Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 17
t Alda Pálsdóttir sótti Leiðtogaskóla UMFI á Hvanneyri: Það var líf og fjör í tuskunum í Leiðtogaskólanum sem haldinn var á Hvann- eyri í Borgarfirði í lok febrúar. Skólinn stendur fyrir ýmiskonar námskeiðum og koma að þeim færir leiðbeinendur hver á sínu sviði. Mjög góður rómur er gerður að skólanum en skipulagning hans er í höndum Valdimars Gunnars- sonar landsfulltrúa Ungmennafélags Islands. Skólinn er ætlaður þeim sem eru að vinna úti í hreyfmgunni en alls sóttu tólf þátttakendur skólann á Hvanneyri víðs vegar að af landinu. Alda Pálsdóttir, framkvæmastjóri HSH, leist mjög vel á Leiðtoga- skólann sem haldinn var að þessu sinni á Hvanneyri. Skinfaxi heimsótti skólann og tók einn þátttakandann tali sem var Alda Pálsdóttir en hún er framkvæmdastjóri HSH sem hefur bækistöðvar si'nar í Stykkishólmi. Öldu leist mjög vel á skólann og sagðist hafa lært fullt af atrið- um sem nýttust henni, bæði í starfi og sem einstaklingi. Alda hefur verið framkvæmda- stjóri HSH í tvö ár, fyrst í hálfu starfi en í dag er um fullt starf að ræða og veítir ekki af að sögn Öldu. Verið er að tyggja upp starf- ið frá grunni eftir svolitla stöðnun. Að hennar mati þurfa hérðassam- böndin að fylgja betur eftir unga fólkinu og aðlaga sig að breyttum áherslum þannig að við sitjum ekki eftir eins og hún komst að orði.Alda segirstarfið innan HSH mjög fjölbreytt og skemmtilegt. „Þessi skóli er lofsvert framtak hjá UMFI og sniðið að stjórnar- mönnum og framkvæmdastjórum. Mér finnst það ætti eiginlega að vera skylda að sækja þennan skóla ætli maður sér að starfa í þessum félagsgeira. Eg held að margir innan hreyfingarinnar geri sér ekki almennilega greín fyrir því hvað skólinn í raun býður upp á. Eg er alveg viss um að maður verður sterkari einstaklingur eftir að hafa setið skólann þessa fjóra daga sem hann stenduryfin" sagði Alda. - Hvað er þoð helst sem komið hefur þér á óvart I skólanum? „Það er erfrtt að benda á eitthvað sérstakt þvi' mér fannst allir fyrirlesararnir mjög góðir á sínu sviði. Ég fer heim sem sterkari einstaklingur hugsa skýrar þannig að maður getur tekið ákvarðanir skjótar en áður." „Ég vil bara hvetja alla sem eiga þess kost að fara í Leiðtoga- skólann. Hann er bráðnauðsynlegur hvort sem þátttakandinn er búinn að vera lengi í starfi eður ei. Hvað mig sjálfa varðar þá fer ég héðan endurnærð og sterkari einstakling- ur sem nýtist mér síðan í starfinu innan HSH," sagði Alda Pálsdóttir BYGGÐASAFN HÚNVETNINGA OG STRANDAMANNA' Reykjum Hrútaflrði Hákarlaveiðar við Húnaflóa Shark Fishing Exhlbition Opiðdaglegafrákl. 10:00-18,-OOfrá l.Júnitil 31. ágúst - Sirai 4810040 / 860 8970 www.simnet.is/ofeigar Þann I5.janúar sl. var stór stund á Hólmavík en þá var form- lega opnuð ný i'þróttamiðstöð á staðnum. Þar er á einum stað 25 metra útisundlaug, íþróttasalur með löglegum körfuboltavelli, tækjasalur og gufubað. Þetta er mikil bylting fyrir i]Dróttaiðkendur á Ströndum og rfkir mikil ánægja í herbúðum þeirra og líta heimamenn björtum augum til framtíðarinnar Asdís Leifsdóttir sveitastjóri tekur á móti góðri gjöf frá Birgi Gunnlaugssyni stjórnarmanni í UMFI. SKINFAXI - gefió út samfleytt síðan 1909 I/

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.