Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Qupperneq 13
orðið hafa á íslandi síðasta mannsaldurinn. En allan þann tíma, sem saga okkar greinir frá baráttu og þróun sjávarútvegsins fram að þessu, þá hefur ofan á alla erfiðleika náttúr- unnar og þjóðfélagsins bætzt það, að þjóðin hefur verið svo fátæk, að hún hefur ekki getað sett eins mikið fjármagn í sjávarútveginn og þörf hefði verið á til þess að hagnýta til fulln- ustu þá auðsuppsprettu þjóðarinnar, sem fiski- miðin eru. Nú á þessum árum hefur íslenzka þjóðin í fyrsta skipti í sögu sinni ráðið yfir nægum auð til þess að gera sjávarútveginn að þeirri stór- felldu atvinnugrein, sem hann á að verða og getur orðið á íslandi, — gera fslendinga að fiskveiðaþjóð Evrópu framar öllum öðrum og ryðja fiskafurðum okkar þannig til rúms, að þeim verði ekki ýtt burt aftur. Oss bíður það hlutverk að gera á þessum árum tæknilega bylt- ingu í íslenzka sjávarútveginum með því að afla honum svo stórvirkra tækja á öllum sviðum, að afköst hans margfaldist. íslendingar þurfa að eignast um 75 nýja togara, góða, stóra mótor- báta svo hundruðum skipti og næg flutninga- skip til þess að vera öðrum þjóðum óháðir um að koma vörum sínum á markað- íslendingar þurfa að reisa hraðfrystihús, síldarverksmiðj- ur, niðurlagningar- og niðursuðuverksmiðjur fyrir síld og fisk, lýsisherzlustöðvar og hvers- konar önnur iðjuver, til þess að vinna úr hin- um ýmsu tegundum fisks, allt eftir því hvað fullkomnustu vísindalegar rannsóknir þjóðar- innar á fiski og fiskiðnaði leiða í ljós að heppi- legt sé og árangursríkt á hverjum tíma. Við framkvæmd þessarar tæknilegu byltingar í ís- lenzkum fiskveiðum og fiskiðnaði þarf að gæta þess að hvarvetna sé beitt hinum fullkomnustu vinnuvísindum, sem nútíminn þekkir, og þau eru ekki smátæk. Köldu aðgerðaskúrarnir og hraðfrystihúsin, þar sem stúlkurnar standa loppnar við aðgerðina á fiskinum, gömlu upp- skipunaraðferðirnar, þar sem saltfiskinum er hent af einum stallinum á annan með handafli, verbúðirnar með þeirra aldagamla eymdar-að- búnað hl.ióta að iiverfa úr sögunni, þegar nú- tíma tækni er hvarvetna sem haglegast beitt til þess að spara vinnuafl fólksins og létta erfiði þeirra, sem fiskinn framleiða. En einmitt vegna þess, hve stórvirk nútímatæknin er, munu kröf- ur um samstarf manna við þessi tæki og sam- ráð um hagnýtingu þeirra fara vaxandi. Og að- eins með fullkomnu skipulagi á þessari fram- leiðslu, er mögulegt að gera hana svo úr garði, að hún geti skapað þeim eins góð kjör og bezt þekkjast með öðrum þjóðum. Fiskimanna- og farmannaþjóðir hafa venju- lega verið fátækar. Hættur fiskimannanna hafa verið meiri enn nokkurrar annarrar vinn- andi stéttar, vinnutíminn lengri og ávöxturinn óvissari og oft á tíðum verr borgaður. Það er íslendingum nauðsynlegt, að afstaðan til fiski- manna og fiskmatar breytist hjá öðrum þjóð- um, starf fiskimanna verði meira metið og erf- iði þeirra betur greitt. En því aðeins er þó hægt að gera á réttlætisgrundvelli þá kröfu til ann- ara þjóða, að þær greiði oss og öðrum fiski- mönnum gott verð fyrir fiskafurðir á venjuleg- um tímum, að fiskimaðurinn sé eigi lakar settur enn þær verkamannastéttir í heiminum, sem bezt er borgað, og tækni sú, sem hann vinnur með og vinnuaðferðir allar séu eins fullkomnar og í nokkurri annari vinnugrein. Því ef rétt- læti á að ráða, þá á verð hverrar vöru að miðast við það að það gefi þeim, sem vöruna framleiðir góða lífsafkomu, svo framarlega sem hann vinnur skynsamlega og með beztu fáanlegri tækni. Tæknibylting í sjávarútvegi fslands er hafin fyrir alvöru með þeirri nýsköpun sem núver- andi ríkisstjórn beitir sér fyrir. Og þar með er tekinn upp aftur sá þráður, sem ötulir braut- ryðjendur áður hafa byrjað, en erfiðleikarnir hvað eftir annað slitið sundur. Það leiðir af sjálfu sér að samtímis þeirri breytingu á afstöðu þjóðarheildarinnar til sjávarútvegsins, sem ný- sköpun á því sviði hefur í för með sér, þurfa og að verða hliðstæðar breytingar í bankapólitik landsins, til þess að fjárhagslegri getu lands- manna verði einbeitt að því að lyfta því Grettis- taki, sem tæknileg bylting í sjávarútvegiogfisk- iðnaði fslendinga er. Annað höfuðverkefni íslenzku þjóðarinnar samfara nýsköpuninni í sjávarútveginum er markaðsöflun. Þar höfum vér einnig sögulegt tækifæri, sem vér ekki megum láta hjá líða að V I K I N G U R 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.