september sem stjórn UMFI tilnefnir sína fulltrúa. I lok sama mánaðar kom nefndin saman í fyrsta skipti og hefur fund- að á hálfs mánaðar fresti síðan,“ sagði Sædís Iva. - Það hlýtur að vera stór ákvörð- un að taka verkefni að þessari stærðargráðu að sér, ekki satt? „Auðvitað, en þetta krefst fyrst og fremst vinnu við skipu- lagningu og henni verður að fylgja fast eftirVið vorum ákveðin í því í upphafi að hafa gaman af verkefn- inu og við lítum á það sem slíkt en ekki eitthvað vandamál. Það er grundvallaratriði, verkefni sem við ætlum að leysa með stæl.Við höf- um heyrt raddir utan að þar sem fólk efast um að við séum þess megnug að geta þetta.Við ætlum að sjálfsögðu að reka allan þann orðróm til baka." Sædís Iva sagði að fram að þessu hefði undirbúningurinn gengið vel. Það er unnið að því að skipuleggja alla þá þætti sem Sædís Iva Elíasdóttir, formaður USVS, segir Unglingalandsmótið verkefni sem leyst verði með stæl. lúta að mótinu. Það urðu umskipti þegar framkvæmdastjóri var ráð- inn auk starfsmanns sem kemur inn í fullt starf á vormánuðum.Við settum okkur í samband við þjón- ustuaðila i'sýslunni og ég held að það megi segja að undirbúningur allur sé á mjög góðu róli. - Er það ekki mikill akkur fyrir sveitafélag á borð við Vík að fá að halda þetta mót þegar um leið fer fram uppbygging á íþróttasvæðinu sem fyrir er? „Það er ekki nokkur spurning að þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir svona lítið sveitarfélag, byggja upp um leið íþróttaaðstöðu sem skilar sér svo til framtíðan Þá ekki hvað síst að fá allt þetta fólk inn á svæðið sem hefur mikið auglýs- ingagildi i' för með sér Það skiptir einnig töluverðu máli að allir aðrir svo sem aðilar í ferða- og veitinga- þjónustu standi sig vel. Iþrótta- mannvirki hér geta aldrei verið samanburðarhæf við þau sem voru á Sauðárkróki og af þeim sökum er erfitt að koma á eftir svona umfangsmiklu Unglingalands- móti eins og mótið á Króknum var í fyrra.Við ætlum hins vegar ekki að láta það hrekja okkur frá vegna þess að mi'n skoðun er sú að þessi Unglinglandsmót verða að eiga sína sérstöðu á hverju ári út frá þeim stað sem þau eru hald- in. Auðvitað er þetta íþróttamót en ekki síður fjölskyldumót þar sem fólk er að njóta svo margra UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ www.ulm.is annara hluta.Við ætlum að draga fram það besta sem við eigum og vonandi getur öllum liðið vel sem hingað koma á Unglingalands- mótið", sagði Sædis Iva. -1 hvaða framkvæmdir ætlið þið að ráðast í varðandi Unglingalands- mótið? „Það þarf að gera verulega til- tekt við sjálfan frjálsíþróttavöllinn. Við eigum mjög góðan níu holu golfvöll sem hefur verið í upp- byggingu á undanförnum árum. Aðstaðan fyrir hestamenn er með ágætum, nýtt íþróttahús og sund- laug er á staðnum. Frjálsíþróttavöll- urin er bara gamall grasvöllur og í ágætis lagi þannig séð. Það verða hins vegar gerðar á honum veru- lega breytingar og draumurinn er sá að lagt verði varanlegt efni á 400 metra hlaupabraut umhverfis völlinn. Stökk og kastsvæði verða að sjálfsögðu með þessu efni en tíminn á eftir að leiða það i' Ijós hvað verður ofan á í þessum efnum." Sædís Iva sagðist búast við 7-10 þúsund gestum á mótið en stærðarinnar vegna væri ekki heppilegt að þeir yrðu fleiri. SKINFAXI - gefið út samfleytt síöan 1909 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.