Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 3
ar þekkingar, sem hagfræðin hefir aflað sér
á orsökum fyrirbrigðanna og afleiðingum,
leifast hún einnig við að segja til um, hvað
muni eiga sér stað, ef þessi eða hin ráðstöf-
unin yrði gerð eða látin ógerð, og hvað sé
hægt að gera, ef tilætlunin sé að ná þessu eða
hinu markmiðinu. En — og það er kjarni
þess máls, sem hér er um að ræða, — sem
vísindagrein getur hagfræðin ekkert um það
sagt, hvort keppa e i g i að þessu eða hinu
markmiðinu. Engin vísindagrein getur svarað
spurningum um það, að hvaða markmiðum
skuli keppa. Séu slík svör gefin í nafni ,,vís-
inda“, er nafn vísindanna misnotað.
Og nú er rétt að athuga nánar spurning-
arnar, sem ég sagði í upphafi, að ég hefði oft
verið spurður: „Hvað viljið þið hagfræðing-
arnir eiginlega láta hafast að í þessum dýrtíð-
armálum?“, „Hvað á nú að gera samkvæmt
kenningum hagfræðivísindanna?“ og „Er
ekki vitleysa að láta stjórnmálamennina ráða
því, hvað gert er í dýrtíðarmálunum, — á
þetta allt saman ekki að byggjast á vísinda-
legum, hagfræðilegum útreikningum?“
Svarið við fyrstu tveim spurningunum get-
ur ekki orðið annað en þetta: „Sem vísinda-
grein getur hagfræðin ekki svarað því al-
mennt, hvað á að gera, þegar dýrtíð ber að
höndum“. Hvað á að gera, fer auðvitað eftir
því, hvort menn óska að vinna gegn dýrtíð-
inni eða ekki, því að óski menn þess ekki, á
auðvitað ekkert að gera. En nú segir kannske
einhver, að það eigi alltaf að vinna gegn dýr-
tíð. Þrátt fyrir það, er það engan veginn svo
að dýrtíð komi alltaf óboðin, og menn óski að
vinna gegn henni. Ægilegasta dýrtíð, sem saga
seinni tíma getur um, er dýrtíðin í Þýzka-
landi eftir heimsstyriöldina síðustu, þegar
pappírspeningarnir urðu beinlínis verðlausir.
Sú dýrtíð var ekki óboðinn gestur, sem reynt
væri að varna inngöngu, — þar var um vís-
vitandi aðgerð að ræða, til þess að eyða ríkis-
skuldum Þýzkalands. Þýzka ríkið prcntaði
ógrynni seðla og gi’eiddi með þeim skuldir sín-
ar, þótt það hafi verið algerlega ljóst, að af-
leiðingin yrði ægileg dýrtíð. En þýzka ríkið
varð skuldlaust, það hafði velt skuldabyrðinni
yfir á borgarana, og hefir þetta atriði, að
þýzka ríkið hafði á þennan hátt losað sig við
stríðsskuldirnar, tvímælalaust haft mikla þýð-
ingu fyrir það, er vígbúnaðarkapphlaupið
hófst á ný. Það er ennfremur alkunna, að
ýmsar styrjaldarþjóðanna greiddu styrjaldar-
kostnaðinn í síðustu heimsstyrjöld að nokkru
með aukinni seðlaútgáfu, þótt vitanlegt væri,
að það hefði í för með sér dýrtíð. Þá óskuðu
ríkisstjórnirnar ekki eftir að vmna gegn dýr-
tíðinni, heldur óskuðu beinlínis eftir dýrtíð,
til þess að þjóðin minnkaði neyzlu sína og
meiri hluta þjóðarteknanna væri hægt að
verja til styrjaldarþarfa. Þá var því ekki ósk-
að að vinna gegn dýrtíð, og þá átti auðvitað
ekkert að gera, sem að því miðaði.
Á þessu sést, að ógerningur er að gefa við
því algilt svar, hvort vinna beri gegn dýrtíð
eða ekki, — hagfræðivísindin sem slík geta
ekkert um það sagt, því að það fer eftir því,
hvaða markmiðum menn vilja ná að öðru
leyti. Og jafnvel þótt allir væru sammála um,
að vinna bæri gegn dýrtíð, geta hagfræðing-
arnir heldur ekki umsvifalaust sagt, hvað eigi
að gera. Það má vinna gegn dýrtíð á margan
hátt. Til þess, að það sé hægt, verða einhverj-
ir að færna fórnir. Það má vimia gegn dýrtíð
mcð því að láta verkamenn eina færa fórnir,
bændur eina, iðnaðarmenn, útgerðarmenn,
kaupmenn, húseigendur o. s. frv., og það má
gera það með því að láta alla færa fórnir.
Það er ómögulegt að skera vísindalega úr því,
hvaða stétt manna eigi að færa þær fórnir,
sem nauðsynlegar eru, — það er ekki hlut-
verk hagfræðingsins sem vísindamanns, að
fella slíkan úrskurð, hann hefir einungis rann-
sakað fyrirbrigði atvinnulífsins, orsakir þeirra
og afleiðingar og þekkir lögmál þau, er þar
ráða, en það veitir að honum að sjálfsögðu
ekkert dómsvald um það, hvort þessi stétt
eða hin eigi að bera byrðarnar. Það er ekki
hægt að fella úrskurð um það út frá öðru
sjónarmiði en því, hvað álitið er ráttmætt og
sanngjarnt, en um það getur sitt sýnst hverj-
um. Sumir kunna að telja réttlátast, að byrð-
unum sé skipt algerlega jafnt eftir höfðatölu,
aðrir hlutfallslega jafnt eftir tekjum, aðrir
hlutfallslega jafnt eftir eignum, enn aðrir
lcunna að telja, að einhver sérstök stétt, t. d.
útgerðarmenn eða húseigendur eigi að bera
þyngri byrðar en aðrar stéttir, enn aðrir, að
sjómenn eigi að taka meira á sig en verka-
menn o. s. frv. Með öðrum orðum: Hvað á að
gera til þess að vinna bug á dýrtíð, er að veru-
legu leyti komið undir því, hvernig þeim byrð-
um, sem það hefir í för með sér, á að skipta
niður á borgara og stéttir þjóðfélagsins. En
hvað menn álíta um það, hlýtur að mestu
leyti að fara eftir því, hvaða stjórnmálaskoð-
un menn hafa. Til hvaða ráðstafana á að
grípa til þess að vinna gegn dýrtíð, er m. ö.
o. fyrst og fremst komið undir því, hvaða
stjórnmálastefnu á að fylgja. Hagfræðingur-
inn sem slíkur hefir ekkert til málanna að
leggja um það, hvaða stjórnmálastefnu b e r i
VÍKINGUR
3