Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 25
Fréttir úr hreyfíngunni Ársþing UMSK í íþróttamistöðinni í Laugardal: Valdimar Leó endurkjörinn formaður Á ársþingi UMSK sem fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal varValdimar Leó Friðriksson endurkjörinn formaður sambandsins með lófataki. Ester Jónsdóttir og Albert H.N. Valdimarsson voru einnig endurkjörin til tveggja ára. I vara- stjórn voru kjörin Svanur M. Gestsson, Margrét Björnsdótt- ir og Hannes Jónsson. Vel var mætt til þingsins en 75 fulltrúar voru mættir frá 18 félögum. Ásamt hefðbundnum þingstörfum fór fram kynning á starfsemi Getrauna og þeim möguleikum sem eru í tekjuöflun fyrir félögin með getrauna- sölu. Þá var samþykkt ályktun um félagakerfið Felix sem ISI og UMFI hafa látið þróa og eru félögin hvött til að nýta sér kerfið. Viðurkenningar voru veittar að venju til íþrótta- og forystumanna innan sambandsins. Afreksbikar: Rúnar Alexandersson, Gerplu UMFÍ bikarinn: Meistarafl. Stjörnunnar í blaki karla Dansbikar: Elisabet Haraldsdóttir og Max Pedrow, Hvönn Fimliekabikar UMSK: Hópfimleikahópur Stjörnunnar Frjálsíþróttabikar: Sigurbjörg Ólafsdóttip Breiðablik Sundbikar: Hildur Karen Ragnarsdóttir; Breiðablik Skíðabikar: Sindri Már Pálsson, Stjörnunni Félagsmálaskjöldur: Þórður St. Guðmundsson, Breiðablik Eftirtaldir hlutu starfsmerki: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gróttu Jón Finnbogason, Gerplu Snorri Olsen, Stjörnunni Bjarnleifur Bjarnleifsson, Gusti Þá hlaut Anna R. Möller silfurmerki UMSK Ellert B. Schram, forseti ISI heiðraði þá Þórð Guðmundsson, Breiðablik ogjón Ásgeir Eyjólfsson, NK með gullmerki ISI. Björn B. Jónsson veitti tvö starfsmerki til þeirra Lárusar Blöndal, Stjörn- unni og Hafsteins Guðmundssonar; Hvönn. Á annað hundrað manns mættu á hérðasþing HSK Um 120 manns mættu á 83. héraðsþing HSK sem haldið var í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands.Nutu fulltrúar gestrisni félaga úr Ungmennafélagi Selfoss, Sveitarfélagsins Árborgar og starfsfólks FSU og eru þeim þakkaðar frábærar móttökur Á þinginu var gefin út vegleg ársskýrsla um starfsemi héraðssambandsins á liðnu ári. I skýrslunni kemur fram að starfið var þróttmikið á liðnu ári, bæði innan HSK og aðildarfélaga þess. Rekstur sambandsins gekk nokkuð vel á síðasta ári, en þó varð lítisháttar halli á rekstrinum eftir afskriftir Ellert B. Schram forseti ISI sæmdi Karl Gunnlaugsson, formann GF, gullmerki ISI og þá veitti hann Gísla Páli formanni HSK silfurmerki ISI. Bjöm B.Jónsson veitti Kárajónssyni formanni Umf. Laugdæla og Helgu Guðjónsdóttur varaformanni UMFI starfsmerki UMFI. Á þinginu kom út merkjahefti með lógóum allra aðildarfélaga HSK, auk þess sem öll félögin fengu afhent plakat með merkjunum.Að því tilefni afhenti formaður HSK, forseta ISI og formanni UMFI fyrstu merkin. Þetta verkefni hefurverið i'vinnslu undanfarin misseri, undir styrkri stjórn Arnar Guðnasonar fyrrverandi formanns Umf. Baldurs á Hvolsvelli. Miklar og góðar umræðurfóru fram ífimm starfsnefndum þingsins og á þriðja tug tillagna voru samþykktar á þinginu. Vigdís Guðjónsdóttir spjótkastari úr Ungmennafélagi Skeiðamanna var kosin Iþróttamaður HSK árið 2004, fjórða árið í röð. I lok þings var kosin 8 manna stjórn og varastjórn sambandsins og 16 starfsnefndir HSK. Gísli Páll Pálsson úr Iþróttafélaginu Hamri í Hveragerði var endurkjörinn formaður sambandsins.Yngvi Karl Jónsson, Hamri, gaf ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn. Bergur Guðmundsson, Selfossi og fýrr- verandi formaður handknattleiksdeildar Umf. Selfoss var kosinn í hans stað. Stjórn HSK skipa: Formaður: Gísli Páll Pálsson Iþróttafélaginu Hamri Gjaldkeri: Bolli Gunnarsson Umf. Baldri Ritari: Guðríður Aadnegard Iþróttafélaginu Hamri Varaformaður: Ragnar Sigurðsson Umf. Þór Meðstjórnandi: Markús Ivarsson Umf. Samhygð Varamenn: Ingvar Hjálmarsson Umf. Baldri Helga Fjóla Guðnadóttir Hestam.f. Geysi Bergur Guðmundsson Umf. Selfoss Stjórn HSK vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að und- irbúningi þinghaldsins og er Sveitarfélaginu Árborg, Ungmennafélagi Selfoss, Fjölbrautarskóla Suðurlands, KB- banka og Krónunni sérstaklega þakkað samstarfið vegna þinghaldsins. Vel heppnað ársþing hjá UMSS Á dögunum var haldið vel heppnað ársþing UMSS íTjarn- arbæ Sauðárkróki. Hestamannafélagið Léttfeti var gestgjafi að þessu sinni. Fjölmörg málefni voru á dagskrá og helst má telja að þing veitti stjórn umboð til að vinna að útdeilingu fjármuna frá sveitarfélaginu. Er það mikil breyting frá því sem áður var þegar félags- og tómstundanefnd sveitarfélagsins sá alfarið um þann málaflokk. Margir góðir gestir voru á þinginu; Sigurjón Þórðarson þingmaður; Birgir Gunnlaugsson UMFI, Helga Guðjónsdóttur UMFI, Omar Bragi Stef- ánsson UMFI, Hringur Hreinsson, UMFI.Viðar Sigurjónsson ISI og Gunnar Bragason ISI. Stjórn UMSS var endurkjörin á þinginu og skipa hana því Haraldur Þór Jóhannsson, Steinunn Hjartardóttir Guðmundur Þór Guðmundsson, Margrét Stefánsdóttir og Hjalti Þórðarson.Varamenn í stjórn eru þau Arnar Halldórsson, Kristín Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Olafsdóttir. Á ársþinginu var Bjarni Jónsson sæmdur starfsmerki UMFI en hann var formaður Landsmótsnefndar á Sauðárkróki í fyrrasumar. Stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags endurkjörin Aðalfundur Keflavikur i'þrótta- og ungmennafélags var haldinn í í febrúan Stjórn félagsins var endurkjörin. Eftirtöldum iþróttamönnum voru veittar viðurkennn- ingar: Erlingur Hannesson knattspyrnudeild, Hrannar Hólm körfuknatteiksdeild, Lilja Karlsdóttir badminton- deild og Rúnar Georgsson körfuknattleiksdeild voru sæmd bronsmerki félgsins fyrir fimm ára stjórnarsetu. RúnarV. Arnarsson sæmdur silfur- merki félagsins fyrir tíu ára stjórnarsetu. Sigurbjörn Gunnarsson hlaut starfsbikar KeflaviTur 2004 Grindvíkingar heiðraðir á ársþingi KSÍ Grindvi1<ingar voru heiðraðir sérstaklega á ársþingi KSI sem fram fór í febrúar fýrir stórkostlegt uppbyggingarstarf í þágu kvennaknattspyrnunnar Það var Eggert Magnússon formaður KSI sem afhenti fulltrúum Grindavíkur þessa viðurkenningu. Grindvískar stúlkur eru í öllum flokkum á meðal 5 bestu liða lands- ins, sem hlýtur að teljast frábær árangur miðað við stærð bæjarfélagsins. Foreldrar og iðkendur innilega til hamingju með þessa miklu viðurkenn- ingu og von um áframhaldandi kraft og samstöðu í starf nu. m SKINFAXI - geíiii út samíleytt síðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.