Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 9
 Erla Dögg Oddsdóttir úr Búðardal: „Mér fannst dvölin að Laugum alveg meiriháttar og fannst allt skemmtilegt sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var líka ofsalega gaman að hitta krakka úr öðrum skólum og ég kynntist mörgum þessa vik- una, “ sagði Erla Dögg Oddsdóttir en hún kem- ur úr grunnskólanum í Búðardal þannig að það var ekki langt fyrir hana að koma í búð- irnar. Erla Dögg þekkir má segja hverja þúfu að Laugum því þangað sækir hún leikfimi og sund tvisvar í viku. Vinkonurnar Erla Dögg Oddsdóttir og Bára Björnsdóttir úr grunnskólanum í Búðardal fannst dvölin að Laugum alveg meiriháttar. Það hefði líka verið gaman að hitta krakka úr öðrum skólum. Erla Dögg sagði ennfremur að hún hefði ekki átt von á því að dvölin yrði svona skemmtileg eins og raunin varð á. „Mér fannst tímarnir sem við sóttum margir hverjir vera fróðlegir og skemmtilegir Það var athyglisvert og fræðandi að kynnast plús og mínus verkefninu. Ég ætla að vona að búðirnar að Laugum séu komnar til að vera og ég hvet alla krakka í 9. bekkjum á landinu að koma. Laugar hafa allt upp á að bjóða og umhverfið er stórkostlegt," sagði Erla Dögg í spjallinu við Skinfaxa. Bára Björnsdóttir úr grunnskólanum í Búðardal: FrdtMErt fnmtá Bára Björnsdóttir er í grunnskólanum í Búðardal og var hún sammála vinkonu sinni Erlu að dvölin var í al/a staði mjög vel heppnuð. Henni fannst skemmtilegast að vera með krökkunum og eins hefði ísbrjótakeppnin verið skemmtileg. Hún vildi einnig minnast á matinn sem henni fannst mjög góður. „Ungmenna- og tómstunda- búðirnar bjóða upp á margt og brjóstsykursgerðin var ansi skemmtileg. Ég hef búið til karamellur en aldrei reynt við brjóstsykurinn áður Þetta er frábært framtak hjá Ungmennafé- lagi Islands að bjóða upp á dvöl í búðum þar sem krakkar hittast og eiga góða daga saman. Þessar búð- ir hljóta að eiga framtíðina fyrir sér," sagði Bára Björnsdóttir Eiríksstaðir - lifandi sögusýning - Tilgáta af bæ Eiríks rauða og fæðingarstað Leifs heppna Hérgeta gestir skyggnst inn í lífshœtti tandnámsaldar með vandaðri og líflegri leiðsögn. Starfsfólk á víkingaklœðum sinnir margvíslegri búsýslu, svo sem vefnaði, rúgkökubakstri yfir langeldi og bandverki ýmiss konarog ergestum ve/komið að takaþátt ístörfum þeirra. Börnin fá tœkifœri til að leika sér með trévopn, leggi og kjálka o.fl. Tilgátubœrinn er opinn daglega frá l.júní —31- ágúst frákL 9-18 Þjóðhildarveistur - Kvöldvökur Fjölskylduhátíð —Leifshátíð 8.-10. júlí 2005 Upplysingar í sínia: Eiríksstaðir 434-1118 Upplýsingamiðstöðin 434-1410 ferdantal@dalir.is SKINFAXI - gefiö út samíleytt síðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.