Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 18
r'r:imli. nf síím •">.*» „Ég á við, að þú átt sök á því, að ungi stýrimað- urinn missir stöðuna sína.“ „Það — það máttu ekki gera,“ flýtti hún sér að segja. „Það var ekki honum að kenna.“ „Ekki kemur það mér við,“ sagði skipstjórinn. „En þó svo væri, mundi ég gefa honum frí fyrir fullt og allt, strax og við komum til London. Getur þú búizt við öðru? Hann hefir trassað vinnu sína frá þeirri stund, er þú komst um borð. í gærkveldi fór hann í land, þótt honum væri það stranglega bannað. Þar efnir hann til áfloga úti á miðri Ave- nida de Mayo og slær herra Anson i götuna. Herra Anson var tekinn fastur, — hann talar ekki svo mikið í spænsku, að hann gæti útskýrt, hvað gerðist, — og ég get sagt þér það, að hann hyggur á hefndir við Hendricks.“ „Hann var drukkinn, — og hann móðgaði mig. Ég var fegin, að Hendricks sló hann niður.“ „Segir þú, að hann hafi móðgað þig?“ spurði skip- stjórinn nokkuð hissa. „Það gerði hann, og mundi hafa farið langt yfir takmörkin, ef hann hefði ekki fengið maklega ráðn- ingu.“ Nú varö löng þögn, og McQueen skipstjóri hóst- aði og hóstaði. „Það var að minnsta kosti engin ástæða til að slá hann niður,“ sagði hann að lokum. „Þú vildir þó ekki, að ég þyldi honum allar móðg- anir hans, pabbi? Hann sagði viö mig, að það væri ekki siðsöm stúlka, sem umgengist sjómenn. Það þýðir þá, að ég sé ekki siðsöm?“ „Þetta hefði hann átt að láta ósagt,“ sagði skip- stjórinn og þurrkaöi skallann með vasaklútnum sínum. „En Hendricks er útstrikaður. Maður, sem slær son útgerðarmannsins niður, getur ekki haldið stöðu sinni.“ ,,Pabbi,“ sagði Helena róleg. „Við skulum taka málið eins og það liggur fyrir. Ég giftist ekki Anson. Ég giftist Tom Hendricks.“ „Þetta var ég alltaf hræddur um,“ tautaði hann við sjálfan sig og leit á myndina af konunni sinni sáluðu. „Þú verður að hætta að hugsa um það,“ sagði hann hátt. „Þú veizt ekkert, hvað þú ert að segja. Giftast öðrum stýrimanni! Hættu nú allri heimsku; þú veröur orðin gömul og úttauguð, áður en 10 ár eru liðin. Það veit ég.“ „Hvernig veiztu það, pabbi minn?“ rödd hennar var mild og blíð. „Það skaltu ekki fást um, en ég veit það,“ sagði hann byrstur. „Vertu nú ekki með neinn þvætting.“ „En ætlarðu að sjá um, að Hendricks missi ekki stöðuna?" McQueen hóstaði, þurrkaði sér um nefið og lagaði gleraugun. „Ef þú lofar, að vera alúðleg við herra Anson, skal ég gera það sem ég get til að fá hann til að gleyma þessu óþægilega atviki. Það er þér sjálfri fyrir beztu, barnið gott.“ „Ég veit það,“ hvíslaði hún. „En þú skilur þetta ekki.“ Svo hljóp hún í snatri út úr káetunni og læsti sig inni í sínum eigin klefa. Skipstjórinn horfði beisk- lega á hurðina og þurrkaði sér aftur um nefið. „Jæja, svo ég skil það ekki,“ tautaði hann. „Já, svo þú heldur það. Ó-jú, ég skil það. — í sama bili var barið að dyrum og fyrsti stýrimaður kom inn. „Þetta er dáfalleg saga,“ sagði hann. „Hefurðu talað við Hendricks?“ „Já, ég hef talað við hann nokkur vel valin orð,“ svaraði skipstjórinn. „Anson heimtaði, að hann fengi peninga sína útborgaða og færi tafarlaust, en ég fékk hann ofan af því. Hvað segir skipshöfnin eigin- lega?“ „Þeir eru, allir sem einn, reiðubúnir að skála við hann,“ sagði stýrimaðurinn, sem átti erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum. „Og þeir öfunda hann af að hafa fengið tækifæri til að jafna um gúlana á Anson.“ „Það er mjög óviðeigandi, að tala þannig um son útgerðarmannsins, stýrimaður,“ sagði skipstjórinn byrstur. Stýrimaðurinn breyttist óðara í stýrimann aftur. „Það er rétt hjá skipstjóranum. Ég biðst afsökunar.“ „Þetta er allt í lagi; en láttu ekki svona orð falia aftur.“ Úti á þilfarinu réðst fyrsti stýrimaður að öðrum stýrimanni, sem lék við hvern sinn fingur. „Það er laglegt uppistand, sem þér hafið valdið,“ sagði hann í ströngum róm. „Ég er árum saman búinn að reyna að gera mann úr yður, en það er auðséð, að það er unnið fyrir gýg.“ „O, það hefði getað orðið verra,“ sagði annar stýrimaður hlæjandi. „Það gleður mig, að þér skulið líta þannig á það,“ sagði fyrsti stýrimaður og glotti kuldalega. V. Það var einhvern tíma snemma morguns, að An- son var á leið um borð í Dundee King. Hann var, eins og venjulega, „hátt uppi“. Hann hafði yndi af dætrum Buenos Ayres, og ekki síður af ölföngunum þar, og í þetta sinn hafði hann víst látið niður fyrir brjóstið á sér svo mikið, sem hann hafði gott af, því hann var talsvert reikull í spori, þegar hann var að skrönglast milli stafla af timbri, kössum og tunnum á bryggjunni, áleiðis til landgöngubrúarinnar. Hann var nú í ágætu skapi, og það eitt gerði honum gramt í geði, að Helena McQeen hafði neitað í annað sinn að fara í land með honum. „Þetta lagast,“ sagði hann við sjálfan sig, „þegar maður er búinn að koma stýrimanns-skrattanum í burtu,“ 58 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.