Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Side 24
og skor’kvikinda og eyði alls kyns óþverra. Jafn- vel krókódílarnir og hinn hættulegi caribe eða mannætufiskur, sem getur flegið holdið af bein- um manna á nokkrum sekúndum, forðast svarta vatnið. „Þetta er fagurt land, en þar er ekkert til að Þorða,“ sagði presturinn frá San Carlos. Þar, sem hægt væri að hafa nægtir alls, er þriðjung- ur allra nauðsynlegra fæðutegunda fluttur inn. Landbúnaður er sáralíti 11, og veiðidýr fáein tígrisdýr, ka.nínur, íkornar og tapírar. Maura- ætur og villtir skógarbirnir sjást stöku sinnum í suðurhluta landsins, en mikið er af páfagaukum og öðrum hitabeltdsfuglum. Kyrkislöngur og- eiturslöngur eru til þar, en ekki er mikið af þeim. Mataræðið er mjög tilbreytingarlaust og' skortir fjörefni. Þar eru étnar baunir og aftur baunir, farínamjöl, sem flatkökur eru gjörðar úr, ynca-rót og kaffi. Egg, nýir ávextir og fisk- meti sést varla. Stundum sverfur hungrið svo fast að fólkinu, að það hefur tekið upp á því að éta mold. Sú skoðun, að líkamleg vinna sé ósamboðin hvítum mönnum, á sinn þátt í aðgerðaleysi fólksins við að erja jörðina. Þessi siður, sem er aríieifð frá tímum conquistadoranna — sig- urvegaranna —, gerir það að verkum, að ef mað- ur fær ekki atvinnu við slcrifstofustörf, bátafor- mennsku eða í þjónustu stjórnarinnar, situr hann auðum höndum. Samt sem áður eru boðberar menningarinnar nú þegar farnir að láta til sín taka í baráttunni við fæðuskortinn og hina h eilsuspillandi lifnað- arháttu og venjur. Kirkjan er hér, eins og endra- nær í sögu Suður-Ameríku, fremst í flokki. Um vatnaleiðina fara aðeins fáeinir gang- tregir trillubátar með utanborðsmótorum og árabátar. Flutningsgeta þessara báta í einni ferð er ekki yfir fimm smálestir, og hraðinn undir 6 mílum á vöku. Þessir bátar eiga erfitt með að komast áfram þar sem straumur er harð- ur, en það er hann á mörgum stöðum. Á einum stað við Puerto Ayacucho verður að flytja vör- urnar eftir fjörutíu mílna löngum vegi, sem stjórnin í Venezuela lauk við að leggja árið 1939} Straumstrengir og hávaðar vatnaleiðarinnar hal'a alltaf verið álitnir alvarlegar hindranir. Þeir hafa verið kallaðir ýmsum nöfnum, svo sem farvegur fjandans o. fl. Ýmsir könnuðir hafa líka gert allt of mikið úr, hve þeir væru hættu- legir. Verkfræðingar hersins komust að þeirri nið- urstöðu, að aðeins á 80 km. vegalengd væru hindranir á vegi kraftmikilla nútíma-vélbáta, Erfiðleikar bátanna, sem nú ganga eftir fljót- inu, stafa af því, hve gangtregrr þeir eru. Verkfræðingar hersins litu svo á, að dráttar- hátar og prammar, svipaðir þeim, sem notaðir cím á Columbíufljótinu í Bandaríkjunum, sem er straumhart fljót með mörgum erfiðum straumstrengjum, gætu gengið truflunarlaust eftir allri fljótaleiðinni, nema á 65 km. kafla í Orinöcefljótinu, þar sem vegurinn hefur verið lagður. Fjórar áætlanir um í'lutnmgafyrírkomulag voru gerðar af hernum. Án þess að gera nokkr- ar umbætur á fljótaleiðinni er hægt að auka flutningsmagnið á ári úr 2500 smálestum upp í 13 800 smálestir, með því að kaupa og gera út fimm nýtízku kraftmikla dráttarbáta og sex pramma. Árlegt flutningsmagn mátti enn auka upp í 97 500 smálestir án umbóta á vatnaleið- inni, en með því að laga vegarkaflann og gera út ellefu dráttarbáta og tuttugu og fjóra pramma. Þriðja áætlunin gerði ráð fyrir lag- fæi'ingu vegarins og uppgrefti eða dýpkun Oi'i- noco og Casiquiare, svo hægt væri að draga tvo pramma samtengda. Þá mætti auka flutnings- magnið upp í 189 600 smálestir, ef gerðir væru út tólf dráttarbátar og fjörutíu og fimm prammar. Fjórða og víðtækasta áætlunin gerir ekki ráð fyrir, að vegarkaflinn sé notaður, en gerir ráð fyrir skipgengri fljótaleið alla leiðina, þar sem auðvelt væri að sigla um og hvergi minna en tíu feta dýpi, þegar lægst er í. Þá þarf að byggja fyrirhleðslur og loku hjá Puerto Ayacucho og sprengja og dýpka á nokkrum stöðum í efri hluta kanalsins, lagfæra krappai' bugður og byggja fyrirhleðslu og loku hjá Sao Gabriel í Brazilíu eða nema í burtu grynningu, sem þar er. Kostnaðaráætlun alls þessa, ef grynningin er numin burt hjá Sao Gabriel, en stíflan ekki byggð, er 91 313 200 dollarar. í þeirri upphæð er falið verð fjörutíu og tveggja dráttarbáta og 210 pramma, sem gætu flutt 1 754 000 smálestir af vörum á ári. Bygging stíflu og loku hjá Sao Gabriel í staðinn fyrir dýpkun á grynningunum, mundi hleypa heildarkostnaðinum við allt verkið upp í 120 798 200 dollara. Ef ætlunin væri að beizla hið geysimikla vatnsafl, sem þarna er fyrir hendi, þá yrði að byggja stíflu og loku hjá Sao Gabriel. Slík óhemja af vatnsafli yrði fyrir hendi við fyrirhleðslurnar á siglingaleiðinni, að ef reist væru orkuver fyrir 200 milljónir dollara, væri hægt að framleiða 2 millj. kílówött af rafmagni. Til samanburðar framleiðir hið alkunna orkuver við Bonneville við Columbíufljót aðeins 518 þús. kílówött. Kostnaðurinn við þessi Orinoco-Ama- zon orkuver stæðist fyllilega samanburð við ó- dýrustu orkuver heimsins. Þar sem bauxite er VÍKINGUfí 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.