Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 15
OBREYTT ASTAND
Eftir gott gengi siglinganna frá stríðsbyrj-
un, urSu þeir atburðir seinnipart síðasta vetr-
ar, að þrjú slys, snögg og átakanleg skeðu
næstum samtímis. Menn setti hljóða, sem von
var, og mest fyrir það hvað árásirnar voru ó-
væntar og miskunnarlausar. Þetta voru fyrstu
árásirnar, sem á skip okkar voru gerðar af
kafbátum, og þær komu allar í einu. Menn
sáu strax, að þarna var engin tilviljun að
verki. Allt benti til þess, að okkur hefði bein-
línis verið hlíft við lcafbátsárásum áður, en
þarna virtist ný stefna mörkuð, sem miðaði að
því, að stöðva gjörsamlega allar okkar sigl-
ingar og það með fljótvirkum og grimmúð-
legum aðferðum. í kjölfar þessa kom svo hafn-
bannpyfirlýsing Þjóðverja, sem sérstaklega
var beint til Islands. Um orsakirnar til þessara
snöggu umskifta og þessara grimmilegu að-
ferða við framkvæmd hafnbannsins, verður
ekki ritað hér, enda ekki öll kurl komin til
grafar. Afleiðingarnar urðu aftur á móti þær,
að allar siglingar til útlanda lögðust niður í
bili. Þeir, sem að þeim stóðu, hugsuðu sig um,
héldu ráðstefnur og fundi til að leysa þetta
nýja vandamál, sem hafði skapazt, siglinga-
stöðvun. Allir voru á eitt sáttir um það, að
breyta yrði um fyrirkomulag á siglingunum
til þess að þær yrðu framkvæmanlegar og all-
ir vissu, að þær máttu alls ekki falla niður
um lengri tíma. Velferð landsins og tilvera
þjóðar, krafðist þess, að þær héldu áfram. Nú
líður nokkur tími og það er ritað og rætt um
allskonar fyrirkomulag, sem verða megi skip-
um og skipshöfnum til aukins öryggis, menn
eru ekki á eitt sáttir hvaða ráðstafanir muni
heppiiegastar og deyfð virtist lengi vel ríkj-
andi um skjóta úrlausn málsins. Það var eins
og ekkert verulega lægi á, a. m. k. hvað við-
kom fiskiskipum — og máske mikið rétt —
því þau hafa haft nógan starfa og nóg við
þennan tíma að gera flest öll, þó að ekki hafi
verið um utanferðir að ræða. En fyrir nokkru
síðan hafa siglingar hafist að nýju að nokkru
leyti. Og hvað hefir verið gert til öryggisauka
skipunum?
Eftir mikið þóf komust menn að nýjum
samningum um kaup sjómanna. Út af fyrir sig
þykir flestum mönnum auðvitað ágætt að fá
hærra kaup, en í því felst ekkert öryggi,
hvorki fyrir menn eða skip.
Vér höfum ekki ráð á því, að missa mörg
skip. Þess vegna bar, að snúa sér að því fyrst
og fremst, að vernda þau, sem um leið er
frumskilyrðið fyrir verndun skipshafnarinn-
ar. En hvað var gert til þess?
■Ekkert, blátt áfram ekkert, sem gagn er í.
Til þess að vernda líf sjómanna voru þó gerð-
ar nokkrar gagnlegar ráðstafanir, svo langt
sem þær ná, t. d. ágætur útbúnaður á flekum
og björgunarbátum. Þó eru þær vafasamar
þegar menn hafa í huga hinar grimmúðlegu
aðferðir ,sem beitt var gegn mönnum vorum
af hinum þýzku kafbátum. Enn önnur ráð
voru gripin svo sem að brynverja stjórnpalla
og hafa loftskeytastöðvar á tveim stöðum á
skipunum. Þetta getur verið gott og blessað,
þar sem um er að ræða, að skip sigli í lest-
um, fleiri eða færri saman. Miðað við fengna
reynzlu eru bæði þessi ráð gersamlega gagns-
laus þegar skip sigla ein. Já, meira en það, þau
eru nærri því barnaleg. Þau benda á ráðaleys-
ið, vandræðin og vettlingatökin á þessum
málum. Enginn sjómaður með heilbrigða
skynsemi mun telja sér minni hættu búna við
að sigla þrátt fyrir brynvarðan stjórnpall, sem
aðeins heldur vélbyssukúlum Þeir vita sem er,
að ef árásarmönnum Þjóðverja er alvara að
halda uppteknum aðferðum og drepa skip-
verja, þá vita þeir, að þeim er það leikur einn,
þegar varnarlaust skip á í hlut. Ekkert skip
flýtur á brynvörðum stjórnpalli. Annars þarf
ekki að færa rök að þessu, þau eru svo aug-
ljós.
Opinberlega, bæði í blöðum og víðar, hafa
hinir þýzku kafbátsmenn verið nefndir morð-
ingjar. Hvað á þá að kalla þá, sem láta við-
gangast að senda skipin varnarlaus á brautir
þeirra? Það er óþarfi að vera með stór orð,
ætli það sé ekki nóg að nefna þá sinnulitlar
sálir, eða kannske bjartsýna kjána?
Sum blöð hafa dróttað því að íslenzkum sjó-
mönnum, að þeir þyrðu ekki að sigla. Slík að-
dróttun lét að sér hæða. Annars er ólíku sam-
an að jafna, að sigla á íslenzkum fiskiskip-
um eða t. d. enskum skipum. Þau íslenzku sigla
til að afla vafasamra peninga og auk þess
ein og óvarin. Þau ensku aftur á móti í ,,con-
voy“, vopnuð og með vel vopnuðum fylgdar-
skipum og auk þess eru þau að bjarga sínu
föðurlandi.
En þetta var nú hliðarspor
Það, sem átti og á að gera í siglingamálun-
um er að fara fram á að skipin sigli saman að
Framh. á bls. 30.
15
VÍKINGUR