Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 5
skipum náði lágmarki á þessum árum. Fyrir sitt lága kaupverð fékk útgerðarmaðurinn vél- búnað sem var svo einfaldur og óbrotinn, sem frekast var unt. Nú eru allt önnur og ólík sjón- armið ráðandi. Afleiðing þessa ástands varð sú, að tækni- leg þróun eimvélarinnar torveldaðist. Umbæt- ur voru þó gerðar. T. d. var farið að nota stál í öxia, stengur og leg í stað járns. Þegar þrí- g'engisvélin kom á markaðinn upp úr 1890, og tók að útrýma tvígengisvélinni og eimþrýst- ingurinn var aukinn úr 6—7 kg. upp í 11—13 kg. á cm2, vanst við það um 10—15% á út- gjöldum til eldsneytis. Skref í sömu átt var fjórgengiseimvélin. Hún vann með 14,7 kg. þrýstingi, og sparaði kolin um 5—10%. En þær voru þungar og fyrirferðamiklar, og náðu ekki útbreiðslu nema í stórum langferðaskip- nm. En eftir því sem krafan um hraða þeirra skipa fór í vöxt, reyndist ókleyft bæði að smíða og nota þessar vélar. Það varð hlut- skipti eimturbinunnar að leysa þessar stóru stimpilvélar af hólmi. Brautryðjandinn á turbinusviðinu var Eng- lendingurinn Sir Charles Parson. Hann hóf smíði á eimturbinum nokkru fyrir alda- uiótin, og sýndi fram á kosti þeirra í skipum fram yfir bulluvélina. En þessir kostir nutu sm bezt í hraðskreiðum skipum með stórar vélar. ^Turbinusmíðið jókst hröðum skrefum eftir a ' bað tókst að smíða tannhjól svo vönduð, að yfirfæra mátti hinn mikla hraða turbinunnar í hægfara skrúfuás. í farmaskioum náði þó eim- turbinan aldrei teliandi útbreiðslu. Þetta hefir bó brevzt hin síðari ár. Mikill hluti hinna stóru farma=kipa og olíuflutningaskÍDa. sem n_ú eru smíðuð í Vesturheimi eru með H. Þ. eimturbinum, enda er hraði beirra frá 15—20 mílur á vöku. Aftur á móti hefir glateimstur- binan rutt sér til rúms í smáskipum á undan- förnum árum eins og getið verður hér á eftir. Merkasta umbotin á bulluvélinni í sparn- nðaráttina, var yfirhitunin. Við yfirhitunina minkar rakinn í eimnum við þenslu hans og ^egnum rás í strokkum og straumopum. En hann (rakinn) var meginorsök hins lága nota- &ildis bulluvélarinnar. úfirhitun var að vísu þekkt löngu fyr og margar mislukkaðar tilraunir höfðu verið fterðar til þess að nota hana. Um 1907 tókst dr. Schmidt frá Kassel að g'era yfirhitara, sem stóðst eimþrýstinginn í mum háa hita sem með þarf til þess að sparn- ^eur á eldsneyti komi fram sem um munar. essi yfirhitari var sérstaklega gerður fyrir atla af skotskri gerð; og með þeim þrýstingi sem nú er venjulega notaður eða um 15 kg. á cm2, sparar hann eldsneytið um 10—15%. í fyrstu reyndist efnið í vélunum ekki nógu traust, skyttuhólkar og bulluhringir stóðust ekki hitann. En smám saman tókst að yfir- vinna þá erfiðlejka, einkum með bættum smurningsháttum. Stál var haft í stað steypu- járns og eins í loka og eimleiðingar. Yfirhit- un er nú talin svo hagkvæm, að nálega hver einasta eimvél er búin þeim tækjum. Á stríðsárunum 1914—’18 kom aftur stöðv- un í framþróun bulluvélanna. En um 1925, þegar Dieselvélin tók að ógna bullu-eimvél- inni með algerðri útrýmingu úr skipunum, fóru fræðimenn í vélsmiðjunum á stúfana og komu bráðlega með gagnlegar nýjungar. Af hinni hörðu samkeppni leiddi nú, að vélsmiðirnir reyndu á allar lundir að endurbæta eimvélina. Komu nú fram vélar með eimlokum í stað eim- skyttu er stilla inn og útstreymi eimsins. Svo- kallað jafnstreymi er notað í einum eða fleiri strokkum, eða þá að eimurinn er endurhitaður á milli strokka, og þanmáttur hans með því aukinn. Kompound, eða há- og lág-þrýstivéla- samstæðan, sem kennd er við Woolf, og var uppgötvuð um 1880, hefir og verið endurvak- in. Hefir hún reynst fremur hagkvæm með hinum nýju endurbótum. Eru þá eimlokar hafðir í stað eimskytta. Biðhol milli strokka lagt niður, en í þess stað notað það, sem kalla mætti tví-streymi, Fellur eimurinn þá í tvo óháða strauma, undir og yfir bullarma. Verð- ur vélin með því stutt og eimgangar minni, þensla og hitafall. eimsins nýtist betur. Með þessum umbótum má nefna eftirfarandi gerð- ir: Lentz-vélina og Christiansen & Meyer vélina. Hefir sú fvrrnefnda náð allmikilli út- breiðölu á Norðurlöndum. Þýzkalandi og Hol- landi. Er ein vél af þeirri gerð í ísl. eimskip- inu Dettifoss. Hinn svo kallaði ..eimmótor", sem smíðað- ur er af A.-B. Fredriksstads Mek. Verksted, er tvöföld há- og lágþrýstijafnstraumsvél. Er sú vél talin mjög einföld og sparneytin. Hin áður nefnda sameining bulluvélarinnar og glateimsturbinunnar, hefir þó gefið beztan árangur um eldsneytissparnað. Eimur frá L. Þ. strokk bulluvélarinnar streymir þar inn í tur- binuna á leið sinni til eimsvalans, en hún notar þanmátt hans nálega til fullnustu. Mundi^ sá kraftur að öðrum kosti tapast algerlega í eim- svalanum. Eykst með þessu notagildi bullu- vélarinnar um allt að 20%. Glateimsturbinan hefir verið vélsmiðum og fræðimönnum mikið rannsóknarefni síðustu 10—15 árin og margskonar vélasamstæður reyndar. o VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.