Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Síða 30
baki við Púnverjum. Róm hreppir forræði á Sikiley. Og nú er eins og hin makráðá þjóð kippist við af sársauka, og öfl, sem blunclað höfðu með henni, vakni til stórkostlegra átaka. Hvert mik- ilmennið af öðru kemur nú fram á sjónarsviðið. Hamilkar Barka brýtur innanlandsuppreisnir á bak aftur og heldui’ síðan tii Spánar og heyir þar sigursæla landvinningastyrjöld, sem á fáum ár- um getur bætt upp tap Sikileyjar, Sardiníu og Korsiku. Hasdrubal, tengdasonur hans, heldur starfi hans áfram. Hér fara Púnverjar fram með meiri mildi en þeim var áður tamt, og leita friðsamlegrar og vinsamlegrar samvinnu við Pyreneaskagaþjóðir. Hér er einnig ráðið ráð- um sínum án þess að spyrja stjórnarvöldin í Karþagó um hvað eina. Það sést meðal annars af því, að herinn á Spáni velur sér sjálfur for- ingja, er Hasdrubal fellur frá. Það er sonur Ha- milkars, — Hannibal, hverjum hermanni sínum fremri í sérhverri hermannlegri íþrótt, maður, sem ekki verður jafnað við neina aðra en Alex- ander mikla, Cæsar eða Napóleon. Ævintýra- ljómi sveipar för hans með her og fíla yfir f jalla- baksveg Vestur-Alpa til Italíu. Ógn lýstur Róm- verja andspænis sigrum hans. Það er engu lík- ara en að nýr lífsmáttur hafi vaknað með þessu úrættaða stórvelcli, sem Róm hafði gert sér vonir um að koma á kné. En þó verður reyndin þessi, sem eftirminnilegast birtist í orðum Maharbals, riddaraliðsforingja Hannibals: ,,Þú kannt að sigra, en þú kannt ekki að neyta sigursins.“ En um Róm má segja um þessar mundir, að svo mikil var hennar gifta, að hún kunni blátt áfram að neyta ósigursins! — og fyrir svo mikiili giftu iilaut jafnvel Hannibal að fara halloka. Friðarkostirnir, er Róm setti Karþagó eftir 2. púnversku styrjöldina, áttu að binda Karþagó á bekk smávelda um aldur og ævi. Aíhending skattianda, herskipa og fíla, herkostnaðar- greiðsla og loks blátt bann við því að heyja styrjöld án vilja og vitundar Rómverja, virtist mundu nægja til þess. En Rómverjum hugkvæmdist ekki í það sinn að banna Púnverjum að verzla og sigla, og þess vegna lifðu þeir'enn nokkur uppgangsár. Hanni- bal fékk tækifæri til að sýna, að hann var engu síðri þjóðarleiðtogi í friði en ófriði. En umbóta- viðleitni hans braut í bága við hagsmuni auð- kýfinganna. Fjandskapur þeirra varð honum að fótakefli, svo að hann átti ekki annars úrkosti en að flýja land. Tilraun lians í útlegðinni til að mynda hernaðarbandalag þeirra ríkja við Miðjarðarhaf, er stóð stuggur af Rómverjum, var sjálfsagt of langt á undan tímanum til þess að komast í framkvæmd. Hann tók þá inn eitur til þess að lenda ekki lifandi í hendur fjendum sínum. Hversu miklu iiefði slíkur maður getað komið til leiðar, ef staðið hefði á bak við hann samtaka og þróttmikil þjóð? En eftir var síðasta glíman, þriðja púnverska styrjöldin, er Karþagó verst rómverskri umsát í þrjú ár. Loks hafði þessu sérgóða og sundur- lynda fóllci hugkvæmzt að standa allt sem einn rnaður til varnar. Loks urðu þeir, sem lengstum Jiöfðu látið aðra berjast fyrir sig, að taka sjálfir ti.l vopna. Gulli prýddir salir hofa og lialla sortn- uðu nú af smiðjureyk og bergmáluðu hámars- liögg, þar sem járn var dengt og sverð og spjót voru hert á afli, svo að hver sem vettlingi gat vakliö, fengi vopn í hönd. Farðaðar og glysi hláðnar hefðarkonur og stássmeyjar létu spinna bogastrengi úr tinnusvörtum lokkum sínum. Þrælar fengu fyrirheit um ffjálsra manna kjör, ef þeir berðust með húsbændum sínum. Sílspikaðir letimagar roguðust kófsveittir með gi’jót ogtré í virki og vígvélar. Heil sjö-hundruð- þúsund-manna borg varðist og barðist! — En of seint. Að vísu ekki of seint til þess að skilja eftir, rétt undir lokin, bjartan blett í sögu þjóðar, sem eftirtíminn hefur lengstum átt örðugt með að finna verulegar málsbætur. En of seint til þess að bjarga lífi sínu, þjóðerni og frelsi. Eftir hungur og hörmungar var uppgjöfin óumflýjanleg. Með báli og brandi og æðisgengnum hryðju- verkum veitist rómverski herinn eins og hol- skefla yfir borg’ina. Aðeins 50 þúsundir af íbú- um hennar komust lifandi í hendur Rómverjum til þess eins að lenda á þrælatorg og hvérfa síðan inn í skuggatilveru hinna týndu og gleymdu í undirheimum rómversks þjóðfélags. [Aðaldrögin að þessari ritgerð voru flutt sem út- varpseriiidi í des. 1941 í erindaflokkinuin „ÞjóiVir, sem týndust". — fío/.] Leiðréttingar. 1 fréttayfirlitinu í síðasta blaði var skýrt frá því, að Braga heitinn Jensson hefði tekið út af b/v Helgafelli. Þetta er rangt. Eins og kunnugt er, tók hann út af b/v Karlsefni. I fyrirsögninni að grein Péturs Sigurössonar um. mælingar í . Húnaflóa hafði misprentazt ártalið, stóð 1934 í staðinn fyrir 1943. Þetta leiðréttist hér með. 70 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.