Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 5
og Ráuöa krossinum enska. Skipbrotsfólkið fékk föt og peninga frá Eimskipafélaginu og þá beztu aðhlynningu, sem hægt var að veita. FRÁSÖGN VALDIMARS EINARSSONAR loftskeytamanns. Valdimar Einarsson loftskeytamaður skýrir svo frá: Ég var rétt nýkominn á fætur og var á leið niður úr loftskeytaklefanum til þess að fá mér morgunkaffið; var kominn niður á þilfarið, þegar ég heyrði sprengingu í skipinu, og fann síðan, að eðlilegur titringur á skipinu, sem staf- ar af ferð þess og vélagangi, hvarf. Um leið og sprengingin varð, fann ég sterka púðurlykt. Ég gerði mér strax grein fyrir því, hvað skeð hefði, og að nú væri ekki seinna vænna að bjarga sér. Hl.jóp ég strax upp í „brú“. Sá ég þaðan, að brotið var ofan af framsiglunni; hin svo- kallaða „stöng“ hafði brotnað af henni við sprenginguna. Þá var loftnetið farið leiðina sína og loftskeytastöð skipsins við það óvirk. Ég þaut inn í herbergi mitt, greip björgunar- beltið og færði mig í það. Síðan hljóp ég niður á bátaþilfarið. Þar var þá 2. stýrimaður, Ólafur Tómasson, að losa annan björgunarbátinn. Hjálpaði ég honum til að vinda út framstafn þátsins. Vegna þess, hve hallinn var mikill, hrokk báturinn af uglunum áður en varði. Var nokkur þröng þarna við bátinn, en farþegum sagt, sem þarna komu, að fleygja sér í sjóinn og ná í báfinn á floti. Nú flaug mér í liug, að skipinu kynni að hvolfa. Því heyrt hafði ég, að slíkt gæti átt sér stað undir svona kringumstæðum. Ég hljóp því upp eftir hinu hallandi þilfari, upp að þeim borðstokk, sem hærra bar, stjórnborða, fór stjórnborðsmegin niður á neðra þilfarið og síð- an aftur eftir skipinu, og var það þá svo hall- andi, að ég man að ég steig nokkrum sinnum á þil yfirbyggingarinnar. Þegar ég var kominn aftur fyrir yfirbygg- inguna, mætti sjórinn mér á miðju þilfari. Nú blasti við mér björgunarfleki, sem var ekki langt frá skipinu, aftanhallt við það bakborðs- megin. Var fólk á flekanum. Nú varpa ég mér í sjóinn og syndi áleiðis til flekans. En er ég hafði synt skammt, flæktist eitthvað utan um fætur mér, sennilega björg- unarbelti, sem flotið hafði frá skipinu, svo ég missti sundtakanna, en gat reist mig upp og greitt úr þessu og síðan haldið áfram að ílekan- um. Var kominn þangað eftir skamma stund, því hagstætt sund var þangað. Þegar ég kom á flekann, voru þar 14 manns, en tveir komu á eftir mér, og voru þeir síðastir á flekann. Þegar ég er kominn á flekann, verður mér litið til skipsins. Það var enn á nokkurri ferð, og var þó aðeins afturhlutim upp úr sjó. Beygði það í hálfhring. Nú heyrðust þungar drunur úr skipinu. Sennilega hafa þær komið, er skilrúm- ið milli stórlestar og vélarúms sprakk. Leið nú skipið hægt í djúpið, og var -fána- stöngin á skutnum seinast ein úr s.jó með ís- lenska fánann blaktandi í golunni. Þeirri lát- lausu sjón gleymum við skipbrotsmenn aldrei. Þegar skipið var sokkið, sást stór lygnublett- ur eftir á sjónum stundarkorn, unz öldurnar eftir andartak ýfðu sæinn að nýju og ekkert var ofansjávar af því, sem með Dettifossi var, nema björgunarbáturinn og flekinn og við, sem á þeim vorum. Nú reyndum við að halda flekanum upp í vindinn. En það reyndist ekki hægðarleikur, því ræðin höfðu týnzt af flekanum, þegar hann féll í sjóinn af skipinu og hafði flekinn auk þess brotnað dálítið. Við bjuggum til ræði úr köðlum. Og var síðan reynt að halda flekanum upp í vind og báru. En flekinn var svo stór og þungur, að ekki var hægt að ráða við hann á þenna hátt, eða stjórna honum. Var öllum til- raunum til þess hrtt eftir skamma stund. Sitjum við síðan aðgerðalaus á flekanum. Vindur fór vaxandi, og í'ór sjór að ýfast, en logn var og lítil alda, þegar sprengingin varð í skipinu. Okkur leið sæmilega á flekanum, því veður var hlýtt. En aðstaða okkar fór versnandi, því flekinn fór brátt að síga í s.jó öðrum megin, svo sjór gekk sífellt yfir hann, svo allir sátu við og við í sjó upp í mitti. Margir voru lítið klædd- ir, en allir Voru með björgunarbelti, nema einn. Allan tímann, sem við vorum á flekanum, sá- um við til skipaferða og vorum örugg um að okkur yrði b.jargað. Fylgdarskip kom til okkar, og' var öllum af flekanum og úr bátnum bjarg- að í það. Þar fengum við hinar ákjósanlegustu viðtökur, sem hugsast gat. Var þar allt gert til þess að hjúkra okkur og hlynna að okkur. Síðar gat Valdimar þess, að hann hefði fengið nokkuð aðra hugmynd um það, hvernig fólk tæki slíkum atburðum sem þessum. Oft væri það tekið fram í frásögnum af slíkum sjóslysum, að farþegar t. d. hefðu sýnt undraverða sti 11- ingu, þó um yfirvofandi lífsháska væri að ræða. — En það er mitt álit, sagði hann, að hér þurfi ekki að vera um óvenjulega hugprýði eða geðstillingu að ræða. Mér skilst, að þegar slíka skyndilega skelfingu ber að höndum, þá lamast sumt fólk og getur jafnvel gengið eins og hálf- partinn í svefni. Það missir framtak til sjálf- stæðra athafna, en gerir kannske eins og það sér aðra gera eða eins og því er fyrirskipað. Við ný VlKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.