Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 11
Upplifðu eitthvað nýtt
og spennandi!
Styrktu þig sem einstakling og eignastu nýja vini
Ungmennavika í Noregi, 3.-10. júlí
Ungmennavikan er fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára.
Á ungmennavikum hittast ungmenni frá öllum Norðurlöndunum við leik og störf
í heila viku. í ár er þema ungmennavikunnar mismunandi menning Norðurlandanna.
Útilífsvika í Noregi, 1.-7. ágúst
Útilífsvikan er ætluð ungu fólki á aldrinum 18-30 ára.
Á útilífsviku eru öll verkefni tengd útiveru og þemað er náttúra, umhverfi og heilbrigði.
Norræni leiðtogaskólinn í Færeyjum, 10.-16. júlí
Ætlaður ungu fólki á aldrinum 18-25 ára sem áhuga hafa á að bæta sig sem
leiðtogar í félagsstarfi.
í leiðtogaskólanum verður boðið upp á fjölbreytt og spennandi nám sem sniðið er að
þörfum þeirra sem eru íforystustörfum ífélögum.
íþróttalýðháskólar í Danmörku
UMFÍ er með samstarfssamning við sex íþróttalýðháskóla í Danmörku.
Hægt er að stunda þar nám í 4,6, eða 10 mánuði. Islendingar fá afslátt af skólagjöldum
og auk þess er hægt að sækja um styrk til UMFÍ.
Allar upplýsingar fást í Þjónustumiðstöð UMFÍ Fellsmúla 26 • 108 Reykjavík • Sími 568 2929 • netfang umfi@umfi.is • www.umfi.is