Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Page 29
M.b. Hermóður frá Akranesi
íyrs+ur með Gray-diesel
SigurSur Hallbjarnarson útgerðarm. hef-
ir nýlega látið setja Gray-dieselvél í m.b. Her-
móð frá Akranesi og þannig innleitt í íslenzka
fiskibátaflotann hina léttustu, fyrirferðar-
minnstu og hraðgengustu, en jafnframt ein-
hverja fullkomnustu gerð dieselvéla, sem nú
þekkist.
Það hafa verið skiftar skoðanir um það
meðal hérlendra mampa, hvort hinar létt-
byggðu vélar ættu framtíð fyrir sér í íslenzk-
um fiskibátum.
Hafa birzt um þetta efni greinar m. a. í áð-
ur útkomnum blöðum af Víkingi, eins og menn
e. t. v. rekur minni til.
Nú er hinsvegar reynzlan ólýgnust, og það
er því ekki að ástæðulausu, að menn fylgjast
af áhuga með því, hvernig Gray-vélin reynist
í Hermóði.
3»
Hermóður er að stærð 18,87x4,96x1,82
metrar, mældur 33 tonn og var áður með 80
hestafla Skandia vél, er mun hafa verið um 6
tonn.
Hin nýja vél er 6 cylindra Gray-dieselvél, er
getur með hæfilegri skrúfu afkastað 165 hest-
öflum. Er hún 206 cm. löng, 71 cm. breið og
109 cm. á hæð. Þyngd aðeins 1330 kg.
Vélin er með öðrum orðum helmingi kraft-
meiri og nær fimm sinnum léttari en sú sem
fyrir var, eða um 10 sinnum kraftmeiri miðað
við þunga.
Vélin er með ábyggðu dráttargíri 4,4:1, er
gerir það að verkum, að skrúfan gengur rúm-
lega fjórfa’t hægar en vélin.
Með tilliti til þess, að óþarft þótti að nota
nema 130 hestöfl af vélarorku Gray-dieselsins
í ekki stærri bát en Hermóði, var skrúfan á-
VÍKINGUR