Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 2
því einhver hafði snúið lúðunni við í millibil- inu. Annar sagði svo að lúða væri hvítur fisk- ur, hinn að lúða væri svartur fiskur og svo börðust þeir um hvor hefði réttara fyrir sér. Þegar sjómennirnir, sem allan stríðstímann voru búnir að sigla um áhættusvæðið, sáu hve varnarlausir félagar þeirra voru týndir niður, blöskraði þeim. Þjóoin öll varð lostin hryll- ingi. Eitthvað varð að gera. En það mun alls ekki staðhæft út í bláinn, að 8 af 10 útgerðar- mönnum stöðvuðu skipin sín sjálfir, án þess nokkuð kæmi til þess að sjómennirnir á þeim neituðu að sigla. Hitt mun líka nær sönnu, að sjómennirnir fundu nú hvílíkar hundsbætur þeir áttu við að búa, samanborið við þau konungakjör, sem hverjum sem var, stóð til boða að vinna fyrir, áhættulaust í landi. Það var þetta vanmat þjóðfélagsins, ásamt slysunum, sem hentu félaga þeirra er opnuðu augu sjómannanna fyrir hve starf þeirra í raun og veru var lítils metið. Þeir vissu að þeir stuðluðu raunverulega öðrum meir að því, að velta inn í landið miljónagróða, vel- megun þegnanna fór vaxandi, sem betur fór, en kjör sjómannanna urðu miðað við vaxandi dýrtíð og skattþunga, ekkert betri, jafnframt því sem vitað var, að áhættan óx stöðugt. Þjóð- verjar höfðu tilkynt auknar kafbátaaðgerðir, tundurduflarek var orðið geysimikið á milli- ferðunum, en ekkert var gert til aukins örygg- is, sinnuleysi og seinlæti blómstraði eins og fegurðar rósir í þessari Paradís. Þegar siglingastöðvunin varð, voru hér eng- in vandræði fyrir dyrum. Útgerðin hafði hagn- ast svo vel, að það var orðin hugaræsandi kiossgáta ýmissa stjórnmálamanna hvernig ætti að ná af henni gróðanum. Fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna sett- ust svo að segja strax á rökstóla, við að ræða kjarasamninga eftir ,,hið breytta viðhorf“. Sjómenn fóru fram á auknar öryggisráðstaf- anir og hækkuð laun fyrir áhættu sína. Útgerð- armenn gengust strax inn á allar umbeðnar öryggisráðstafanir, en um launin varð tals- verður skoðanamunur. Á verzlunarskipunum gekk svo að segja strax saman, enda öllum ljóst, að stöðvun þeirra um lengri tíma, gat valdið þjóðinni vandræðum. Samningar stóðu sífelt yfir um laun á fiski- skipunum, (sem alls ekki bendir til að sjó- menn hafi neitað að sigla), en það er mann- legt ,,að sínum augum lítur hver á silfrið“, sjó- menn kröfðust mjög aukinnar launahækkun- ar. Svo loks daginn áður en fréttist um Heklu- slysið, tókust samningar. Sjómönnunum verður því aldrei með nokk- urri sanngirni kennt um fáránleik fisksölu- samningsins, það væri þjóðarfulltrúum vorum sæmra, að vinna og láta vinna að því með sjó- mönnunum, úr því Bretar segjast ekki geta látið skipin okkar fá vernd, á hve mikinn hátt væri hægt að vopna þau sjálf. Því mun óhætt að trúa, að sjómönnunum er öllum kærara að slá auga fyrir aug'a og tönn fyrir tönn, ef á þá er ráðist, heldur en að láta tína hvern fyr- ir sig varnarlausan niður eins og rottu í gildru, aðeins eru deildar skoðanir að nokkru leyti hverskonar vopn eru hagkvæmust. Um slíkt ætti að vera hægt að fá vitneskju hjá herfræð- ingum Breta. Það er frá okkar bæjardyrum séð morð að drepa varnarlausa menn, en það getur líka verið morð, að senda varnarlausa menn á þær brautir, sem vitað er, að miskunnarlausar hernaðaraðgerðir eru framkvæmdar gegn hverjum sem vinnur að því, að styrkja breska heimsveldið á einhvern hátt. Innsiglingarbaujurnar í sundunum á Isafirði faarf að lýsa upp. Það hefir oft verið bagalegt ,og er mjög ó- viðunandi, að baujur þessar skuli ekki vera með ljósi. Leiðin liggur þarna í boga í örmjóu sundi og má engu muna að skip festist þarna, ef út af er brugðið. í björtu eru baujurnar góður leiðarvísir, en sjást illa í dimmu, nema skyggni sé því betra. Það getur varla verið tilfinnanlegur kostn- aður að koma fyrir á baujunum, en þær eru þrjár, þremur rafmagnsluktum með rafgeym- um til skiftanna. Mikil sigling er þarna um á öllum tímum sólarhringsins og fiskifloti bæjarmanna verð- ur að fara þarna um til að komast inn á höfn- ina. En vegna þess að baujurnar eru ólýstar, hefir oft komið fyrir, að skip hafa orðið föst þarna, og tafist um skemmri eða lengri tíma. Sjómenn sem þarna hafa hagsmuna að gæta, óska eftir því, að úr þessu verði bætt. Hafnsöguskylda er þarna á stærri skipum. Ágætur hafnsögumaður hefir verið þarna. Hann er nú nýlátinn. Sá, sem við hefir tekið er engu síðri. En aðstaða hafnsögumanna er enn erfiðari, vegna þess að stærri skip þurfa meira svigrúm. Hafnsögumanni ætti því ekki að vera síður kært að leiðin verði lýst.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.