Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 12
[förspurnin tr mikil F - segir Valdimar Gunnarsson landsfulltrúi UMFI Ungmennafélag íslands hefur gert samstarfssamning við sex íþróttalýðháskóla í Danmörku. Umræddir skólar eru vftt og breitt um landið og leggja áherslu á mismunandi íþróttagreinar. Ungmennafélag íslands veitir nemendum styrk til dvalarinnar og gefurValdimar Gunnarsson, landsfulltrúi, allar upplýsingar en hann hefur aðsetur í þjónustumiðstöðinni í Fellsmúla 26 í Reykjavík. Valdimar Gunnarsson, landsfulltrúi UMFI, veitir allar upplýsingar um skólana sem í boði eru í Danmörku. Að sögnValdimars er þetta annað árið sem UMFI styrkir ís- lensk ungmenni til dvalar í íþrótta- lýðháskólunum í Danmörku sem hafa aðsetur í Sönderborg, Ollerup, Gerlev.Viborg, Árósum og Norður Jótlandi, UMFI styrkti tíu nemendur fyrsta árið en á yfir- standandi skólaári eru þeir 20 tals- ins. Fyrir næsta skólaár 2005-2006 verða 40 styrktir veittir til dvalar í íþróttalýðháskólum í Danmörku. „Það ríkir mikil ánægja meðal nemenda sem dvalið hafa í þess- um skólum og ég veit að þeir sem eru úti í vetur eru í skýjunum með dvölina. Nú er svo komið að við önnum ekki eftirspurn og af þeim sökum höfum við ekki getað styrkt alla sem þess hafa óskað," sagði Valdimar Valdimar var inntur eftir því hvernig þessi styrkveiting færi fram innan UMFI. ,,í þetta ákveðna verkefni höf- um við sótt styrk í danska sjóðinn NordplusVoksne. Skólarnir er mis- dýrir en það ræðst af afslætti sem við fáum frá hverjum skóla fyrir sig. Eins leggja skólarnir áherslu á mismunandi íþróttagreinar; sumir á fimleika en aðrir á boltagreinar íslendingar hafa staðið sig vel í dönsku skólunum en þátttakendur á aldrinum 18-25 ára hafa kost á að sækja um skólavist. Það eru margir sem fara þegar stúdents- prófi lýkur og nota þá tíma til hugsa næstu skref hvað skóla- göngu áhrærir Dvölin í íþróttalýð- háskólunum gefur nemendum ákveðna reynslu og þekkingu sem þeir búa að alla ævi. Ennfremur gefst þarna kjörið tækifæri til að læra dönskuna. Þetta gefur nem- endum tvímælalaust tækifæri sem þeir ellegar fengju ekki annars staðar," sagðiValdimar Hvað námskostnað varðar tókValdimar skólann í Sönderborg sem dæmi miðað við fjögurra mánaða námsdvöl. Hver mánuður kostar 2,000 danskar krónur eða alls 8,000 danskar krónur í heildina. Á móti kæmi til styrkur frá UMFI upp á 80 þúsund krónur. Styrkveitingin er þessi fasta upphæð hvort um sé að ræða 4, 6, eða 10 mánaða dvöl. Ungmennaskipti: Langar þig til Svíþjóöar eba Noregs? Eins og undanfarin á þá gefst ungmennum á aldrinum 17-20 ára að dvelja sér að kostnaðarlausu yfir sumartímann f Noregi eða Svíþjóð. Dvalið er hjá fjölskyldum í viðkomandi landi og tekur þátttak- andi þátt í hinum daglegu störfum fjölskyldunnar Allur ferðakostnaður innan- lands er greiddur af fjölskyldunum en þátttakandi þarf að greiða ferðakostnað til og frá Islandi. Áhugasamir geta haft samband við Þóru á þjónustumiðstöð UMFI í síma 568-2929 til að fá ýtarlegri upplýsingar eða á netfangið thora@umfi.is. 11 SKINFAXI - tímorit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.