Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 8
fram á, að stjórn síldarflugsins sé í höndum okkar fiskimannanna sjálfra, enda er sú krafa í alla staði eðlileg og réttmæt. Ég vil því hér með bera fram þá sjálfsögðu kröfu okkar sjómanna allra, að sjómenn séu ekki sniðgengnir við skipun eða val í stöður og nefndir varðandi allt það, er sjávarútveg snert- ir að meira eða minna leyti, og að þeir séu skil- yrðislaust látnir sitja fyrir, þar sem sérþekking þeirra og reynsla gera þá öðrum hæfari í störf- in. Það verður aldrei til hins verra í íslenzku þjóðfélagi, að trúa „hetjum hafsins" fyrir mál- efnum þess. Yið siglingu fyrstu ferðar .minnar til Eng- lands með fisk, kom það í ljós, er ég átti að af- greiða skip mitt til ferðar í Reykjavík á laugar- degi, að tafir mundu hafa orðið, ef koma skips- ins hefði orðið eftir klukkan 13, því skrifstofu þeirri, sem annast þetta, er þá lokað. En sökum góðs skilnings tollstjóra og starfsmanns þess, er þetta annast, varð skipið afgreitt eftir lokunar- tíma. Vil ég benda á í því sambandi, að tafir skipa, undir svona kringumstæðum, geta orðið dýrar. Gangtreg skip munar um minna en 12— 16 klukkutíma. Vona ég, að unnið verði að því að skipin geti fengið öll skjöl sín þar, sem þau taka farminn í hvert skipti. Það má geta þess, sem virðist harla furðulegt, að viktarvottorð frá Akranesi eru ekki tekin gild sem heimild, held- ur verður að endurrita þau í Reykjavík, en í Keflavík er þetta á betri veginn; þar er vottorðið gilt frá fyrstu hendi. Þetta væri rétt að lagfæra, svo hvorki ég né aðrir gleymi þessum selflutn- ingi skriffinnskunnar. Nóg er samt af skjölun- um, og eigi lítið verk að útfylla alla dálka þeirra. Er ekki hægt að minnka neitt af þessu? Ganghraði fisktökuskipa er afar misjafn. Kemur því margt til greina í því sambandi, ef hvert skip á að hafa sem mest afköst. Þar verð- ur að taka tillit til vegalengda við fisktökustaði, siglingu út með farminn, samflotasiglingu og, ef mögulegt er, hafa áhrif á siglingaleiðir milli landanna, svo að sem stytztar vegalengdir séu valdar milli fermingar- og affermingarhafna. Allar óeðlilegar tafir verður að uppræta, ef vel á að takast. Mikið veltur á því, að allrar vöndunar á fiski gæti alls staðar í veiðistöðvum og skipum, en mér finnst enginn hafa betra vit á því en greina- góðir sjómenn. Áður en ég lýk þessum hugleiðingum, vil ég benda á það, að okkur siglingamönnum hefur oft og tíðum fundizt kenna óvarkárni í flutn- ingi hins opinbera á tilkynningum, sem fluttar eru í hljóðnema útvarpsstöðvarinnar hér í Reykjavík. Væri því sannarlega þörf á, að það, sem flutt er þar og snertir sjófarendur sérstak- Sigurður Jónsson formaður og útvegsbóndi í Görduin áttræður Sigurður, útvegsbóndi í Görðum, er fæddur í Skildinganesi við Skerjafjörð í Seltjarnarness- hreppi 11. marz 1865, og er því áttræður að aldri núna, 11. marz. Er hér um merkan og langan áfanga að ræða, þegar litið er til liðins tíma; því að Sigurður í Görðunum er að dómi samtíðarmanna sinna mesti merkismaður, ágætur formaður, mikill sjósóknari og hafði ætíð mikið framtak að öllu því, er að lífsstarfi hans, sjómennskunni, laut. Vorið sem hann fermdist, réðst hann fyrst í lega, fengi úrskurð faglærðra manna í stétt vorri, áður en það er birt. Stór hætta getur verið fólgin í mörgu því, sem varðar siglingar okkar og málefni, og ég veit, að enginn vill hafa það á samvizku sinni, ef stórslys lilytust af. Nú vinn- ur útvarpsstöðin, eftir því sem ég hef heyrt, á allt að lOOKw orku, enda heyrist hún langa vegarlengd. Okkur sjómönnum hefur fundizt það hálf kaldranalegt, að stundum hafa verið fluttar veðurfréttir frá þessari stöð um leið og við sætum kærum og sektum, ef okkur verður slíkt á, hvað þá heldur, ef við köllum út eða aug- lýsum skipaferðir yfir hafið. Loks vil ég láta í ljós þá ósk mína, að við sjó- menn getum ávallt gengið heilir til starfa fyrir land og lýð, og að við fáum nú og ávallt að njóta ávaxtanna af starfi okkar, 48 víkingu;?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.