Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 26
Skagamaðurinn Gauti Jóhannesson sýnir miklar framfarir: Framgonga Gauta Jóhanessonar, hlaupara úr UMSB, hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri. Hann var farinn að láta á sér kræla svo eftir var tekið í fyrra en í vetur hefur máttur hans enn betur komið Ijós. Gauti, sem stundar nám í læknisfræði við háskólann í Umea í Svíþjóð, hefur verið að bæta sig jafnt og þétt og staðið sig sér- lega vel á mótum sem hann hefur tekið þátt í ytra. Hann gerði sér lítið fyrir og setti Islandsmet í 1500 metra hlaupi innanhúss á móti í Eskilstuna í Svfþjóð sem tryggði honum jafnframt þátttöku- rétt á Evrópumótinu í Madríd sem lauk nú fyrir skömmu. Gauti lenti f 11. sæti í sfnum riðli en þátttaka hans á Evrópmótinu færði honum mikla reynslu sem á eftir að nýtast honum í komandi baráttu á hlaupabrautinni. Gauti er ekki mikið að gera úr sínum afrekum en segir þó að hann sé stöðugt að bæta sig enda hafi hann æft mjög vel við ein- hverja bestu aðstöðu sem finnst á Norðurlöndunum. Hann hefði ennfremur sloppið við meiðsli og ekkert staðið í vegi að hann bætti sig á hlaupabrautinni. Gauti lauk stúdentsprófl frá Fjölbrautarskólanum á Akranesi í desember 1999. Strax í janúar 2000 hélt hann utan til Umeá til náms í læknisfræði og hefur Gauti, sem leggur stund á læknisfræði í Svíþjóð, er mjög bjartsýnn á framhaldið. lokið rúmlega fjórum árum af grunnnáminu. Að þvíloknu hyggur Gauti á framhaldsnám en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um í hvaða sérnám hann fer „Það er alveg Ijóst að ég mun dvelja hér ytra einhver ár til við- bótar: Ég kem þó oft heim en ég er mikill Islendingur í mén" sagði Gauti hress í bragði í samtali við Skinfaxa. Gauti er upphaflega sundmað- ur og æfði með IA um tíu ára skeið. Hann fór á sínum tíma utan til Bandaríkjanna sem skiptinemi en á slóðum hans þar var engin sundlaug svo hann tók upp á því að fara að hlaupa í staðinn. Hann hljóp með skólaliðinu og þegar hann kom heim afturtil Islands fór hann að hlaupa undir merkjum UMSB sem hann gerir enn í dag. Átta íslenskir frjálsíþróttamenn, sex konur og tveir karlar, komust á lista tfu fremstu manna f níu greinum á afrekaskrá ársins 2004 f frjálsum fþróttum á Norðurlöndum. Þórey Edda Elísdóttir skaraði fram úr í stangarstökki, en hún stökk 4,60 metra á árinu og setti Norðurlandamet. Vala Flosadóttir er í 5. sæti á listanum með 4,15 metra. Sunna Gestsdóttir er í 6. sæti í 100 metra hlaupi og 5, sæti í 200 metra hlaupi. Silja Úlfarsdóttir er í 3. sæti í 400 metra grindahlaupi, í 5. sæti í 400 metra hlaupi og í 10. sæti í 200 metra hlaupi. Ásdís Hjálms- dóttir ogVigdís Guðjónsdóttir eru í 7. og 8. sæti í spjótkasti. Einar Karl Hjartarson er í 5. sæti í hástökki og Jón Arnar Magnússon í 5. sæti í langstökki.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.