Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Síða 8
GRÍMUR RORKELSSON: Fljótar sjóferðir Um það bil 95 ár eru nú liðin síðan hin stóru tré-byggðu amerísku hraðsigldu seglskip (clipper-skip) hófu göngu sína um höfin. Um 15—20 ára skeið réðu þau algerlega á heims- höfunum. Á eftir þeim komu hinir bresku járnbyggðu hraðsiglarar, sem ríktu í önnur 15 ár. En þá voru dagar hinna hraðskreiðu rá- siglara líka taldir; hin nýju skip urðu sífellt breiðari og tregari til gangs. Seglskipin höfðu háð harða orustu við gufuskipin og seglskipin höfðu beðið ósigur. Afleiðingin var sú, að síð- ari tíma rásiglarar voru ekki byggðir til gangs eða með mikinn hraða fyrir augum, en áhersla var lögð á stórt lestarrúm, mikið burðarmagn, og fáliðaða skipshöfn. Seglskipunum tókst að halda velli enn um sinn með tilliti til þunga vöruflutninga, en að síðustu náðu gufu- og mótorskip þar einnig yfirhönd, og seglskipin liðu næstum undir lok. Fáeinar eftirlegukind- ur þessara skipa höfðu enn ofan af fyrir sér með kornflutningum frá Ástralíu til Englands. Þessi skip urðu að sigla til Ástralíu með ein- tóma kjölfestu. Þegar núverandi styrjöld braust út, var aðeins um hálf tylft þessara skipa við líði og í förum. Hið síðasta al-riggaða skip, sem var í för- um ,fyrir utan skólaskip og jaktir) var Grace Harwar, byggð í Skotlandi 1889 og rifin ár- ið 1935. Þetta var stálskip 1.816 tonn, 267 fet á lengd, 39 fet á breidd og 23,5 feta dýpt. Það er mjög athyglisvert, að gjöra samanburð Herzogin Cecile komst 1931 í 20% mílur á klst á siglingu. á þessu skipi og hinum stóra hraðsiglara Sovereign of the Sea, sem var smíðaður í East- Boston Massachusetts árið 1852. Svo einkenni- lega vill til, að bæði skipin höfðu sama burð- armagn, enda þótt Sovereign væri skráður 2.421 smálest, bæði skipin voru jafn djúp. Sovereign var níu fetum styttri en fimm fet- um var hann breiðari en Harwar, þar sem hann var breiðastur. Sovereign of the Seas var geysilega hásigldur og að öllu leyti útbúinn sem fyrsta flokks hraðsiglari. Grace Harwar lar aftur á móti með lága reisu á borð við venjulega rásiglara. Skipshöfnin á Sovereign var 105 að tölu ungir og gamlir, minna dugði ekki vegna hinnar háreistu siglingar og segla- fjölda. Aftur á móti var skipsliöfnin á Grace I-Iarwar að eins 19 talsins, mest unglingar. í hópi hinna síðari tíma rásiglara var Grace Harwar með þeim gangtregustu, en þó varð hún síðust að eins einu sinni af átta kappsigl- ingaferðum með korn, sem hún tók þátt í á árunum 1921 til 1935 og í síðustu ferðinni varð hún sú fjórða í röðinni af nítján með 98 daga útivist frá Suður-Ástralíu til Falmouth í Englandi. Að vísu væri ekki hægt að státa af þessu ef hraðsiglari ætti hlut að máli, en betta var furðulega fljót ferð hjá 46 ára gömlu skipi, sem þegar hafði verið dæmt til niður- rifs. 1 meir en áratug fór hinn frægi enski ull- ar og te hraðsiglari „Cutty Sark“ milli Ástra- líu og Englands á skemmri tíma en áttatíu dögum. Hraðametið á hinni 14.000 mílna löngu leið milli Englands og Ástralíu á hraðsiglarinn James Bains 2.515 tonn að stærð, bvggður 1854 og hinn litli breski hraðsiglari Thermop- ylae, byggður 1868, 991 tonn a ðstærð; bæði skipin fóru þessa leið á 63 dögum, hið fyr- nefnda frá London til Melbourne árið 1855 og hið síðarnefnda frá London til Melbourne 1869 og 1871 í bæði skiftin tók' Thermonylae ástralska hafnsögumanninn um borð eftir 60 daga útivist. Bæði þessi seglskip voru seglskip sem voru b.vggð með hraða fyrir augum. Enn í dag eru til sjómenn á lífi, sem muna eftir Thermopylae og álíta hana hraðskreiðasta seglskip, sem til hefir verið. VÍKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.