Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 3
Þetta ár er fyrir marga hluta sakir tími breytinga og nýrra og spenn- andi verkefna. I upphafi ársins hófst starfsemi Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum í Dalasýslu en undirbúningur að opnun þeirra hafði staðið yfir í nokkurn tíma. Þrátt fyrir verkfall 1 grunnskólum landsins tókst að hrinda verkefninu af stað og hefur aðsókn að búðunum verið góð, en þær verða starfræktar til maíloka. Búðirnar hefja síðan starf- semi sína fljótlega eftir að skóla- starf hefst að nýju í haust. Bókanir fyrir næsta skólaár eru þegar farnar að berast en markmiðið er að Ungmenna- og tómstundabúð- irnar verði starfræktar allt að átta mánuði á ári. Mjög góður rómur hefur verið gerður að búðunum og hafa nemendur og skóla- stjórnendur lýst yf r ánægju með dvölina þar Dagskráin á Laugum er mjög fjölbreytt og í raun býður aðstaðan og umhverfið upp á stórkostlega möguleika. Eitt stærsta verkefni ársins er an efa Unglingalandsmótið sem haldið verður ÍVík í Mýrdal um verslunarmannahelgina. Und- irbúningur er hafinn af fullum krafti og ríkir mikil eftirvænting hjá framkvæmdaaðilum i'Vík vegna mótsins. Þarna gefst kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að eyða stærstu ferðahelgi ársins saman í fögru og skemmtilegu umhverf. Hraðinn og kröfurnar af ýmsu tagi eru miklar í þjóðfélaginu og finnst mörgum tíminn til að sinna börnum og fjölskyldu sinni af þeim sökum minni en áður. Umræðan um þetta hefur gerst æ háværari og ekki seinna vænna að snúa þessari þróun til betri vegar Því er tímabært að foreldrar skipuleggi sig betur og eyði meiri tíma með börnum sínum. Unglingalandsmót- in eru vímulaus fjölskylduhátíð, en ekki útihátíð, og því ákjósanlegur kostur fyrir fjölskylduna að vera saman þar sem unglingar etja kappi í íþróttum og leikjum í heil- brigðu umhverfi. Að undanförnu hefur vakið at- hygli sérlega góð framganga umg- mennafélaganna í hinum ýmsu keppnum. I frjálsum i'þróttum hafa margir getið sér gott orð bæði hér heima og á erlendum vett- vangi. Nokkur Islandsmet hafa litið dagsins Ijós og margir að bæta sinn persónlega árangun Þetta ber augljóslega vitni um að gott starf sé unnið í hreyfingunni og er það vel. Arangurinn talar sínu máli, á því leikur enginn vafi. Njarðvíkingar bættu enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn með sigri í bikarkeppni karla í körfu- knattleik í áttunda sinn. Þar öttu þeir kappi við Fjölni sem heldur betur hefur látið að sér kveða í þessari íþrótt í vetur Unglinga- flokkur Fjölnis varð bikarmeistari í körfuknattleik sem undirstrikar að þar sé unnið uppbyggjandi starf með börnum og unglingum. Ekki er öll sagan sögð úr herbúðum Fjölnis því 3. flokkur karla varð bikarmeistari íhandknattleikMeist- araflokkur Stjörnunnar í hand- knattleik kvenna hreppti síðan bikarmeistaratitilinn í fjórða sinn. Uppskeran sannarlega glæsileg og ástæða til fagna þegar vel gengur Breytingar urðu í starfsemi Ungmennafélags Islands um ára- mótin með ákveðnum skipulags- breytingum.Tveir landsfulltrúar hafa hvor um sig þrjá málaflokka á sínum snærum. Annar þessara landsfulltrúa hefur aðsetur í þjón- ustumiðstöðinni í Reykjavik og sér hann um fræðslumál, menningu og listir Hinn landsfulltrúinn hefur íþróttir umhverfis- og unglingamál á sinni könnu með aðsetur á Sauð- árkróki. Með þessum breytingum er það von að mál innan þessara málaflokka verði markvissari og sýnilegri en áður Innan Ungmennafélags Islands er unnið uppbyggjandi og leiðandi starf um allt land með fólki á öllum aldri, ekki síst þó með börn- um og unglingum. Unnið er með verkefni að ýmsu tagi og má í því sambandi nefna Blátt áfram, verkefni sem er í samvinnu við Ungmennafélag Islands og felst í að efla forvarnir vegna kynferðislegs ofbeldis á börnum á Islandi. Lesendur reka augun í fleiri verkefni sem UMFI býður upp á í þessu tölublaði. Jón Kristján Sigurðsson Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson., jonkristjan@umfi.is. Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar Bjarni Gunnarsson o.fl. Umbrot og hönnun: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Sigurlaug Asta Sigvaldadóttir og Þóra Kristinsdóttir Auglýsingar: Gunnar Bender g.bender@simnetis. Pökkun: As vinnustofa. Ábyrgðarmaður: Björn B. Jónsson, formaður UMFI. Ritstjórn: Anna R. Möller Sigurlaug Ragnars- dóttir, Birgir Gunnlaugsson, Ester Jónsdóttir Þjónustumiðstöð UMFÍ: Fellsmúla 26 - 108 Reykjavík. Sími 568-2929. Netfang: umfi@umfi.is. Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn: Sæmundur Runólfsson fram- kvæmdastjóri.Valdimar Gunn- arsson landsfulltrúi, Omar Bragi Stefánsson landsfulltrúi með aðsetur á Sauðárkróki, Sigurlaug Ásta Sigvaldadóttir ritari, Þóra Kristinsdóttir bókhald.Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Skinfaxa og kynningar- og upplýsingafulltrúi, Svava Björnsdóttir Blátt áfram. SKINFAXI - geliö út somfleytt síöan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.