Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1945, Qupperneq 32
Hann var til dæmis ekkert að flýta sér að svara, ef maður bar eitthvað undir hann, sem hann hafði ekki þaulhugsað áður. Hann svaraði manni kannske ekki fyrr en mörgum dögum seinna, en þá ævinlega þannig, að því var vert að gefa gaum. Kristinn hafði unun af kveðskap, og þótti honum mest til Einars Benediktssonar koma allra skálda. Sjálfur orti hann, en var mæta vel ljóst, að sjómennska gefur fá tækifæri til því- líkra hluta, þar eð hér er um tvennt að ræða, sem hvort fyrir sig krefst óskipts hugar, ef vel á að fara. En þörf hans til ljóða var svo rík, að hann orti og brenndi oftast nær jöfnum hönd- um. Mun þetta meðal annars hafa valdið því, að hann hafði hug á að hætta sjósókn. Þar á móti komu aftur þær staðreyndir, harðhentar og óumflýjanlegar, sem allir þekkja, er sjá þurfa farborða búi og börnum af litlum efnum. Auk þess virðist svo, sem útsærinn hafi merkt sér þennan mann, lífs og liðinn, eins og' svo marga Vestfirðinga, fyrr og síðar. Öllum, er kynntust Kristni Erlendssýni, mun lengi til hans hugsað sem hins g'óða og svolítið undarlega manns. Og ætíð mun ég minnast þess, er hann kvaddi í síðasta sinn ungan son minn, er sat flötum beinum á stofugólfinu heima. Hann sagði ekkert maihvert við hann, enda hefði það verið ástæðulaust við svo lítinn snáða. Hann laut aðeins niður, klappaði honum á kollinn og bað hann vera sælan og guð að vera með honum. En það var gert af slíkri hlýju, að ég minnist tæplega annars eins. Trúi ég ekki öðru, en að sú blessunarósk eigi eftir að endast því barni lengi til gæfu. Þetta vil ég þakka og alla aðra góða viðkynningu, og skal það vera ósk mín í lok þessa máls, að hans góði hugur megi leiða hans eigin syni til manndóms og hamingju á Iromandi árum. Þorst. Björnsson. Á herbei'gishnrð stúdenta var festur miði me'ö svo- fi'lldri áletrun: Sveinn! KL' ég er n<S stúdera. þegnr þú kenmv, ])á vektu mig! * bífið gerir suma menn bitra — aðra betri. Trúlofunarhringar, BORÐBÚNAÐUR, TÆKIFÆRISGJAFIR í góðu úrvali. Guðm. Andrésson, gullsmiður, Laugaveg 50 — Simi 376 9 SJÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband. Islands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gissur Ó. Erlingsson. Ritnefnd: Hallgrímur Jónsson, Grímur Þorkelsson, Henry Hálfdánsson, Konráð Gíslason, Þor- varður Björnsson, Snæbjörn Ólafsson. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 25 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja- vík. Utanáskrift: „Vikingur", pósthólf 425, —• Reyhjavík. Sími 5653. Prentaö í ísafoldarprentsmiðju h.f. Guömundur Björnsson á Akranesi hefur óskað leiðréttingar á vísu, sem birtist eftir hann á síð- ustu „frívakt", undir yfirskriftinni: „í beituskúr." Vísan er rétt svona: Silfurbúni baukurinn bragna lúna gleður, þegar húnahaukurinn hlés á túni veður. Tildrög vísunnar eru þessi: Guðmundur var ásamt fleirum í róðri á fiski- skipi. Var róðurinn orðinn óvenjulega langur, næst- um tveir sólarhringar. Nokkrir skipverja notuðu neftóbak, þar á meöal einn, sem átti silfurbúinn bauk. Þegar komið var á heimleið, voru flestir teknir að kvarta um tóbaksleysi, þar sem þeir stóðu við aðgerðina. Þá dregur eigandi silfurbúna bauks- ins hann fullan af tóbaki upp úr vasa sínum, tekur hressilega í nefið og lætur hann ganga milli allra, sem vildu þiggja. Sá hann hvert stefndi með úti- vistina og tóbaksbirgðirnar, og gerði sjálfum sér og öðrum til gamans, að geyma pontuna fulla af tó- baki þar til á heimleið, er allir aðrir voru orðnir tóbakslausir. Vísan varð því ekki til í beituskúr, heldur á heimleið úr róðri. Töframaður lék listir sínar, og stúlkan var afar- lirifin. Þegar töframaðurinn tók þykkan dúk og ias á bók gegnum liann, lók liún að ókyrrast. Þegar töfra- maðurinn braut dúkinn margfaldan saman og Ins liár- rétt gegnuin hann, ])á stóðst liún ekki mátiö og reis á fætur. — Ég fer hei in. Þelta cr ckki staður fyrir slúlku í þunnum kjól! * Viðskiptum má líkja við nagla. I>au standa í stað nema þau séu rekin. * Fé annars manns er íjármagn. Að ná því frá honum er vinna. 72 VlKlNGllli

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.