Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Blaðsíða 31
Friðrik Olofsson skólasfjóri, fimmfugur Hinn 19. febrúar þ. á. varð Friðrik V. Ólafs- son, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykja- vík, fimmtugur; en hann er, sem alþjóð veit, einn af fremstu og gagnmenntuðustu mönnum í íslenzkri sjómannastétt. Friðrik er fæddur á Vopnafirði, þar sem fað- ir hans var verzlunarstjóri, en ólst upp í Reykjavík og á Isafirði, en þangað fluttist faðir hans síðar. Hann fór ungur til sjós, eins og fleiri, og lauk stýrimannaprófi árið 1914, sigldi síðan á ýmsum skipum og varð loks stýrimaður á v/s Þór (gamla), er hann var keyptur hingað til lands. Árið 1925 tók hann próf við Reserve- kadetskolen í Kaupmanriahöfn og var síðan skipherra á varðskipum ríkisins, fyrst til árs- ins 1929 og síðan árin 1932—1934. 1930—1931 stundaði hann nám í sjómælingafi'æði við danska sjókortasafnið og varð forstjóri sjó- mælinga ríkisins 1932. Skólastjóri Stýrimanna- skólans varð hann 1937. Aulí þessa hefir Friðrik haft með höndum fjölda trúnaðarstarfa, bæði fyrir ríkið og ein- stölc félög, t. d. verið forseti Slysavarnafélags Islands og nú formaður byggingarnefndar Sjó- mannaskólans nýja, en það mun vera eitthvert stærsta hús, sem reist hefir verið til þessa hér á landi. Öll þessi störf hefur Friðrik leyst af liendi með sinni alkunnu samvizkusemi, rétt- sýni og dugnaði, sem gera hann sjálfkjörinn í þann vandasama virðingarsess, sem hann skip- ar nú. MinningarorS um Kristinn Erlendsson er drukknaði 18. febr. 1944. Þótt nokkuð sé liðið frá hinum sviplegu enda- lokum Kristins Erlendssonar, langar mig til að minnast hans hér með fáeinum orðum. Hann var fæddur 9. febr. 1901 að Bakka í Brekkudal við Dýrafjörð, sonur Erlends Jó- liannessonar Guðbrandssonar í Hólum og Gísl- ínu Jónsdóttur, konu hans. Voru þau hjón bæði dýrfirzk í ættir fram. Tólf börn eignuðust þau, og eru nú aðeins fimm á lífi. Kristinn ólst upp í heimahúsum, en tók, 15 ára að aldri, að stunda sjó. Veturinn 1927—8 gekk hann á Stýrimanna- skólann og hlaut þaðan bezta vitnisburð, sem þá var gefinn. Árið 1936 kvæntist hann Jónu Jóns- dóttur, góðri konu, ættaðri úr Arnarfirði. Eign- uðust þau tvo syni, sem nú eru 6 og' 9 ára að aldri. Enda þótt sjómennska væri starf Kristins þegar frá æsku og til æviloka, og hann væri „navigatör“ eða siglingafróður maður í bezta lagi, svo að kunnugir telja, að hann ætti fáa sér líka hvað það snertir á Vestfjörðum, og þótt víðar væri leitað, virðist mega ætla, að sjórinn hafi ekki verið hans rétta hilla. Þó skal ekkert um það fullyrt, hefði fyrir horium átt að liggja að öðlast á hafinu þann sess, er gáfur hans og sjókunnátta máttu vel skipa honum. En þær stöður eru fáar hér við land enn sem komið er og skal ekki frekar rætt um það. Enda er ég betur kunnugur Kristni á öðru sviði. IJann var góður maður. Hann hugsaði fallega, tróð ekki aðra um tær og þótti vænt um börn og umkomu- litla; en þetta munu jafnan öruggust einkenni hinna beztu drengja. Hann var dulur í skapi og liafði sig lítt í frammi meðal fólks. En hann trúði stundum pappírnum fyrir hugsunum sín- um. Átti ég kost á að sjá sumt af því. Þegar hann kveður eftir vin sinn, er það þetta, sem honum finnst lofsverðast: „Hinn veiki átti hjá þér veðrahlé, hið vanmáttuga styrktir allra bezt.“ Og um annan segir hann á þessa leið: „Þín eina von til að verða ríkur, var velferð hinna, — hún stóð þér nær.“ Og þannig var líka hjartaþel Kristins sjálfs. Stundum þótti hann dálítið einkennilegur. V ÍKINGUli 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.