Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 14
Guðjón og Wilfred Bouma fyrir utan æfingarsvæði hollenska stórlíðsíns PSV
Eindhoven á dögunum.
Guðjón, Ole, Henriette, Louise ogJohanne... Inn á einu herberginu í skólanum.
Við öll erum mjög góðir vinir.
Guðjón, Ole, Kian og Freysi... þetta er
hljómsveitin „Danskerne" vegna þess
að enginn af okkur er danskur.
Tekið á Live Café i skólanum.
spennandi og það er lagt mikið
upp úr því að nemendur kynnist
fljótt og vel," sagði Guðjón en
nemendur á yfirstandi skólaári eru
um 120 talsins.
Hinn venjulegi skóladagur
hefst þrjá morgna í viku klukkan
07:15 en hina tvo klukkan 08:00.
Þá snæða nemendur morgunmat
saman og þegar að honum lýkur
taka við æfingar. Guðjón sagði að-
stæður í alla staði frábærap mikið
væri lagt upp úr líkamlegum æfng-
um og aðstæður til allra íþrótta-
greina væru þær bestu sem völ
væri á. Síðan koma öðru hverju
þjálfarar frá AGF og FC Aarhus
og leiðbeina okkur Síðan höfum
við aðgang að litlu íþróttahúsi
allan sólarhringinn sem við getum
leikið okkur í. Skólinn er til klukkan
16:00 fimm daga vikunnar og á
kvöldin er lifandi félagslíf þannig
að engum ætti að leiðast. Það er
frí allar helgar og á laugardögum
er leyfilegt að nemendur skemmti
sér saman," sagði Guðjón.
Guðjón sagði alla umgjörðina
við skólann einstaklega góða og
í raun væri ekki hægt að setja út
á neitt.
,,Það er mikil upplifun að vera
hérna úti og hvað mig varðar þá
er ég að taka miklum framförum.
Starfslið skólans er í fremstu röð,
vinnur vel með hverjum einstak-
lingi og kemurtil hjálpar um leið
og þess er óskað. Eg er búinn að
eiga hér magnaðan tíma og dvölin
á örugglega eftir að nýtast mér
alla ævi,“ sagði Guðjón Hálfdánar-
son en hann var nýkominn úr
skíðaferðalagi í Frakklandi.
14
SKINFAXI - tímorit Ungmennalélags Islands