Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Qupperneq 13
A. K. Wetjen: Smásaga. Birgir Thorotklsen þýddi. Það var gamla sagan. — En fyrir þau tvö, ung- mennin, var hún alveg ný. „Ég vil sérstaklega biðja yður um að hafa vak- andi auga með vörunum, sem verið er að ferma í framskipið, Hendricks,“ sagði McQueen skipstjóri í ströngum róm. ,,Þér munið ef til vill, að í síðustu ferð urðum við að umhlaða helmingnum af farm- inum.“ ,,Já, skipstjóri,“ samsinnti Hendricks, ,,en ég átti ekki sök á því. Ég var í landi, þegar fermt var. Þér gáfuð mér sjálfur leyfi til þess.“ ,,Þér hefðuð ekki átt að biðja mig um það leyfi,“ sagði McQueen skipstjóri gramur. „Og svo er það eitt enn,“ bætti hann við, þegar annar stýrimaður á e/s Dundee King ætlaði að ganga út úr káetu skipstjórans; — „ég mundi vera yður þakklátur, ef þér hættuð að móðga dóttur mína með því að elta hana.“ „Ég?“ sagði Hendricks og skoöaði með athygli verksmiðjustimpilinn í fóðrinu á einkennishúfunni sinni. „Já, þér,“ sagði McQueen skipstjóri. „Ég vil nú alls ekki minnast á tímann, sem þér eyðið í að ganga fram og aftur um þilfarið á kvöldin, þegar þér ætt- uð fyrir löngu að vera genginn til hvíldar. Og ég vil heldur ekki vera að sakast neitt sérstaklega um svall yðar í Santos og Rio, — en ég sé, að það var nokkuð mikið af því góða, að leyfa sér tveggja daga skemmtiferð til Rosaria.“ „En það var nú heill hópur í förinni, herra minn,“ útskýrði Hendricks stýrimaður, „og ég átti tveggja daga orlof til góða frá því í Bahía, þegar fyrsti og þriðji stýrimaður lágu í inflúenzunni." „Já, það má vel vera,“ samþykkti McQueen skip- stjóri önugur. „En hættið alveg að móðga dóttur mína.“ „Hefir hún kvartað yfir, að ég hafi móðgað sig?“ sagði stýrimaðurinn. „Eruö þér að hugsa um að standa hérna og þræta við mig í allan dag?“ orgaði skipstjórinn. „Burt með yður!“ Þegar skipstjóri á 10 000 tonna vöru- og farþega- skipi talar í slíkum tón við annan stýrimann, er honum eins gott að hafa sig í burtu, og Hendricks var líka kominn út á þilfar í næstu andrá. Hann nam staöar andartak, meðan hann lagaði á sér húfuna, gekk síðan niður á neðsta þilfar, lagðist út af á lúguna og starði inn á bryggjurnar í Buenos Ayres, með hrópandi verkstjórum, hvínandi gufuvindum og blásandi bifreiðum. — Nú, svo hann mátti til með að rifja upp gömlu söguna um hleðsluna, hugsaði hann gramur. — Hvers vegna gat hann ekki komið hreint fram og sagt, að hann vildi losna við mig, ef ég ekki gætti sómasamlega skyldu minnar? Skítugur og kófsveittur aðstoðarmaður við vör- urnar kom nú og lagði höndina á öxlina á Hendricks. „Hvar á ég að láta söltuðu flesksíðurnar?" hróp- aði hann og reyndi að yfirgnæfa hávaða eimvind- anna. „Ég er að koma,“ sagði stýrimaður, stuttur i spuna. Hann nam staðar fyrir utan reyksalinn og stakk höfðinu inn um gluggann. „Er ungfrú McQueen ekki komin um borð ennþá?“ spurði hann brytann. „Nei, ungfrú McQueen er farin í land með herra Anson,“ svaraði brytinn. „Eru engin boð til mín?“ Brytinn rétti honum bögglað umslag. Hendricks ýtti húfunni niður á ennið. — Bréfið var stutt .en ástúðlegt: „Á horninu við Corrintes og Esmeralda, ef þú elskar mig. — Ég verð að sleppa frá Anson á einhvern hátt. — Klukkan 8.“ Hendricks ýtti húfunni til baka og klóraði sér vandræðalega í höfðinu. — Klukkan átta? — Heldur hún að ég sé skipstjóri hér um borð? .... „Halló!“ — Hann stöðvaði verkstjórann, sem gekk fram hjá í þessu. „Hvenær haldið þér að við verðum búnir að vinna í kvöld?“ „Um níu-leytið, býst ég við. Upp á hvað? Ætlið þér í land?“ „Gæti komið til mála,“ svaraði Hendricks hálf flóttalega. „Það var hérna með flesksíðurnar.“ .... Aðstoð- armaðurinn kom nú að, eins og skrattinn úr sauðar- leggnum og stóð hjá þeim. „Bara að fjandinn hirti yöur og yðar söltuðu flesksíður," hreytti Hendricks út úr sér. Hann hafði nú annað þýöingarmeira að hugsa um en saltaöar flesksíður. Hann varð að vera kominn í land klukk- an átta. Hálftíma síðar hitti hann Simpson, 1. stýri- mann, og tók hann tali. „Simpson!" sagði Hendricks. „Ég vildi gjarnan spyrja yður um eitt.“ „Nei,“ svaraði 1. stýrimaður. „Þér getið alls ekki fengið landgönguleyfi í kvöld.“ „Ég skal taka yðar vakt tvö kvöld í röð, þegar við komum til Montevideo,“. sagði 2. stýrimaður. „Eftir því, sem ég veit bezt, skuldið þér nú sem VÍKINGVli 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.