Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 20
er þakkað hve vel flotinn er nú vel útbúinn, en hann baðst lausnar sér til hvíldar frá störf- um. Sá, sem við tók, Husban E. Kimmel, er eins hrottalegur og Richardson var prúðmann- legur. — Hann var aðstoðarmaður Franklins Roosevelts, þegar forsetinn var aðstoðar flota- málaráðherra í heimsófriðnum, hefir haft stjórn beitiskipa á hendi og var hleypt fram fyrir marga sér eldri í samræmi við þann til- gang Knox flotamálaráðherra, að koma að yngri mönnum. Meðal aldur yfirmanna í Bandaríkjaflotanum er 9 árum hærr ien í hlið- stæðum tilfellum í brezka flotanum. Það er fátt, sem brezku og amerísku flota- stjórnirnar halda leyndu hvor fyrir annarri, en Bandaríkjaflotinn verður að fara ýmsar hliðargötur til að fullnægja fyllstu kröfum. Aftur á móti halda Bandaríkjamenn því fram að enginn floti í heimi sé eins vel búinn af flugvélum eins og þeirra. Þeir halda því enn- fremur fram að mannskapur þeirra á flugvéla- móðurskipum sé þrisvar sinnum viðbragðs- fljótari en í nokkrum öðrum flota. Flugflotinn sem hefir lagt sérstaka áherzlu á þjálfun í steypiflugi, hyggst að hafa ekki færri en 18 flugvélamóðurskip 1944 og 15,000 flugvélar. (Stytt úr ,,Fact Digest“.) Um sjómælingar 1941 Eins og nokkur undanfarin ár hefir v.s. Óð- inn í sumar starfað um tíma að sjómælingum við strendur Islands. Varðskipið hefir sjálf- virkandi dýptarmæli, og er það eins og gefur að skilja ómetanlegt hagræði við mælingarn- ar. Mælingarnar í sumar voru aðallega djúp- mælingar í Jökuldjúpi og á hinum svokölluðu „Köntum“, svo og SV af Reykjanesi, á svæð- inu um og milli Eldeyjarboða og Geirfugla- drangs. Enn fremur var mælt smávegis í Skagafirði fyrir austan og vestan Drangey í leit að grynn- ingum, sem kunnugir hafa talið að væru þar. Reyndist svo líka vera, því h. u. b. 1,5 sm., beint vestur af Kvíslaskerjum, er grunn með ekki yfir 14 metrum á. (Líklegast það sem í sjókortinu er merkt með 36 m.). Sömuleiðis er grunnsævi næstum mitt á milli Drangeyjar og Þórðarhöfða. Grunnsævi þetta er langt í N—S átt en mjög mjótt, og með í kring um 20—30 m. dýpi, þar sem grynnst er á því, en beggja megin dýpkar fljótt niður í yfir 100 m. Alls voru sigldar rúmar 800 sjómílur með dýptarmæli í gangi við þessar mælingar, eða VÍKINGÞR Svar við fyrirspurnum I tilefni af spurningum þeim, sem settar eru fram í 8. tbl. ,,Víkings“ og óskað er svars á, kom mér til hugar að stinga niður penna. Það, sem mjög vantar hjá okkur sjómönn- unum er lífrænt samband og vakandi hugur á áhuga- og hagsmunamálum stéttarinnar. Sú nýbreytni „Víkings“, að láta fara fram at- kvæðagreiðslu meðal lesenda um helstu dæg- urmálin fær vonandi góðar undirtektir og getur það orðið þeim, sem hafa framkvæmd málanna á hendi til mikils hægðarauka, er þeir vita í hvaða átt vilji sjómanna fer. Þessum fyrstu spurningum vil ég svara þannig: 1. Nei. Ég álít ekki ráðlegt að dufl séu skot- in niður hvar sem er, t. d. á fjörðum inni eða annars staðar á grunnu vatni við land, þar sem hætta getur verið á að duflin verði dreg- in upp með dragnót eða öðru veiðarfæri. 2. Já. Þar sem aðstæður leyfa að duflin séu þegar er þeirra verður vart. dregin til lands og gerð óvirk, er það að mínum dómi tvímæla- laust æskilegast. 3. Já. Alveg tvímælalaust má fullyrða, að heppilegast mun vera að hvert eitt einasta fiskiskip og strandferðaskip hafi riffla um borð til að eiga þess kost, að geta eyðilagt þau dufl sem sjást. Þetta á sérstaklega við á þeim tíma, sem nú fer í hönd, þar sem óðum styttist birtutím- inn og allra veðra er von. Þó bátur, sem verður var við tundurdufl og tilkynni það þegar með talstöðinni eða í öðru tilfelli ekki fyr en komið er að landi, liggur í hlutarins eðli, að duflið getur og er alloft kom- ið á allt annan stað, er skipið, sem eyðileggja á, það, er komið. Það er óneitanlega hálf kulda- legt, að verða að sigla fram hjá þessum ófögn- uði, án þess að geta grandað þeim og vita fé- laga sína skamt á eftir, ef til vill og láta þar með tilviljun ráða, hvort það verður þeim að fjörtjóni eður ei. Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta að sinni, en ef til vill gefst tækifæri síðar til þess að láta í ljós álit sjómanna hér vestra á því mikla vandamáli, sem tundurduflarekið óneitanlega er, og eins og fyr getur, krefst sérstaklega úr- lausnar á viðunandi hátt nú, áður en skamm- degið er komið. Guðm. Guðmundsson, Ísafírði. rúmlega 700 mílur út af Faxaflóa og Reykja- nesi, en 100 sm. í Skagafirði. í vetur er svo ætlunin að vinna úr þessum mælingum, svo að þær komist sem fyrst á sjókortin. P. V. 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.