Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 18
ein ísbreiða framundan, og töldum við að ís- inn myndi landfastur við Horn, og því ekki árennilegt að halda lengra vestur. Síðar frétt- um við, að þetta hafi þó ekki verið landfastur ís, heldur aðeins krapi og íshroði, enda hafði „Akureyrin“, sem úti var í þessum sama garði komizt gegnum ísinn alla leið vestur fyrir Horn, en þó við illan leik, enda farið of djúpt. Snerum við nú við og sigldum austur flóann og höfðum stefnu á Skaga, utarlega. Veður- ofsinn var gífurlegur, með stórhríð og hörku frosti. Á fimmtudagsmorguninn kl. um 11 rifnaði klýfirinn og dró það mjög úr ferð skipsins. Fór ég þá fram á bugspjótið og reyndi að koma upp nýjum klýfir, en ekki var sú ferð árennileg, þó tókst mér að koma upp klýfirnum, svo að við gætum siglt áfram. En eftir svo sem tveggja stunda siglingu bilaði klýfirinn aftur og var þá ekki lengur hægt að halda réttri stefnu, en þó vonuðum við að geta náð Skagaströnd. Um kl. 9 um kvöldið komum við auga á hákarlaskip ekki langt frá okkur og reyndist það vera ,,Pólstjarnan“ og sigldi hún inn flóa og hafði stefnu á Vatnsnes. Varð nú ágreiningur um borð hjá okkur hvort við værum á réttri leið. Vildu sumir breyta um stefnu og halda í sömu átt og „Pól- stjarnan", en ég vildi halda austur eins og áður og freista þess að ná til Skagastrandar. Guðni skipstjóri vildi breyta stefnunni og voru flestir á hans máli. Var nú slegið undan og siglt í 2 klst. til SV í stefnu á Vatnsnes. Þegar við höfðum siglt þannig um hríð, sá ég að ekki myndi okkur duga að halda þannig áfram. Krafðist ég þess af skipstjóra, að enn yrði breytt um stefnu og haldið austur, ella myndum við allir gista um nóttina á Þing- eyrarsandi. Var nú enn breytt um stefnu og haldið austur sem næst vindi. Var siglt þannig um nóttina með hægri ferð. Svo myrk var hríðin að vart sást út fyrir borðstokkinn, og frostið svo mikið, að við höfðum varla við að berja klakann af skipinu og bönd öll voru sem ísfestar. Næsta morgun rofaði örlítið til og sá- um við þá grisja í land, en vissum þó ekki gerla hvar við vorum, en hugðum það helzt vera Þingeyrarsand. Reyndum við nú að kom- ast sem lengst frá landi og sigldum út flóann þar til við sá_um Vatnsnes, sigldum við þá austur aftur, þar til við sáum land austan Húnóss. Færðumst við alltaf nær og nær landi þar sem við urðum alltaf að kúívenda í stað þess að stagvenda. Var nú svo komið að þýðingarlaust var að sigla lengur, vildu sumir reyna að leggja skipinu, en aðrir vildu sigla því upp í sandinn, enda var nú kominn að því leki, svo að dæla varð í sífellu. Var nú það ráð tekið að sigla skipinu upp á næsta háflæði. Guðni skipstjóri vildi fyrst að allir færu undir þiljur, en úr því varð þó ekki. Hann stýrði sjálfur í land, ég stóð í afturvantinum, en Jósúa frá Vatnsenda stóð fram á, en aðrir voru hingað og þangað um skipið. Sigldum við nú inn brimgarðinn og gekk það svo vel, að enginn dropi kom inn á þilfarið. A.llt í einu tók skipið niðri, og fór þá undan því dragkjölurinn, en um leið lagð- ist það á hliðina, og sjór tók að ganga yfir það jafnt og þétt og fóru þá flestir undir þilj- ur. Eftir skamma stund tók að falla út og leið þá ekki á löngu að við gætum gengið þurrum fótum í land úr skipinu og bjargað farangri okkar. Veður var enn hið versta svo að ekki sást út úr augunum og ekkert afdrep þarna á sandinum. Vildu nú sumir halda til Blönduóss, en aðr- ir og þar á meðal ég, vildu freista að ná til Þingeyra, var sú leið sem næst ein dönsk míla, en yfir svell og sanda að fara, og því engan veginn árennilegt fyrir ókunnuga að rata í blindhríðarbyl yfir slíkar vegleysur. Tókum við nú stefnu á Þingeyrar og gekk ég oftast á undan og réð stefnunni. Eftir svo sem 7—8 klst. göngu sá ég grilla í vörðu, að mér sýnd- ist, en við nánari athugun reyndist þetta vera kirkjuturninn á Þingeyrarkirkju, og mátti þá minnstu muna að við værum komnir af réttri leið, og tel ég, að hefðum við ekki komið auga á kirkjuturninn á þessu augnabliki hefðum við villst fram hiá Þingeyrum og lent út á Hópið og þá sennilega allir orðið úti. Á Þingeyrum var okkur vel fagnað af bónd- anum þar, Jóni Ásgeirssyni, og heimilisfólki hans og hlutum þar hinn bezta beina, og dvöldum þar í góðu vfirlæti. S.ióréttur út af strandinu var haldinn á Þingeyrum þann 26. apríl af Lárusi sýslumanni Blöndal, að Korns- á. Um afdrif ,,Sailors“ er það að segja, að hann liðaðist í sundur á Þingeyrarsandi, en öllu lauslegu varð bjargað úr honum. Dvöld- um við Guðni skipstjóri í hálfan mánuð á Þingeyrum og unnum að björguninni. Háset- arnir á ,,Sailor“ fóru heim með ,,Æskunni“ skömmu eftir strandið, en Guðni fór heim með „Skildi“ en ég með ,,Voninni“, þegar björgun var lokið. Af skipum þeim, er harðast urðu úti í sum- armálagarðinum má fyrst og fremst nefna „Akureyrina“, en hún mun hafa lent í mest- um hrakningum. Hún komst ein skipa vestur fyrir Horn við illan leik og hafði langa og stranga útivist, svo að hún var af flestum tal- VIKINGUR 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.