Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Page 6
Asgeir SigurSsson: Æ Aramóta-þankar Frelsiö er fyrir öllu. Árið 1945 hefur verið ár mikilla viðburða í sögu þjóðanna. Ægilegu heimsstríði hefur lokið með sigri þeirra þjóða, sem vér nefnum bandamenn, þjóða, sem höfðu að einkunarorð- um samkvæmt Atlantshafsyfirlýsingunni: „All- ir .menn í öllum löndum verða að njóta réttar- ins. Komið verði í veg fyrir, að einstökum þjóðum haldist uppi að beita smáþjóðirnar of- beldi“. Nú er því bjartara í heimi hér en verið hefir um langt skeið, enda þótt enn hvíli skugg- ar hungurs og ósamlyndis yfir ýmsum svæð- um álfu vorrar og víðar. Þjóð, sem hefir að nýju heimt frelsi sitt úr fjötrum ánauðar og helsis, ætti því að líta með léttum huga fram á veginn og véra þess albúin, að verja sjálfstæð- ið og vernda á allan hátt fyrir allri ásælni, hvaðan sem hún kemur og í hvaða mynd sem hún birtist. Svo mikið hefur þegar verið rit- að um tilraun eða jafnvel tilraunir erlendra þjóða til að ná hér nokkrum réttindum og lama frelsi vort og fullveldi, að um það verður ekki annað e8a fleira sagt að þessu sinni en þetta: Islendingar, verið á verði, látið ekki finna á ykkur fangstað. Frelsið er of dýrmætt til þess að það verði metið til peninga. Eyjan okkar hvíta „á sjer enn vor ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða“. Engin ástæða er því til að skelfast við slíkar tilraunir erlendra ríkja, hitt er nauðsynlegt að ganga að engum glæsiboðum, hversu aðgengi- leg sem þau virðast í fyrstu, ef þau hafa í íör með sér réttindaafsal til annara þjóða. Eina vonin til þess, að halda frelsinu og þar með heiðrinum, er að gjöra engan kost þess, að erlend þjóð fái réttindi í landinu til'hern- aðarbækistöðva, undir hvaða yfirskini sem þess kann að vera óskað. Oss er nauðsyn að geta sagt og sannað að hér er þjóð, að vísu lítil, en sameinuð, sem óskar einskis annars frekar en að fá að halda frelsinu, því að það er fvrir öllu. Sambandsmál. Síðasta þing F. F. S. í. hafði til meðferðar mörg og nytsöm mál, sem þörf er á að kom- ist sem fyrst til framkvæmda. Sagt hefur ver- ið nokkuð frá þeim í blöðunum, um og eftir þingið, en hér mun þó drepið á nokkur þeirra. í hinum nýja sjómannaskóla, sem nú er að nokkru tekinn í notkun, ei’ ætlað rúm fyrir loftskeytaskóla, og matsveina- og þjónustu- fólksskóla. Þessir skólar hafa ekki enn verið stofnaðii- formlega, en á þessum vetri verða vonandi sett um þá lög á hinu háa Alþingi. Að vísu hefir loftskeytaskóli starfað áður, en ekki sem ríkisskóli. Allir þeir, sem sjóinn stunda, og vita hvílíkt öryggi er að góðrj og vel starf- ræktri loftskeytastöð á skipunum, eru þess mjög hvetjandi að þessi skóli, sem aðrir skólar, verði sem fullkomnastur. Þá er eigi síður þörf á fullkomnum skóla fyrir matsveina og þjónustufólk, sem seinna starfar á sjónum. Maturinn er mannsins megin. Góður og vel gjörður matur, er eigi aðeins nauð- synlegur og sjálfsagður til þess að halda heils- unni, heldur er það menningar- og fjárhags- atriði hverri þjóð, að kunna að laga og fram- reiða vel og snyrtilega þann mat, sem þjóðin neytir. Það er vissulega mælikvarði á menningu þjóða, hvers þær neyta og hverhig þær neyta matarins, eigi síður en hvað þær lesa. Niðursuöuverlcsmiöjur o. fl. Þá má og minnast á tillögur 9. þings um byggingar niðursuðuverksmiðja og um með- ferð og nýtingu sjávarafurða, byggingar ver- búða, aukningu og umbætur á hirðingu skipa og fl. í því sambandi. Eg hef orðið þess var að einstöku mönn- um þótti þar nokkuð djúpt tekið í árinni, að leggja til að 6 niðursuðuverksmiðjur, þ. e. full- komnar verksmiðjur, yrðu á öllu landinu til að byrja með, 2 á Suðurlandi, 2 á Norðurlandi og minnst ein á Vesturlandi, og önnur á Aust- urlandi. Ef menn athuga þetta nánar, þá er það ekki svo gífurlegt. Allir hljóta að viður- kenna, að það er eitt af höfuðskilyrðum bess að sjávarútvegurinn geti gefið þann afrakstur, sem þjóðinni er nauðsynlegur, að öll þau tæki sem unnið er með, séu sem fullkomnust, og að úr hráefninu sé unnið sem bezt og mest hér- 6 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.