Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Síða 7
HALLGR. JÓNSSON: Ný tilraunaþró Svíar hafa nýlega komið sér upp vatnsþró einni mikilli eða keri fyrir tilraunir með skips líkön, og er hún sú fyrsta þeirrar tegundar á Norðurlöndum í svo stórum stíl. Eins og kunn- ugt er, eru Svíar véla- og skipasmiðir miklir og er ,,Götaverken“ í Götaborg einna mikil- I. Þverskurður a£ vatnsþrónni með þaki. virkust af skipasmiðjum þeirra og smíðar mörg stór skip á ári hverju. Þó að Norður- landaþjóðirnar standi yfirleitt mjög framar- lega um véla og skipagerð, hefir minna verið gert þar að rannsóknum en efni stóðu til, sök- um skorts á góðum tækjum; hafa þau því orð- II. Vagninn, og undir honum sést skipslíkan, á vatninu. X' ið að styðjast við undirstöðurannsóknir stór- þjóðanna. Sænsk blöð telja því byggingu þessa fyrirtækis mikilvægan viðburð í tæknisögu landsins, og einkar nauðsynlega nú á þessum einangrunartímum. Tilraunaþró þessi er byggð við Chalmers Tekniska Högskola í Götaborg, og t\r sú þriðja stærsta í Evrópu. Tæki öll eru af nýj- ustu og fullkomnustu gerð, sem völ er á. Þróin með öllu tilheyrandi er stórmikið fyrirtæki og kostaði um 2 miljónir sænskra króna. Vatns- kerið sjálft er 260 m. á lengd, 10 m. breitt og 5 m. djúpt, gjört úr járnbentri steinsteypu og yfirbyggt með hvelfdu þaki, sbr. I. mynd. Rennibrautir eru á börmum kersins og eft- ir þeim er ekið vagni einum miklum, sem nær yfir kerið. Á vagninum eru hárfín mælitæki sjálfvirk, og í þau er skipslíkaninu fest þegar prófað er, sbr. II. mynd. Líkönin eru oftast gerð úr tré eða vaxi og eru um 6—7 m. löng. Sé nú vagninum ekið eftir brautinni, dregur hann líkanið með sér. Sé þetta gjört með mis- munandi hraða, finnst með því orkuþörf líkans- ins við þann hraða, og gefur það bendingu um hve vél skipsins þurfi að vera stór. Öldur eru og gjörðar á vatnið í kerinu og áhrif þeirra á skipslíkanið mæld. Þá eru og mismunandi skipsskrúfur prófaðar og nothæfi þeirra mælt. Allt þetta er nauðsynlegur liður í starfsemi III. Mœlitækin á vagninum. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.