Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 9
„Repulse" stæðu þeim báðum á sporði og gætu
með góðum árangri ráðist á þau.
En þá fékk þýzka flotamálastjórnin dirf-
skufulla hugmynd.
Herráðsfundur var haldinn í Berchtesgaden
18. maí, rétt um það bil, sem innrásin á Krít
var að komast í framkvæmd. Helztu menn
fundarins voru Hitler, stór-aðmíráll Raeder,
flotaforinginn Luetjens og Keitel hershöfð-
ingi. Flotastyrk Þjóðverja var þá þannig fyr-
ir lcomið: „Gneisenau“ og „Scharnhorst“ voru
í franskri höfn, 37,000 smálesta herskipið
„Bismarck“ lá í Þrándheimsfirði, tilbúið til
hemaðaraðgerða. Systurskip hans, hinn nýi
„Tirpitz“, var á reynzluferð í Eystrasalti.
Hitler vildi fyrst, að bæði „Bismarck" og
„Tirpitz" yrðu send út í Atlantshafsleiðang-
ur þar sem þau myndu áreiðanlega draga að
sér allan brezka flotann til eftirfarar. Luet-
jens flotaforingi lagðist gegn því, á þeim
grundvelli, að hann taldi að skipshöfnin á
„Tirpitz“ væri ekki ennþá nógu æfð í meðferð
skipsins.
Hann hélt því fram, að „Bismarck" einn
yrði nægileg ógnun, til þess að Bretar beittu
miklum flotastyrk að honum.
Raeder aðmíráll kom þá fram með hug-
mynd, sem hann hafði lengi búið yfir í leyni.
Eftir talsverðar umræður var hún samþykkt
af Luetjens flotaforingja. „Bismarck" átti, í
fylgd hins nýja 10,000 smál „Prince Eugen“,
að sigla langt norður á bóginn, sveima um-
hverfis Island og brjótast í gegn í Norður-
Atlantshafi. Þar áttu bæði skipin að ráðast á
stórar brezkar skipalestar og gera sem mestan
glundroða og eyðileggingu. Þegar því væri
lokið, áttu þau að halda í suðaustur. — Það
myndi verða til þess, að Bretar ályktuðu, að
þau væru á leið til hafnar í Frakklandi, og
flotadeildin við Gibraltar yrði send út til þess
að hindra þau í því.
Hin raunverulega ákvörðun um „Bismarck“
og „Prince Eugen“, var þó ekki að sigla í
franska höfn. Á heppilegu augnabliki áttu þau
að breyta um stefnu og halda til Azoreyja. —
Hið mikla og sterka skip „Bismarck“ átti að
sigla inn á höfnina í Horta og þýzkir sjóliðar
með leiftursnöggri árás, að hertaka borgina.
Floti af þýzkum birgðaskipum átti að leggja
af stað úr frönskum og spönskum höfnum,
hlaðin þungum og stórum strandar fallbyss-
um, átti samtímis að vera komin til Horta, og
þýzkur flugfloti átti að leggja af stað með
nægilegt af fallhlífarhermönnum til þess að
halda eyjunum, þar til hjálparstyrkur kæmi.
„Stuka“-sprengiflugvélar og „Messerschmitt“-
orustuflugvélar, með lendingarstöðum á Azor-
eyjum, áttu að sjá fyrir því, að brezkur flota-
styrkur kæmist ekki svo nálægt eyjunum, að
hægt væri að trufla aðgerðirnar.
Möguleikar þessarar æfintýralegu hug-
myndar voru vegnir fram og til baka. Luet-
jens flotaforingi hélt því fram, að undantek-
inni einstakri óheppni, þannig, að tundurskeyti
skyldi hitta skrúfur eða stýrisútbúnað „Bis-
marcks“, sem hann taldi, aðeins einn mögu-
leika af tuttugu, þá gæti hann ráðið niður-
lögum hvaða flotadeildar sem Bretar gætu
sent á móti honum og jafnvel, þó þær væru
tvær.
Eins og endalokin sýndu höfðu flotaforingj-
arnir rétt fyrir sér á ýmsum sviðum. „Bis-
marck“ barðist við hin miklu herskip „Hood“
og hið nýja og fullkomna orustuskip „Prince
of Wales“ og sökkti því fyrrnefnda. Hann
dró að sér Gibraltarflotann út í Atlantshafið.
Ásveldin gátu sent miklar hergagnabirgðar
yfir til Líbyu, og Frakklandi heppnaðist að
senda að minnsta kosti nokkurn hluta af inni-
frosnum hergögnum til Norður-Afríku.
En einnig hinn eini möguleiki af tuttugu,
sem Luetjens hafði sett fram gegn sjálfum
sér, varð að raunveruleika. Stýrisumbúnaður
og skrúfur „Bismarcks“ urðu fyrir tundur-
skeyti frá brezkum flugvélum, sem lamaði
hann stórkostlega, gerði undankomu ómögu-
lega, og að lokum leiddi til þess eftir ægilega
orustu, að honum var sökkt.
1 afleiðingum þessarar háfleygu hugmynd-
ar nazistastjórnarinnar, misstu Bretar eyjuna
Krít, og urðu fyrir mesta herskipatjóni styrj-
aldarinnar. Ásveldunum heppnaðist að styrkja
sókn sína að Suez-skurðinum frá Libyu að
miklum mun. En Bretum tókst að afstýra
mesta háskanum af því öllu, þeir eyðilögðu
möguleikann fyrir þýzkri kafbáta- og flug-
vélabækistöð á Azoreyjum. Jafnframt eltu
þeir uppi og sökktu fimm af birgðaskipunum,
er send voru til þess að aðstoða við hernám
eyjunnar.
Þýzka beitiskipið „Prince Eugen“ náði heilu
og höldnu í franska höfn.
Vegna þessa æfintýris ákvað portúgalska
stjórnin að senda auliinn herstyrk til Azoreyj-
anna, til þess að afstýra annari slíkri árásar-
tilraun, ef reynd skyldi verða eftir sömu leið-
um. Hefði „Bismarck“ tekizt að ljúka hlut-
verki sínu, hefði líflína Bretlands þvert yfir
Atlantshafið verið skorin í sundur.
(í 6. liefti „Víkings" er frásögn af sjálfri orustunni
ásamt nákvæmri skýringarmynd af allri ferð herskip-
anna.)
9
VÍKIN6UR