Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 8
Hversvegna PjóSverjar töpuðu „Bismarck“ Fátt eitt hefir verið skrifað enn um „Bis- marck“-„Hood“-orustuna, sem þó vakti al- heimsathygli meðan hún stóð yfir. 1 ameríska ritinu „Liberty", ágúst-hefti, birtist athyglis- verð grein um aðdragandann að þessari stór- hrikalegu sjóorustu. Orsakirnar fyrir för „Bis- marck“ eru taldar eiga orsök sína í stjórn- málabraski franskra stjórnmálamanna, þar sem Darlan leikur aðalhlutverl:ið. Hann er óánægður með hlutskipti Frakklands, ber óvild til Englands eftir atburðina við Oran, og vinnur að því, að Frakkland taki virkan þátt í hinni „nýju skipan Evrópu“. Hann horfir á málið frá þeirri hlið, að sem stendur ber Frakk- land þungar byrðar af hernámi Þjóðverja. Ef virk þátttaka væri tekin upp í styrjöldinni, skapast nýtt líf; Frakkland gæti komizt í sömu aðstöðu og Ítalía. Hann elur vonir um að geta hrakið Englendinga brott úr Miðjarðarhafi, ræðir hugmyndir sínar við Hitler og eggjar Vichy-stjórnina á mál sitt. Eftir tveggja sólarhringa viðræður féllst Vichy-stjórnin á hugmyndir Darlan, en þær urðu elcki framkvæmdar nema með því, að hafa full yfirtök í nýlendum Frakka í Afríku, ef bein hernaðarsamvinna yrði tekin upp, mátti gera ráð fyrir uppreisn nýlendnanna, það varð því að ná yfirtökunum á flutninga- leiðunum yfir Miðjarðarhaf. En á því eru ýmsir erfiðleikar hernaðarlegs eðlis innan- lands. Svo kemur sagan um atvikin, sem reka hvert annað þar til lokaþátturinn rennur upp með því, að „Bismarck" er sökkt. Það vildi svo vel til fyrir Vichy-stjórnina, að Hitler var einnig um þessar mundir að bolla- leggja útrýmningu Breta úr Miðjarðarhafi. En til þess þurfti að flytja mikið af hernaðar- útbúnaði til Lybíu. Hann hafði þá þegar ákveð- ið innrásina á Krít. Hann reiknaði með, að hún myndi draga allan Austur-Miðjarðarhafs- flota Breta að vörninni um þessa eyju, en þar fyrir yrði eftir vesturhluti Miðjarðarhafsflot- ans, sem hafði bækistöðvar við Gibraltar, sem auðveldlega myndi geta afskorið allar sam- göngur öxulveldanna við Afríku. Um stund fékkst Hitler við þá hugmynd að senda orustuskipin ,,Scharnhorst“ og „Gneis- enau“ í annan Atlantshafsleiðangur ail þess að granda kaupförum og þannig tæla flotann við Gibraltar frá svæði sínu (samkvæmt fregn- um frá Klausmann1), eru þessi tvö skip alls ekki í Brest, eins og almennt var álitið. Saga hans er sú, að Þjóðverjar hafi útbúið tvö úrelt frönsk herskip þannig, að þau líktust fyrr- nefndum skipum, og lagt þeim í Brest til þess að brezkir flugmenn skyldu ráoast á þau í þeirri trú, að það væru „Scharnhorst“ og ,,Gneisenau“. í raun og veru, segir hann, að hin tvö þýzku herskip liggi örugg í mynni ár- irmar Loire). Þýzka flotamálastjórnin taldi ,,Gneisenau“- „Scharnhorst“ hugmyndina óframkvæman- lega, þar sem hvert einstakt af hinum þremur brezku orustuskipum, „Hood“, ,,Renown“ eða 1) Kausmann, dulnefni þess, sem heimildir þessar eru haföar eftir í Liberty, og talinn hafa fiúið frá Þýzka- landi. þeirra vísindastofnana, sem eru í stöðugri leit eftir gagnlegum nýjungum í skipagerð. Stór skipafélög láta oft gera svona tilraun- ir í þúsundatali, og styðjast við árangur þeirra um gerð skipa sinna. Samvinna mun vera all- náin á þessu sviði meðal Norðurlandaþjóð- anna, og bætir þetta fyrirtæki Svíanna úr sameiginlegri þörf. Sænska ríkið lét byggja þetta fyrirtæki; en tveir auðmenn lögðu fram um helming kostnaðar. Útgerðarmenn og skipasmiðir kosta rekstur þess fyrst um sinn. 8 VÍKINGUR IV. Skipslíkan úr tré. Venjuleg stærö 6—7 m.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.