Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 12
JÓN STEINQRÍMSSÖN: Draugaskip Fegursta tímabili siglinganna er nú nær lokið. Langferðaseglskipin sjást ekki lengur á höfunum. Hvítir vængir þeirra hvílast langri og verðskuldaðri hvíld eftir langa en vonlausa baráttu við tækni nýja tímans. Þau fáu sem eftir eru, gefa manni þó hugmynd um glæsi- leik þeirra, er þau voru upp á sitt bezta. Minn- ing þeirra lifir samt í ,,shanty“-unum og söngv- um frá hafinu. ,,Klipper“-skipunum er lýst hátt og lágt í ótal bókum, blaðagreinum og sögum og lista- menn hafa spreitt sig á að túlka fegurð þeirra á léreftir, svo flestir kannast við þau. Aftur á móti var fjöldinn allur af gömlum skipum lítt kunn, þau sigldu meðan sjófær voru, án þess að vekja á sér nokkra eftirtekt, en sum þeirra urðu fræg eftir að höfuðskepnurnar urðu þeim yfirsterkari og greiddu þeim banahö-ggið. Ég ætla í kaflanum hér á eftir að segja frá nokkr- um af þessum flækingum úthafanna. Alltaf eru hætturnar að aukast á höfunum eftir því sem styrjöldin varir lengur. En aldrei hafa þó siglingaleiðir verið öruggar. Sjómenn um aldamótin höfðu margt að varast og oft voru það þá yfirgefin tréseglskip með timbur- farma, sem hélt þeim uppi óákveðinn tíma, sem mesta hættan stafaði af 1 lok nítjándu aldar var töluvert um timburflutninga frá Canada til Evrópu Þessir flutningar voru með- al þeirra fáu, sem seglskip þurftu oft að flýja til, þegar þau voru orðin svo illa sjófær, að þau stóðust ekki Atlantshafs-storma. Milli Norður- og Suður-Ameríku voru líka timburflutningar og í þeim voru skonnortur, en fellibylja-beltið við Vestur-Indíur varð þeim oft ofraun. Tala gufuskipa sem fórust úti á hafi var svo margfalt minni en tala seglskipa sem fórust. Þau sukku venjulega strax til botns, stálskip með þungum vélum og ef þurfti að flýta fyr- ir, var ekki annað en að opna botnhanana. En það var öðru máli að gegna með seglskipin. Þótt skipshafnir, sem urðu að yfirgefa þau, hafi átt að kveikja í þeim, voru þær varúðar- ráðstafanir ekki alltaf fullnægjandi, svo flök- VÍKINf’UR in rak kannske árum saman. Það er erfitt að koma auga á yfirgefið seglskip full lestað af timbri að degi til, sem marar í sjóskorpunni gegnsósa af sjó, hvað þá heldur á nóttunni — því ekki eru þau með ljósum. Svona skip voru eitthvað það hættulegasta fyrir sjómenn að hitta á hafinu, miklu hættulegri en ísjakar, því þeir gera þó vart við sig í dálítilli fjar- lægð með minnkandi hita, lykt eða ,,glampa“. Frægast af yfirgefnum skipum má ábyggi- lega telja „Marie Celeste“, sem fannst á reki mannlaust um 1880. Sá atburður er einhver sá undarlegasti, sem komið hefir fyrir á sjónum og öllum hulin ráðgáta. Svipuð saga að mörgu leyti er um briggskipið ,,Resolven“. Þetta var frekar lítið skip og var að safna í sig fiski frá fiskiskonnortum á „the Grand Banks“. Menn frá H. M. S. „Mallard“ fundu það yfirgefið með logandi siglingaljósum og lifandi í elda- vélinni. í káetunni var poki með gullpening- um reiðubúinn til þess að borga fiskimönnun- um fyrir veiðina. Það var enginn sem komst nokkurn tíma að því, hvað varð um skipshöfn- ina. Það var augsýnilega yfirgefið í flýti, en hvers vegna og hvað varð af skipsbátunum? Það mátti ráða af eldinum í eldavélinni að mennirnir voru alveg ný farnir, samt varð „Mallard" þeirra hvergi vart, þótt það sigldi aftur og fram í margar klukkustundir og held- ur engin merki þess hvers vegna þeir flýttu sér svona burtu. Undarlegra var það samt, sem kom fyrir ameríska seglskipið „Ellen Austin“. Árið 1881 fundu þeir litla yfirgefna skonnortu. Allt var í bezta lagi og virtist benda á það, að nú mundi rætast draumur margra sjó- manna fyrir „Ellen Austin“ — há björgunar- laun fyrir að koma skipinu í höfn. „Ellen Austin“ var vel mönnuð svo þeir sendu nokkra menn um borð í skipið og áttu þeir að stýra því samskipa til næstu amerískr- ar hafnar. Skipin fengu talsverðan kalda á leiðinni, sem stíaði þeim sundur í bili og þeg- ar þau mættust aftur var skipið, sem átti að bjarga, yfirgefið á ný. Þó þetta væru vanir 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.