Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 4
Nýtt innra shipulag UMFÍ Björn Bjarndal Jónsson formaður UMFI: Til að ná árangri í félagsstarfi er nauðsynlegt að hafa gott skipulag og endurskoðun á innra starfi félaga fari fram reglulega. Þetta á jafnt við um lítil félög sem og stór landssamtök. Innan ungmennafélagshreyf- ingarinnar hafa átt sér stað miklar framfarir í ytra sem innra umhverfi okkar á undanförnum árum. Margt kemur þar til svo sem aukin og bætt skrifstofuað- staða héraðssambanda og félaga. Ný (þróttamannvirki um allt land og önnur aðstaða fyrir félagsstarf hefur stóraukist. Með tilkomu nýrrar tækni eins og Internets með endalausum möguleikum á upplýsingum á heimasíðum gefur okkur ný sóknarfæri. Allt eru þetta hlutir af skipulagi hreyfingarinnar, hlutir sem hafa áhrif á gang mála og geta eflt starfið til muna ef rétt er að málum staðið. Ungmennafélag Islands hefur á síðustu misserum farið yfir innra skipurit samtakanna. Skipaður var stýrihópur úr stjórn UMFI til að vinna að þessum málum. I honum sátu framkvæmdastjórnarmenn UMFI ásamt varaformanni og framkvæmdastjóra. Fenginn var rekstrarráðgjafi, Kristján Kristjáns- son hjá IMG Ráðgjöf, sem leiddi vinnuna og lagði síðan fýrir stýri- hópinn tillögur að nýju skipuriti hreyfingarinnar Stjórn UMFI fór að lokum yfir tillögurnar og sam- þykkti þær í framhaldi af þessari vinnu tók si'ðan gildi frá áramótum nýtt „innra" skipulag UMFI. Helstu breytingar frá eldra skipulagi eru þær að landsfulltrúar verða ráðnir og skipta á milli sín mismunandi málaflokkum sem þeir vinna að. I framhaldi af því verða síðan ráðnir svæðisfulltrúar sem munu heyra beint undir landsfulltrúana. Aðset- ur þeirra verður á landsbyggðinni og verður reynt að hafa einn svæðisfulltrúa í hverjum landshluta. Vonir standa til að strax á þessu ári verði hægt að ráða tvo svæð- isfulltrúa til starfa og síðan fleiri þegar fram líða stundir Um síðustu áramót voru tveir landsfulltrúar ráðnir með aðsetur annars vegar á Sauðár- króki og hins vegar í Reykjavík. Þeir eru Ómar Bragi Stefánsson ogValdimar Gunnarsson og hefur verkefnum verið skipt þannig á milli þeirra að Ómar Bragi verð- ur með íþrótta-, umhverfis- og æskulýðsmál á sinni könnu, en Valdimar verður með menn- ingar- og fræðslumálin. Hlutverk landsfulltrúanna verður í megin- atriðum fólgið í að taka þátt í stefnumótun, gera starfsáætlanir og fylgja þeim eftir; auk þess að sjá um verkefnastjórnun í sínum málaflokkum. Björn Rjarndal Jónsson formaður UMFI. Á næstunni verður skoðað með hvaða hætti ráðningu svæð- isfulltrúa verður háttað. Lögð er áhersla á að undirbúa það vel til að ná öruggum og góðum árangri. Svæðisstjórar munu heyra undir landsfulltrúana. Megin verkefni svæðisfulltrúanna verður að fylgja eftir starfsáætlunum og skilgreind- um verkefnum í nánu samstarfi við ungmennafélögin í landinu. Eg vil að endingu bjóða þá Ómar Braga og Valdimar vel- komna til starfa og vonast til að nýtt skipurit UMFI nýtist öllum vel. Björn Bjarndal Jónsson formaður UMFI. Bók Lars Enoksen tilnefnd besta sogubókin Bókin Vikingarnas strids- konst eftir Lars Magnar Enoksen er ein af átta bókum sem tilnefndar eru sem besta sagnfræðibókin í Svíþjóð fýrir árið 2004. Bókin fjallar að hluta til um glímu en þetta er þriðja sagn- fræðibók Lars en fyrsta bókin hans kom út árið 1998 og heitir Runor - historía, tydning, tolkning. Önnur bókin kom út árið 2003 og heitir Vikingarnas egna ord. / Nú er það endanlega Ijóst að Evrópumót fang- bragða mun fara fram í borginni Landerneau í Frakklandi en það er nálægt Brest og Lesneven. Glímusambandið hefur ákveðið að senda lið til keppni og er það í fyrsta skipti síðan 1991 sem það gerist. Nú er það endanlega Ijóst að Evrópumót fangbragða mun fara fram í borginni Landerneau í Frakklandi en það er nálægt Brest og Lesneven.Glímusambandið hef- ur ákveðið að senda lið til keppni og er það í fýrsta skipti síðan 1991 sem það gerist. Mótið mun fara fram 7. og 8. maí næstkomandi en þing IFCW verður haldið 6. maí á sama stað. Fulltrúar Glímusambandsins á þinginu verða þeir Jón BirgirVals- son og Ólafur Oddur Sigurðsson en þeir eru í utanríkisnefnd GLI. Æfingar fyrir mótið verða haldnar 4.-6. mars og 8.-10. apríl og þjálfari verður Arnar Marteinsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.