Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 28
21. spurning': Verði slíkt útflutningsgjald lagt á, fellur það þá að öllu leyti á framleiðendur? Spurnrngar varðandi skrá A. 22. spurning: Ilvaða kolategundir falla undir 1. lið 1 23. spurning: Eru aðrar fisktegundir en þær, sem greindar eru í skrá A útilokaðar (t. d. liáfur) 1 24. spurning: Hvað er átt við með „skötubörð“ ? 25. spurning: Hvernig ber að skilja aths. b. við skrá A? Spurningar varðandi skrá B. 26. spurning: Ber framleiðanda að sjá um vátryggingu á saltfiski, eftir að eignaiTÓtturinn færist yfir á kaupanda? Spurningar varðandi skrá D. 27. spurning: Er nokkur takmörkun á freðfiskframleiðslu nema hvaö flatfisk snertirf Svar 1; Það verða höfð eins mörg skip og nauðsynlegt er til fiskflutninganna og meiningin er, að meira verði flutt út af ísfiski á samningsárinu en út var flutt í fyrra. Svar 2: Eiskinn skal afhenda nýjan þegar kaupandi krefst þess, en annars sé hann saltaður, frystur eða pækl- aður, ef kaupandi gerir ráðstafanir til þess. Svar 3: Já, ef með þarf. en ætlunin er að taka megin hlutann ísaðan, en frysta eða salta afganginn. Svar 4: Aðeins þorskaflök. Svar 5: Já. Svar 6: a. Já. b. Samkomulagsatriði við þá, er verka fiskinn þannig. c. Ekki er gert ráð fyrir slíku í samningnum, heldur kaupir kaupandi fiskinn nýjan og læt- ur pækla fyrir sinn reikning. Svar 7: Verður að teljast að mjög ólíklegt sé, að mót taka á nýjum fiski stöðvist. Flatfiskkvótinn mun vera það rúmur, að hægt muni verða að frysta allan flatfisk, sem til fellur, þar sem aðstaða leyfir, þó flutningur kynni að stöðvast í bili. Svar 8: Já, að undanteknum umsömdum 60 skipum og á þeim svæðum, sem samningurinn tiltekur, eða síðar kann að semjast um. Svar 9: Smáskip verða leigð með það fyrir augum að taka fisk á smáhöfnunum og leitast við að gefa öllum tækifæri til að losna við sem mest af fiskinum nýjum. Svar 10: Alveg útilokað að því er kaupanda snertir. Svar 11: Samkvæmt samningnum Nei, nema ef skip ferst. Svar 12: Talið alveg áreiðanlegt. Svar 13: Ekki er hægt að gefa neinar frekari upplýs ingar hér að lútandi að sinni, en þetta atriði mun verða síðar tekið til velviljugrar yfirvegunar. VlKINGUR Svar 14:*) Stjómmálalegs eðlis. Gert af Foreign Office í London, ineð tilliti til þess að forðast árekstra við Fær- eyinga. Svar 15: Samningsaðilar gera þetta upp sín á milli að loknu samningstímabilinu. Svar 16: Heildsöluverð til innflytjenda. Svar 17: Saltverðið er miðað við Beykjavík. Verð á öðrum höfnurn landsins fer eftir því, hvernig tekst að ráð- stafa flutningum þangað. Svar 18: Söluverð olíunnar til útgerðannanna er samn- ingnum óviðkomandi, en tilgangurinn er, að framleið- endurnir njóti hlunnindanna. sem felast í verðtryggingu brezku stjómarinnar. Svar 19: Bretum óviðkomandi liver kaupir olíuna, ef ákvæði samningsins eru að öðni leyti lialdin, hvað við- víkur hámarksverðinu. Svar 20: Þessi liður er samningnum óviðkomandi, og getur enginn svarað því nema ríkisstjórnin. Svar 21: Iíækkun á útflutningsgjaldi á fiskinum er kaupanda óviðkomandi. Svar 22: Lúða, skarkoli, þykkvalúra, langlúra og stór- kjafta. Svar 23: Já — háfur er útilokaður. Bretar vilja liann ekki. Svar 24: Skötubörð — börðin á skötunni. Meiningar- laust nú, að flytja stór bein langar leiðir. Svar 25; Að fiskurinn sé, hvað tegund, stærð og gæði snertir, í samræmi við það, sem venja hefir verið und- anfarið. Svar 26: Eftir að Bretar hafa greitt fyrstu greiðslu upp í saltfiskinn er hann eign þeirra, og því á þeirra ábyrgð, ef liann skemmist eða eyðileggst af óviðráðan- legum ástæðum. Svar 27: Nei — framleiða má eins mikið og hægt er af öðrum fiski, sem um getur í samningnum, nema flatfiski. Tundurdufl í fiskinetum. Aðvörun: Ýtrustu varúðar er nauðsynlegt að gæta, í því tilfelli að tundurdufl eða aðrar sprengjur, skyldu koma upp í botnvörpu eða öðrum fiskinetum, þar sem þau geta verið stórhættuleg, jafnvel þó þau hafi legið lang- an tíma í sjó. FYRIRSPURN TIL VITAMÁLASTJÓRA. Hvenær verður baujan í Hvammsfjarðar- röst sett niður á ný? Skipstjór!nn e.s. Súðin. LEIÐRÉTTING. í grein Hallgríms Jónssonar um fjárhag Eimskipafélagsins í síðasta tbl., hefir slæðst inn meinleg prentvilla, í öðrum dálki, í 17. línu að neðan stendur aukasporslur, en á að vera: aukaspottar. *) Ilér hafði svarandi misskilið spurninguna, því að átt var við erlend skip á skrá H. Atvinnumálaráðherra uppiýsti, að öll þau skip, sem þar væru talin, væru í ís- lenzkri eign. 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.