Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Page 2
Dettiföss ferstaf hernaðarvöldum Þann 24. febrúar s. 1. barst sú harmafregn til landsins, að eimskipið Dettifoss hefði farizt af völdum hernaðarins, og væri 12 skipverja og þriggja farþega skipsins saknað, og ókunnugt væri um afdrif þeirra. Þegar Goðafossi var sökkt, innan íslenzkrar landhelgi, er hann átti örskammt ófarið í höfn eftir langa útivist, sló óhug á alla þjóðina. Marg- ir voru teknir að vona, að svo mjög væri nú liðið á styrjöldina, að óhætt myndi að gera sér vonir um, að fleiri skipum fslendinga yi-ði ekki sökkt í átökum styrjaldarinnar, en þegar var orðið. En röskum þrem mánuðum eftir að Goða- fossi var sökkt, er hið ógróna sár ýft að nýju við þá voveiflegu fregn, að Dettifoss hafi einnig lotið örlögum hans. Að vísu er hægt að bæta upp skipatjónið síðar meir. En mannskaði sá, er orð- inn er, verður eigi bættur. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem er Saknað: ÞAU, SEM SAKNAÐ ER Farþecjar: Vilborg Stefánsdóttir, hjúkrunarkona, Hring- braut 68, f. 29. júní 1895. Berta Steinunn Zoéga, húsfrú, Bárugötu 9, f. 8. júlí 1911, átti 1 barn, 10 ára. Guðrún Jónsdóttir, skrifstofustúlka, Blómvalla- götu 13, f. 17. apríl 1911. Hjá foreldrum. Skipsmenn: Davið Gíslason, 1. stýrimaður, Njarðargötu 35, f. 28. júlí 1891. Kvæntur og átti 5 börn, 12, 10, 8, 6 og 3 ára. Jón S. K. K. Bogason, bryti, Hávallagötu 51, f. 30. maí 1892. Kvæntur og átti 1 barn, 10 ára. Jón Guðmundsson, bátsmaður, Kaplaskjólsvegi 11, f. 28. ágúst 1906. Kvæntur og átti 1 barn á öðru ári. Guðmundur Eyjólfsson, háseti, Þórsgötu 7 A, f. 23. júlí 1915. Kvæntur og átti 1 barn á 2. ári. Hlöðver Oliver Ásbjörnsson, háseti, Brekkustig 6 A, f. 21. maí 1918, ókvæntur. Iiagnár Georg Ágústsson, háseti, Sólvallagötu 52, f. 16. júní 1923. Ókvæntur; hjá foreldrum. Jóm Bjarnason, háseti, Bergstaðastræti 51. f. 23. nóvember 1909. Kvæntur, barnlaus. Gísli Andrésson, háseti, Sjafnargötu 6, f. 22. september 1920. Ókvæntur. Jóhannes Sigurðsson, búrmaður, Njálsgötu 74, f. 23. okt. 1906, Ókvæntur. Stefán Hinriksson, kyndari, Hringbraut 30, f. 25. júní 1898. Ókvæntur. IJelgi Laxdal, kyndari, Tungu, Svalbarðsströnd, f. 2. marz 1919. Ragnar Jakobsson, kyndari, Rauðarárstíg 34, f. 27. okt. 1925. Ókvæntur, hjá móður sinni. 42 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.