Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 10
annálum seglskipanna. Það var þýzkt að þjóð- erni og í saltpétursflutningum milli Hamborg- ar og vesturstrandar Suður-Ameríku, en á þeirri leið þarf sífellt að berjast við vestan- hvassviðrin við Kap-Horn. Árið 1908 var þetta skip látið fara með olíu-farm frá New-York til Yokohama í Japan. Seglskipaleiðin milli New-York og Hong Kong er um 1000 mílum styttri, en metið á þeirri leið átti Oriental, sem var 81 dag á leiðinni árið 1850. Þetta l.itla skip, aðeins 1.000 tonn og 185 fet á lengd, fór að meðaltali 200 mílur á dag, alla leiðina, en lengst fór það 302 mílur á einum degi, á 12 dögum fór það 3.119 mílur. Preussen, sem var þrautlestað, fór áðurnefnda ferð sína frá höfn til hafnar á 112 dögum, en í vestanveðrunum við Kap-Horn komst fyrst verulegur skriður á. Þá fór skipið 341 mílu á einum degi og á ell- efu dögum fór það 3.019 mílur, næstum 275 mílur a dag. Metið frá New York að miðjarðarlínu á skipið Great Republic, sem fór þá leið á 5 dög- um og 19 tímum. Preussen fór miklu lengri leið, úr Ermarsundi og að miðjarðarlínu á 13 dögum og 8 tímum. Þá var ferðinni heitið til Suður-Ameríku, í þessari ferð fór Preussen 368 mílur á einum degi, þar af 67 mílur á 4 tímum. Þá er vert að nefna Potosi, sem var í sams- konar ferðum og Preussen, þetta var 5 mastr- aður Barkur 6000 tonn að stærð, byggður 1895. Stórmastrið var 210 feta hátt, og allur reiði þannig úr garði gerður, að hægt var að láta mikið af seglum standa í hinum verstu veðrum. Lengsta vegalengd sem þessi gríðar- stóri Barkur sigldi á einum degi, var 378 míl- ur, og er það 4 mílur meira en það bezta, sem liggur eftir Flying Cloud, sem var einn hinn frægasti af öllum hraðsiglurum. Hraðamet fyrir siglingu á einum sólarhring fyr og síðar tilheyrir skipinu Lightning, sem fór 436 míl- Sovereign of the Seas, hafði 105 manna áhöfn. VfKINGUE ur á einum sólarhrjng í jómfrúferð sinni frá Boston til Liverpool. Og hið mikla Línu-skip Queen-Mary, sem hlotið hefir bláabanaið í Norður-Atlantsferðum, leikur sér að 700 míl- um á sólarhring. Jafnvel nú á síðari árum hafa sjómennirn- ir komist fram úr fyrri metum. Árið 1938 í mánuðunum október og Nóvember, sigldi Pri- wall hlaðinn koksi frá 50° suðurbr. í Atlants- hafi til 50° suðurbr. í Kyrrahafi fyrir Kap- Horn á 5 dögum og 14 tímum. Skipið var á leið frá Hamborg til Valpariso. Rétt fyrir aldamótin eignuðust kanada- menn tvö ágæt barkskip, skipin hétu Owee- nee og Muskotsa, byggð árið 18'91 um 2.400 tonn að stærð, bæði skipin voru ákaflega há- sigld. Oweenee fór til Suður-Ástralíu frá Sprawle Point í enska kanalnum á 66 dögum. Árið 1913 var hún 73 daga á leiðinni frá Dubl- in til Sidney. Systurskip hennar var þó jafnvel fljótari í ferðum. Muskotsa fór með steinolíu- farm frá New York til Nagasaki í Japan á 114 dögum og er það gott þegar litið er á ferð Preussens. Árið 1898 var hún þó tiltölulega fljótari, þá fór hún með kol frá Englandi til Hong Kong á 85 dögum. í kornflutningunum milli San Francisko og Englands var fljótasta ferð hennar, 96 dagar árið 1902. Síðasta skipið sem fór þessa leið var Abra- ham Rydberg á 125 dögum til Dublin. Árin 1934—’35 var höfundur þessarar greinar háseti á hinu 334 feta langa vöru- flutningaseglskipi Herzogin Cecile, sem venjulega var kölluð drottning flotans, þar til hún fórst. Þetta skip, sem var hleypt af stokk- unum 1902 var byggt rennilegar og meira til gargs en tíðkaðist á síðari tíma skipum, með- fram vegna þess, að um leið og henni var ætl- að að vera verzlunar og flutningaskip, þá var henni jafnframt ætlað það hlutverk að vera skólaskip. Þegar búið var að tjalda öllum seglum á þessu skipi, þá var samanlagt flatar- mál þeirra um 56.000 ferhyrningsfet. Stór- mastrið var um 200 feta hátt frá kili talið. Samanburður á siglingaafrekum nokkurra seglskipa: Lengsta vegalengd á sólarhring. HraSsiglarar (Clippers) : Mílur Lightning- ............................... 436 (Met) Flying Cloud ............................. 374 Cutty Sark ............................... 363 Vöruflutningaseglskip (Windjammer) : Potosi ................................... 378 Preussen ................................. 368 Herzogin Cecile .......................... 365 (1930) (Framh. á bls. 23) 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.