Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Síða 25
Nokkur orð um fæðu hrefnunnar og annarra reyðarhvala í VI. árg. Sjómannablaðsins Víkingur, bls. 269 (10. tbl., okt. 1944), eru höfð eftir mér um- mæli á þá leið, „að hrefnan sé eini skíðishvaíur- inn, sem menn telji að sé fiskæta, og að hún lifi mikið á síld, loðnu og smáufsa." Ummæli þessi eru í aðalatriðum rétt eftir mér höfð, en þó ekki alveg. Að réttu lagi hefðu þau átt að hljóða á þann veg, að hrefnan sé sldðishvalur, sem talinn sé vera mest fiskæta o. s. frv. í sama árg. „Víkings", bls. 290 (11,—12. tbl., nóv,— des. 1944) gerir Hjalti Steingrímsson, Hólma- vík, athugasemd við þessi ummæli mín, og telur sig ekki geta fallizt á þau. Byggir hann þá skoðun sína á því, að hjá hrefnum, sem hann liafi veitt (alls 32), hafi meginið af fæðunni verið rauðáta og önnur smááta, en aldrei hafi fundizt vottur þess, að þær hafi neytt síldar, og telji hann því útilokað, að hrefnan sé síidaræta. grafið úr jörðu í brezku og hollenzku Guinea og merki þess hafa fundizt í Venezuela, má gera ráð fyrir, að aluminium yrði framleitt við þessi orkuver. Þessar fjórar áætlanir um aukna notkun vatnaleiðarinnar, sem verkfræðingarnir gerðu, væri hægt að framkvæma hverja á fætur ann- ari, svo að þróunin kæmi smám saman á mörg- um árum. En ef áætlunin um fullkomna flutn- inga og orkuver væri framkvæmd strax, þá væri landssvæðið þegar tilbúið að taka á móti innflytjendum og aukinni þróun, því greiðar samgöngur og auðfengin raforka hefðu hvetj- audi áhrif. Mætti þá velja milli vatnaleiðar- innar frá ósum Orinoco til hafskipahafnarinn- ar Manaus, sem er dreifimiðstöð fyrir Amazon- landið, eða sjó- og fljóta-leiðina, sem nú er opin hafskipum, niður með austurströndinni og upp eftir Amazonfljótinu til Manaus. Þegar búið væri að opna til afnota þetta risa- vaxna meginlands vatnakerfi, er ekki gott að segja, hversu mikil bætandi áhrif það kynni að hafa á heimsverzlunina. Nú í stríðinu hefur ver- ið rætt um það, að ef þessar virkjanir og um- bætur á siglingaleiðinni yrðu framkvæmdar, yrði land þetta mjög kærkomið hæli. Gyðingum og öðru kúguðu fólki, sem þráir nýjan heim og ný tækifæri. VtKINGUR Hins vegar getur Hjalti þess ekki, hvort aðrir fiskar hafi fundizt í fæðunni hjá þessum 32 hrefnum, en' ég geri ráð fyrir, að svo hafi ekki verið, úr því að hann getur þess ekki. Þessi athugasemd Hjalta Steingrímssonaf hefur gefið mér tilefni til að skýra hér í fáum dráttum frá athugunum þeim, sem gerðar hafa verið á fæðu hrefnunnar og annarra reyðarhvala og niðurstöðunum af þeim. Af hinum eiginlegu reyðarhvölum eru 5 tegundir í Norður-Atlánts- hafinu og við ísland. Þær eru steypireyður, lang- reyður, sandreyður, hrefna eða hrafnreyður og hnúfubakur. Hnúfubakurinn er allólíkur hinúm tegundunum fjórum, og er hann því talinn til sérstakrar ættkvíslar, en hinar tegundirnar fjórar til sömu ættkvíslar. Norðmenn og aðrar þjóðir, sem mest kapp hafa lagt á hvalveiðar, hafa unnið mjög mikið að rannsóknum á lífsháttum þessara hvalateg- unda og þá ekki sízt fæðu þeirra. Rannsóknir þessar hafa leitt í Ijós, að reyðarhvalirnir eru annað hvort svifætur, sem lifa á smáum svif- dýrum, svo sem rauðátu (krabbaflóm) og ljós- átu (ljóskröbbum), eða fiskætur, sem lifa mikið á ýmsum smáum fiskategundum, sem halda sig í torfum, einkum þó loðnu, síld og smáufsa, en lifa einnig mikið á svifátu, þegar svo ber undir. Um hinar cinstöku reyðarhvalategundir er það að seg.ja, að steypireyðurin og sandreýðurin lifa eingöngu á svifátu, steypireyðurin aðallega á ljósátu (augnasíli og náttlampa) og sandreið- urin á rauðátu og ljósátu. Fiskar eða fiskleifar hafa aldrei fundizt í mögum þessara tegunda. Hnúfubakurinn er einnig fyrst og fremst svif- æta, en loðna, síld og fleiri fiskategundir hafa þó oft fundizt í maga hans. Aftur á móti hefur það sýnt sig, að langreyðurin og hrafnreyðurin eða hrefnan lifa m.jög mikið á loðnu, síld og fleiri smáum fiskategundum, en .á vissum tímum árs lifa þær þó einnig mikið á svifátu, bæði ljósátu og rauðátu. Þó telja Norðmenn, að við Noreg sé hrefnan fyrst og fremst fiskæta. Eg hef enga ástæðu til að efast um, að það sé rétt hjá Hjalta Steingrímssyni, að þær 32 hrefnur, sem hann hefur veitt, iiafi eingöngu neytt svifátu, en það haggar þó ekki þeirri stað- reynd, sem óvefengjanlegar rannsóknir hal'a leitt í l.jós, að hrefnan lifir mikið á loðnu, síld og fleiri fiskategundum, enda þótt hún neyti einnig svifátu, þegar svo ber undir. Að vísu er mér ekki kunnugt um, að gerðar hafi verið vís- indalegar rannsóknir á fæðu hrefnunnar hér við land, en ekki tel ég miklar líkur til þess, að hún sé hér m.jög ólík því, sem hún hefur reynzt vera annars staðar. Finnur Guömundsson. 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.