Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Síða 15
#
og heimili um langan tíma alltaf lakara en ann-
arra vinnandi stétta. Það væri því einnig at-
hugandi fyrir þjóðina að tryggja sjómönnum
sínum á þeim einum til tveimur mánuðum árs-
ins, sem þeir eru lausir við fiskiveiðar, dvöl á
sérstökum hvíldarheimilum, sem þjóðin kæmi
upp beinlínis fyrri þá og með nokkru millibili
veitti þeim kost á að komast til annarra landa
í sama skyni, þannig að sjómannastéttin finndi,
að þjóðin vildi verðlauna hana fyrir framlag
hennar til þjóðarbúsins.
En jafnframt því sem íslendingar á öllum
sviðum sj ávarútvegsins verða að grípa það
tækifæri, sem þeim nú gefst, þá ber þeim og að
reyna að tryggja framtíð sjávarútvegsins,
þessa atvinnuvegar þjóðarinnar. Svo sem
gefur að skilja eru sjálf fiskimiðin grundvöllur
þessa alls. Og þar sem fsland á komandi öldum
á fyrst og fremst að byggja velgengni sína á
auði þessara fiskimiða, þá verður að vernda
þau og stilla í hóf nýtingu þeirra. Þess vegna
er samkomulag við aðrar þjóðir um verulega
stækkun landhelginnar íslenzku og friðun á-
ákveðinna svæða þýðingarmesta framtíðarmál
fslendinga og eitt veigamesta utanríkispólitíska
samningamálið nú. Vér vitum það, íslendingar,
að það eru Bretar, sem raunverulega ráða því,
hve lítil landhelgi vor er og hafa staðið hart á
móti því, að hún fengist stækkuð. Jafnframt
vitum við, að Bretar skoða okkur sem allhættu-
lega keppinauta um markaðinn á meginlandinu
og virðast nú gera ráðstafanir til þess að verða
okkur sterkari í þeirri samkeppni. Það þýðir
það, að til þess að ná fram þessu máli, sem svo
mikið veltur á, stækkun landhelginnar, þá
verðum við íslendingar að afla þeirri hugsun
fylgis meðal þeirra þjóða, sem ýmist sjálfar
hafa nú þegar stærri landhelgi en við, svo sem
Sovétríkin og Bandaríkin, svo og hinna, sem
eru neyzluþjóðir fisksins og viðskiptaþjóðir
vorar og hafa því hagsmuna að gæta í því, að
ekki sé fiskistofninn þannig eyddur hér í Norð-
ur-Atlantshafi, að komandi kynslóðir geti ekki
haldið áfram að fá þessa vöru. Og samhliða
þessu verðum við að leggja stund á samstarf
við þjóðir, sem þarna hafa sömu hagsmuna að
gæta og við og þá sérstaklega frændur okkar,
Norðmenn, þannig, að þessar tvær þjóðir komi
sem mest sameiginlega fram til þess að tryggja
hagsmuni og framtíð fiskimanna í viðskiptum
við aðrar þjóðir.
Efling sjávarútvegsins, stærsta málið í at-
vinnulífi íslendinga, krefst því nú stórtækra
aðgerða á öllum sviðum þjóðlífs vors, sviðum
tækni og vísinda, sviðum fjármála og viðskipta,
sviðum félagsmála og utanríkismála. Og þessar
aðgerðir þurfa að vera samstilltar í heilsteypt-
um framkvæmdum á samfelldri áætlun, sem í
skjótri svipan gerbreytir atvinnuháttunum og
leggur grundvöll að öruggari og betri afkomu
og aðbúnaði fyrir fiskimenn vora og þjóðina
sem heild en oss hefur áður þorað að dreyma
um.
Einar Olgeirsson.
C^fni blaöáinó
Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, hefur
Víkingurinn snúið sér til fjögurra manna, eins
frá hverjum stjórnmálaflokki, og beðið þá að
rita greinar um íslenzkan sjávarútveg og
framtíð hans.
Tvær fyrstu greinarnar birtust í jólablaðinu.
Voru það greinar Albýðuflokksmannsins Ósk-
ars Jónssonar og Framsóknarmannsins Ey-
steins Jónssonar. Grein Einars Olgeirssonar er
prentuð hér að framan, en síðasta ritgerðin,
í-itgerð Sigurðar Kristjánssonar, mun koma í
næsta blaði.
Margvíslegt efni, sem ekki var rúm fyrir í
þessu blaði, bíður febrúarblaðsins. Þar á meðal
er merkileg frásögn eftir Guðmund Jónsson,
fvrrverandi skipstjóra á Skallagrími og
skemmtilegur þáttur eftir Guðm. G. Hagalín,
rithöfund. Af öðru efni, sem bíður vegna rúm-
leysis, má nefna þetta:
Á ferð um eyðisanda Vestur-Skaftafellssýslu,
eftir Jón Otta Jónsson; grein um afstöðu ís-
lendinga til Grænlands, eftir Ragnar Sturluson,
frásögn um tundurduflaveiðar; minningar-
grein um Gunnar Bóason, útgerðarmann á Reyð-
arfirði, sönglag eftir Salómon Heiðar, kvæði
eftir Gísla á Eiríksstöðum o. fl.
Víkingurinn hefur í huga að birta framvegis
mvndir af gömlum skipum og skipshöfnum,
ásamt stuttorðum upplýsingum. Þeir, sem
kvnnu að eiga slíkar myndir og vildu lána þær
til birtingar, gerðu blaðinu mikinn greiða ef
beir hefðu samband við skrifstofu þess, bréf-
lega eða símleiðis.
arauarp
Jafnframt óslc um hamingjuríkt nýtt ár,
þakka ég félögum mínum stórhöföinglega jóla-
gjöf, fulltrúum 9. þings F. F. S. 1. hlýjar JcveSj-
ur, ennfremur öll slceyti og hréf, velvild og
drengskap.
Vífilstöðum, 31. des. 1945.
Eyþór Hallsson.
V I K I N G U R
15