Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Síða 16
' — Nei, það býr hérna fólk, sem ég þarf að koma út. Gamlar veðurvísur. Rauða tunglið vottar vind, vætan bleiku hlýðir. Skíni ný með skærri mynd, skírviðri það þýðir. ★ r Þegar 1 heiði sólin sezt á sjálfa kyndilmessu. snjóa vænta máttu mest, maður, upp frá þessu. ★ Grimmur skyldi Góudagurinn íyrsti, annar og hinn þriðji. þá mun Góa góð verða. ★ Ef hún Góa öll er góð, að því gæti mengi, þá mun Harpa, hennar jóð, herða mjóa strengi. ★ Þegar spóinn vellir graut, þá eru úti vorhörkur og vetrarþraut. ★ Útsynningurinn er svo mikill glanni, ber hann í sig býsna él, birtir aftur næsta vel; mjög er hann líkur mislyndum manni. ★ Maunsævin. Barndómurinn líður fram í leikaraskapnum, æskan í hégómanum, karlmannsaldurinn í erfiðinu. Ellin hnígur aftur til hins fyrra. ★ Á Þula um þorskhaus. Rífðu fyrir mig kinn, fáðu mér aftur innfiskinn, kinnfiskinn, langfiskinn, drangfiskinn, kjálkafiskinn, krummafiskinn, koddafiskinn, búrfiskinn, refinn, augað, roðið, björn, kisu og kerlingarólina, átta lengjur af þönum, en eigðu það, sem eftir er. ★ Gömul spakmæli: Tíkur tvær um eitt bein og píkur tvær um einn svein verða sjaldan samlyndar í þeirri grein. Sækjast sér um líkir, saman þinga níðingar. ★ Vitið er veðrinu betra; valla hafa það allir. ★ Heyrið þér, þjónn! Eru blómin á borðinu gervi- blóm ? ,,Jú; gallinn við veitingahús fyrir jurtaætur er það, að ef ekta blóm eru á borðinu, éta gestirnir þau. ★ Dómarinn: Hve gamlar eruð þér? Minnist þess, að þér eruð fyrir rétti og megið búast við að verða látin staðfesta framburð yðar með eiði. Konan: Tuttugu og tveggja ára og nokkurra mán- aða. Dómarinn: Hve margra mánaða? Konan: Eitt hundrað og sjö. ★ Víkingurinn hefur verið beðinn fyrir eftirfarandi orðsendingu: „Við óskum eftir að komast í bréfasamband við sjómenn og sjómannasyni, 15—17 ára gamla, víðs vegar um landið. Rósa Jóhannsdóttir, Rósa Hallgrímsdóttir Dynjanda, Jökulfjörðum, N.-ís.“ ★ FRIVA 56 VÍKINGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.