Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 13
skonnortumenn frá New England, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, fór þeim nú ekki að lítast á blikuna og varð talsvert erfitt að fá annan hóp til að fara um borð. Að lokum feng- ust þó nógu margir í það og varð að lofa þeim miklum hluta af björgunarlaununum — en hvorki þeir né skonnortan sáust nokkurntíma síðar. Skýringin á þriðja tilfellinu er sennilega mjög auðveld. Það skall á storm og er líklegt að skipið hafi ekki verið nógu vel mannað til þess að berjast við hann. En enginn gat gefið skýringu á hinum tveim tilfellunum sem komu fyrir áður. Skonnortan hefir vafalaust sokkið fljótlega, svo siglingamenn á þeim slóðuro. voru ekki mikið hræddir við hana eins og roörg önnur skipsflök sem flutu kannske í óra tíma. Það eru mörg flök, sem rnenn hafa orðið varir við og flækst hafa um höfin ótrúlega mikið. Árið 1888—’89 var skonnortan „W. L. White“ yfirgefin í byl í „Delaware Bay“. Skipshöfnin setti upp einkennisflögg skipsins öfug, sem neyðar-vísbendingu, áður en þeir fóru í bátana. Hana rak í ellefu mánuði fyrir straumi og vindi meir en 5000 sjómílur. Alls sáu hana 45 skip, sem tilkynntu það og sum þeirra, sem sáu flöggin, stoppuðu til þess að bjarga mönnum. Loks rak hana á land á Lew- iseyna, eina af Hebrides-eyjunum. Árið 1885 var það t. d. önnur skonnorta sem hét „Alma Cummings“ lestuð timbri, sem rak meir en 5000 sjóm. í Atlantshafinu, en hún var 587 daga þá vegalengd .Gufuskip bjarg- aði skipshöfninni eftir að skonnortan var bú- in að m,issa möstrin og sjórinn gat skolast inn um lúgur og lestar hindrunarlaust, svo það virtist auðséð, að farmurinn mundi skolast burtu og skipið sökkva þá og þegar. Ekkert gleðiefni fyrir sjófarendur á Atlantshafi var það, að hún skyldi vera á floti átján mánuð- um seinna. „Alma Cummings" var tilkynnt iðulega og fimm sinnum fóru menn af gufuskipum um borð í hana, til þess að sökkva henni. Það eina sem þeir gátu aðhafst var að brenna hana nið- ur að sjávarborði og eftir það var bara verra að koma auga á hana. Herskip frá fleiri en einni þjóð fengu skipun um að finna hana og sökkva henni. En þetta var áður en loftskeyt- in komu til sögunnar, svo þau þurftu að bíða þar til það skip kæmi í höfn, sem hafði séð hana síðast, gæti gefið upp staðinn, svo það bar engan árangur. Annars virtist sem þau skip sem áttu að eyða henni, væru einu skipin í Atlantshafi, sem aldrei sáu hana. Loks rak skonnortu greyið á land í kyrrþey á Panama- strönd og var sem sending frá himnum fyrir Indíána alla þar í nágrenni. Árið 1902 strandaði stór skonnorta á aust- urströnd Ameríku, sem hét „Fanny R. Wol- stein“. Skipshöfninni var bjargað í land, en nokkrum dögum seinna losnaði skipið úr strandinu, af því vindur var hvass af landi, og fór að sigla sjálft upp á eigin spýtur. Það barst með vindi og straum í áttina að Ermarsundi, síðan suður með Evrópuströndum á móts við Kap Finissterre, þar breytti það stefnu til hafs. Er það hafði farið yfir Atlantshafið í annað sinn strandaði það aftur við strönd Ameríku — aðeins tvær mílur frá þeim stað. þar sem það strandaði fyrst. Á þessari afturgönguferð, án skipstjóra og skipshafnar hafði „Fanny E. Wolstein“ siglt meir en 10.000 sjómílna vega- lengd! Annað frægt rekaskip ,,B. R. Woodsideíí, sem var amerísk skonnorta, var á reki við strönd Georgiu í Bandaríkjunum. Þaðan rak það að Kanaríeyjunum, þar fékk það mót- straum, sem rak það til baka á svipaðar slóð- ir. Siðan flæktist það aftur yfir Atlantshafið, þar til loks að gufuskip tók það og dró til Vestur-Indía og hefir það þá verið búið að fara miklu meiri vegalengdir en hin skipin, sem á undan eru talin. Einkennilegri urðu örlög fjórmöstruðu skonnortunnar „Georg B. Taylor“. f svarta þoku sigldi á hana stórt farþegaskip og klauf hana í tvennt. Þótt undarlega megi virðast, flutu bæði fram- og afturendinn sitt í hvoru lagi. Afturendann rak í norður og skolaðist á land í ríkinu Maine, en stefnið sigldi í suður og lenti svo upp í fjöru í Suður-Karolina. Um jólaleytið árið 1909 yfirgaf skipshöfn- in af norska barkinum „Crown“ skipið, sem var með timburfarm. f 118 daga var alltaf verið að tilkynna skipið með stuttu millibili og hafði það þá farið um 2000 sjóm., þá gekk það loks til hvíldar í þangflæmum Saragossa- hafsins, þar sem er kirkjugarður svo ótal margra annara skipa. Margar sögur spunnust um það áður meðal sjómanna, þegar skip voru yfirgefin á dular- fullan hátt, og gátu menn ekki skilið hvers vegna sjófær skip í góðu standi væru yfirgef- in, áður en öll von væri úti. Sú huld er hvíldi yfir örlögum þessara skipa vakti, eins og gef- ur að skilja mikið umtal og forvitni sjómanna. Einhver ógeðfeldasta eða draugalegasta sagan er af briggskipinu ,,Gloriana“. í þau rúmlega 60 ár síðan skipið fannst, hefir sagan breyzt svo mikið, að erfitt er að átta sig á hvað er satt og hvað er tilbúið, en hér fer á VÍKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.