Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 11
róður. Alls vorum við 7 kl.st. frá því að við fór- um frá skipinu og þar til við komum þangað aftur. Var nú bjarndýrið dregið á þilfar og flegið þannig, að feldurinn var látinn halda sér með haus og hrömmum. Nokkuð af kjötinu hirt- um við, aðallega ganglimina og nutu þar aðr- ar skipshafnir góðs af, en hinu fleygðum við eða höfðum í hákarlabeitu. í þessari ferð bar ekki fleira til tíðinda, nema hvað mér tókst að skjóta 6 væna blöðru- seli, en í ferðinni fengum við alls 96 tunnur lifrar. Feldinn af bjarndýrinu keypti Jakob Haf- stein, verzlunarstjóri á Akureyri fyrir 160 kr., var andvirðinu skipt milli skipshafnarinnar, og fékk ég tvo hluti fyrir að skjóta dýrið. Eftir því sem ég bezt veit, er feldurinn enn til í eigu Júlíusar Hafstein, sýslumanns á Húsavík. EGGJATAKAN. í næstu ferð þetta sama vor, lágum við enn 1 sjómílu SA af Kolbeinsey. Var þetta um há- varptímann og eyjan hvít af fugli. Hákarl var tregur og lítið að gera um borð. Komst þá til tals, að gaman væri að fara í eyjuna og fá sér nokkur svartfuglaegg og varð það úr, að við rerum á prammanum í eyjuna. Að þessu sinni fór skipstjórinn Albert Finnbogason með okkur og vorum við fimm saman. Lagði skipstjóri ríkt á við stýrimann, Sigurgeir Ind- riðason frá Veisu í Fnjóskadal, að leysa ekki skipið, meðan við værum í burtu, hvað sem fyrir kæmi. Við tókum með okkur tóma tunnu og ýmsar tilfæringar, sem nauðsynlegar voru við eggja- tökuna. Logn var og blíðviðri, þegar við lögð- um af stað. Vorum við rúman klukkutíma a' róa að eyjunni. Við komum að henni að sunnan og ætluðum að fara þar upp, en þar var nokkur súgur, svo að við rerum norður fyrir og lögðum þar að, sem fyrir var lág blágrýtisklöpp. Hljóp ég strax upp með línu og dró upp tunnuna og annað, er við höfðum meðferðis. En það skipti engurh togum, að þegar ég var kominn upp tök súgurinn að vaxa, svo að ekki þótti gerlegt að fleiri réðust til uppgöngu. Fór ég nú að litast um og var alls staðar krögt af svartfugli og hvar sem litið var lágu nýorpin egg á klöpp- inni, svo að mér þótti þarna æði matarlegt. Tók ég nú að safna eggjunum af mesta kappi, því engan tíma mátti missa og bar ég þau jafn- óðum í tunnuna. Tíndi ég þarna á 1—2 kl.st., um 700 egg. Gekk ég síðan frá tunnunni og lét hana síga ofan af klöppinni, niður í sjóinn, þar sem bátsverjar áttu hægast með að ná til henn- ar, og gekk það greiðlega. En nú átti ég sjálfur eftir að komast niður í bátinn, og var það þrautin þyngri. Var kvik- an orðin það mikil, að ógerningur var að leggja prammanum að klöppinni. Reyndi hann fyrst að koma eins nærri og kostur var, og átti ég að sæta lagi og stökkva niður í hann, en þetta reyndist ógerningur. Fór alllangur tími í þess- ar tilraunir. Loks sá ég, að þetta dugði ekki og batt línuna yfir um mig og kastaði endanum niður í bátinn. Fleygði ég mér síðan í sjóinn og var dreginn upp í bátinn og gekk það allt slysalaust. Mátti þetta varla seinna vera, því nú tók að hvessa af NA og var komin bleytuhríð með dimmviðri. Var nú tekin stefna á skipið, eftir áttavita, því til þess sást ekki. Allt í einu sáum við skipið og var þá búið að leysa það og ætlaði stýrimaður að halda til lands að segja tíðind- in, því hann hugði okkur alla dauða, þar eð 8 kl.st. voru liðnar frá því við fórum frá skip- inu, og komið leiðinda veður; ef allt hefði gengið að óskum, hefðum við átt að vera 3— 4 kl.st. Var nú breytt um stefnu og brátt batnaði veðrið, sigldum við fram á svonefnt Nýjagrunn o£ lögðumst þar við hákarl og vorum þar í viku, en fengum lítið. Á leiðinni heim fórum við fram hjá Kolbeinsey og skruppum í eyj- una, en þar voru þá engin egg að sjá og mun sjórinn hafa sópað þeim öllum burt frá því að við vorum þar síðast. I þessari ferð fengum við 58 tunnur lifrar og lögðum upp á Siglufirði, en annars var venja að leggja upp á Akureyri. Stríðshuglei 3ing. Ertu visis með aukin völd, eða sæll og glaður, er saman telur glæpagjöld, guð þinn, hvíti maður? Attu í leyni enga þrá. sem anda þínum snúi, er lieljarveginn hörfar frá heimsins þrotabúi? S. Draumland. 11 \ ÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.