Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 23
í skýrslu Hagtíðinda um skipastól landsins í árslok 1941, eru talin 419 skip yfir 12 smál., en 181 undir 12 smál. í skipaflota landsins voru því samtals 600 skip, sem voru 41.233 smálestir brúttó og 19.789 smál. nettó. Af 65 gufuskipum — samtals 25.880 smál. br. — eru 50 milli 100 og 499 smál., sjö eru 1000'—1999 smál., sex 50—99 smál. og tvö frá 500—999 smál. Mótorskipin yfir 12 smál. eru 352 að tölu og flest — 236 — eru innan við 30 smál. að stærð, sextíu eru 30—49 smál., en að eins eitt (Esja) er yfir 1 þús. smálestir. Allur þorri þessara 600 skipa, eða samtals 578, eru fiskiskip, annars skiptast þau þannig. eftir notlcun þeirra: 33 botnvörpungar, 545 önnur fiskiskip, 9 farþegaskip, 8 vöruflutningaskip, 3 varðsldp, 1 björgunarskip og 1 dráttarskip. Af farþegaskipum eru sex guf uskip: Brúar- foss, Dettifoss, Goðafoss, Gullfoss, Lagarfoss og Súðin, en þrjú eru mótorskip: Esja, Fagra- nes og Laxfoss. Vöruflutningaskipin eru: Sel- foss, Hermóður, Fjallfoss og Katla (gufu- skip) og Arctic, Skeljungur, Skaftfellingur og Baldur frá Stykkishólmi (mótorskip). Varð- skipin eru: Þór (gufuskip), Ægir og Óðinn (mótorskip). Björgunarskipið er Sæbjörg og dráttarskipið er Magni, eign Reykjavíkur- hafnar. Frá næsta hausti á undan hefir skipum fækkað um 2, en lestatalan lækkað um 2,243 lestir. Hinsvegar hefir gufuskipunum fækkað um 13 og lestatala þeirra lækkað um 3.502 lestir. Reyndar hefir 1 gufuskip bætzt við, sem var keypt í útlöndum (Snæfell), en aftur á móti hafa 14 fallið í burtu. Eitt þeirra er selt til útlanda (Sæfell), 5 hafa farizt (Gullfoss, Pétursey, Reykjaborg, Hvassafell og Hekla), en 8 hefir verið breytt í mótorskip, og hefir eitt þeirra farizt (Jarlinn). Þó að mótorskip unum hafi fjölgað, hafa líka mörg þeirra fallið burt á árinu. Ellefu þeirra hafa strand- að eða farizt á annan hátt, en 2 verið rifin. ★ Á árinu sem leið fórust 5 vélbátar og með þeim samtals 20 menn, 2 línuveiðarar og með þeim 21 maður, 3 botnvörpungar, Gullfoss, með 19 mönnum, Reykjaborg með 13 mönn- um og Sviði með 25 mönnum, eða samtals 57 Til loftskeytamanna: Nokkrir loftskeytamenn hafa snúið sér til F.F.S.Í. með umkvörtun yfir því, að radiovit- inn á Dyrhólaey, sendi ekki svo vel og reglu- lega sem ætlast er til. P’.F.S.Í. hefir snúið sér til Vitamálastjóra viðvíkjandi þessu og lofaði hann að láta strax aðgæta þetta. Að öðru leyti sagði hann, að þar sem senditæki vitans væru frá Þýzkalandi og þaðan fengjust nú engir varahlutir lengur, væri ekki hægt að endurbæta slit á lömpum og öðru svo vel sem þörf væri á. Annars bað hann þess, að ef menn yrðu varir við óreglu á útsendingu vitans, að skrifa niður klukku- stund og dagsetningu þegar hún ætti sér stað og koma svo umkvörtuninni, sem allra fyrst á framfæri, er komið væri í land. F. F. S. í. (Framh. af bls. 10) Frá Englandi til Ástralíu. HraSsiglarar (Clippel's) : Dagar James Baines ............................. 63 Hurmopylae .............................. 63 Vöruflutningaseglskip (Windjammer) : Padua .................................... 67 Priwall .................................. 67 (1933) Frá Ástralíu til Englands. Lightning. Hraðsiglari (Clipper) ......... 63 (Met) Vöruflutningaseglskip (Windjammer) : Swanhilda ................................ 66 Parma .................................... g3 (1933) Hraðamet. Hratisiglarar (Clippei's) : James Baines ....................... 21 sjóm. Met Vöruflutningaseglskip (Windjamers) : Herzogin Cecile ............... 20% sjóm. (1931) (Þýtt úr ,,The Motor Boating“). mönnum. Ennfremur eimskipið Hekla með 14 mönnum. Á ofangreindum skipum hafa því farizt 112 sjómenn. Auk þessa hafa svo 26 íslenzkir sjómenn farizt af ýmsum öðrum skipum, innlendum og erlendum, og margir þeirra af völdum stríðs- ins. Á þessu ári hafa því samtals 138 íslenzkir sjómenn látið lífið við störf sín og stór hluti þeirra af völdum stríðsins. Á sama tíma hefir 291 útlendum sjómönn- um verið bjargað hér við land. 23 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.