Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Page 19
ington Atlantshafið í vinsamlega umsjón Breta, en þegar Hitler sigraði Frakka og þeir eygðu möguleika fyrir ósigri Breta, vöknuðu þeir til meðvitundar um þá hættu, sem Banda- ríkjunum gæti stafað af því að þurfa að verja Atlantshafið og Kyrrahafið samtímis. Það varð til þess að þingið samþykkti hina miklu flotaaukningu, sem verður þó ekki að fullu framk/æmd fyrr en 1946. Annað verkefni er bygging risastórra her- skipa til höfuðs þeim, sem Japanir eru nú að byggja í leynd. Stærð Bandaríkjaherskipa takmarkast af stærð kvíanna í Panamaskurð- inum. Þegar flugvélamóðurskipin „Lexing- ton“ og ,,Saratoga“ fóru í gegnum skurðinn, skröpuðust síður skipanna við kvíaveggina og sópuðu burt ljóskerum sem þar voru fest. Nýjar kvíar við Gatum, Mira flores og San Miguel, eru nú í smíðum og verða þær tilbún- ar að tveim árum liðnum. En þar sem hinar nýju kvíar geta vel verið eyðilagðar í sprengju- árás eða af skemmdarstarfsemi, verða ný her- skip að takmarkast af stærð gömlu kvíanna svo hægt verði að nota þær í neyðar tilfellí. Merkileg staðreynd er það, að Mahan, sem skrifað hefir einhver beztu heimildarrit um sjóveldi og sem er brautryðjandi hinna bryn- vörðu herskipa, skyldi ekki vera nógu stór- huga í útreikningum sínum, þegar Panama- skurðurinn var byggður. Það var til að auka varnarmöguleika Panama, sem Bandaríkja- menn fengu Caribbean bækistöðvarnar hjá Bretum, og röð af flugvélum handa flotanum, er nú verið að koma upp á Floridaskaganum. Ef ske kynni að til styrjaldar drægi við ás- veldin, verða flotaforingjarnir Harold Reins- ford og Husband E. Kimmel að undirbúa verndun kaupskipa í Atlantshafi og sjóorust- ur við Japani í Kyrrahafi. Hið síðarnefnda verkefni er öllu meira. Vegna hinnar miklu fjarlægðar getur það orðið hættulegt að senda aðalflotann til að berjast við Japani á þeirra heimaslóðum. Aðalbækistöð BandaríkjaFot- ans er í Pearl Harbour 3,400 míliu fvá Yoko- hama, en það lengsta, sem hægc er að beita orustuflota á fullri ferð, eru 2000 n.ílur. Þjóðþingið féllst nýlega á það, að láta víg- girða Guameyjuna, sem liggur mikið nær Jap- an, en aðstaðan þar er ekki nægilega góð til að gera þar óvinnandi virki. Þegar athugaðir eru möguleikarnir í sjó- orustum milli Bandaríkjanna og Japana, er vert að athuga, að orustuskip Bandaríkjanna eru ekki eins hraðskreið, meðal hraði þeirra er um 21 míla. Aftur hafa þau stærri fallbyss- ur, eru betur brynvarin, og útbúin til lengri 19 „Hinn mikli hvíti fIoti“ í Magellansundi á ferð sinni umhverfis hnöttinn, undir stjórn Reer aðmíráls 1907— 1909. Sigldi 42.227 mílur og Jsýndi flaggið“ í 20 löndum. leiðangra án þess að valda skipverjum óþæg- indum um of. Þetta stafar af hnattstöðu Bandaríkjanna. Meðan brezka heimsveldið ræður yfir keðju af flotastöðvum um öll höf, svo brezku her- skipin þurfa ekki að leggja á sig nema smá- ferðir í einu, verða skip Bandaríkjanna að vera þess megnug að flytja með sér nægilegt af eldsneyti og skotfærum, vegna þess að þeir ráða yfir fáum bækistöðvum og sem laugt er á milli. Annar gæðamunur milli brezku og amer- ísku herskipanna er það, að Ameríkumenn nota kojur í staðinn fyri húðföt, og steypiböð í staðinn fyrir hina gamaldags brezku þvotta- bala, og þau hafa verið þurr skip alla tíð síð- an bannvinurinn Josephus Daniels flotamála- ráðherra gaf út fyrirskipun nr. 99, 1914 um að banna notkun áfengra drykkja í skipum flotans af heilbrigðislegum ástæðum. Engar hömlur eru þannig lagðar á sjómenn- ina í landleyfi. Þeir skoða sjóferðina sem hvíld frá „skorsteins kránum“, en það kalla þeir knæpur þær, sem skila þeim þannig að þeir þykjast góðir ef þeir komast upp gangbrettið án þess að velta í sjóinn. Eins og svo margir sjómenn, þá nota þeir sín eigin orð yfir ýmsa hluti. Þeir kalla her- skipin ,,orustutrog“ og pönnuköknr kalla þeir ,,frí-holt“. Kvenfólk hafa þeir ýms nöfn yfir. Venjulega kalla þeir stúlkurnar „mávana“ af því þeir elta skipin. Skipin eru alltaf kven- kennd, því þau eru svo mikið máluð, öll um- kringd af karlmönnum, og valda djöfulsins hávaða í hverri sennu. Meira en þriðjungur sjóliðanna eru sveita- menn innan úr miðju landi, og eftir að hafa íengið góða æfingu á æfingarstöðvunum við Stóru vötnin, reynast þeir ágætir sjómenn, vel menntaðir og skynsamir. Þangað til á þessu ári var stjórn flotans í höndum J. O. Richardson aðmíráls. Honum VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.