Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1946, Side 22
NÝSKÖPUN Fyrst er þetta nýyrði barst út á meðal þ.jóðar- innar, áttaði hún sig ekki undireins á, hvað var að ske, eða hvaða breytingar það myndi hafa á afkomumögu- leika hennar í framtíðinni. En er þær línur skírast, er eiga að móta þá miklu aukningu á atvinnutækjum okkar, er eins og þjóðin vakni af dvala og hún sér framtíðina í nýju ljósi, og sér hylla undir nóga vinnu bæði til sjávar og sveita, og almenna vellíðan. Fólki var í fersku minni atvinnuleysið eftir fyrri heimsstyrjöldina og síðustu árin fyrir þá sem nýafstaöin eru. Með hinu nýfengna sjálfstæði og þeim miklu mögu- leikum, er blöstu vió framundan varð þjóðin vonglóð og örugg. En til þess að allar þessar miklu vonir rætist, verður hver einstaklingur að vera vel á verði og gera sitt ýtrasta. Félagaskipting þjóðarinnar. Eins og allir vita, hefir þjóðfélagsþróun okkar hnigið í þá átt undanfarna áratugi að þeir þjóðfélagsborgarar er stunda sömu atvinnu eða hafa svipaðra hagsmuna að gæta hafa stofnað með sér félög til verndar framdráttar hagsmunum sínum. Eftir því sem atvinnu- hættir þjóðarinnar urðu fjölbreyttari, eftir því fjölgaði þessum sérhagsmunafélögum, og mun nú svo komið að varla nokkur íslendingur sem komin er til vits og ára, sé ekki bundinn í þessum óteljandi stéttafélögum. Það er tilgangur hvers félags að gæta réttinda og hagsmuna sinna gagnvart öðrum, og þetta er framkvæmt með öllum þeim meðulum, sem hver hefir yfir að ráða í það og það skiptið. Ef útlit er fyrir að eitthvert hagsmuna- félagið fari fram úr öðru og nái betri árangri, þá verö- ur annaðhvort að koma í veg fyrir það, eða gera meiri kröfur, og svo koll af kolli. Það skal strax tekið fram, að með þessu er ekki verið að halda á móti að stéttafélög eða stéttasamtök séu stofnuð. Það er síður en svo, og verður komið að því síðar. Inn í ýmis félög hafa svo oft komið menn, er hafa allt annan tilgang með þarveru sinni, en vinna að hag einstaklingsins í heild, heldur sveigja starfsemi félagsins inn á aðrar brautir, er svo yrði honum eða hans stefnu í öðrum málum til framdráttar. Einnig er það altítt orðið að mörg stéttarfélög hafa stofnað með sér stéttarsamband, til þess að verða ennþá sterkari í baráttunni, og er það heldur ekki nema sjálf- sagt, ef alls hófs er gætt. En oft er það þar eins og með hin einstöku félög, að inn í þessi sambönd koma félög sem hafa það eitt markmið, að ná ákveðnu valda- takmarki í sambandinu, annað hvort með illu eða góðu, til þess að sjá sérhagsmunum sínum sem bezt borgið, og jafnvel að sveigja starfsemi sambandsins á aðrar brautir. Það mun vera skylda sérhverrar ríkisstjórnar, að gæta þess, að hagsmunabarátta hinna einstöku stétta eða sambanda, ekki raski eða halli á þjóðarhagsmun- ina í heild. En aðstaða hennar í þeim efnum verður oft erfið þar sem iðulega hefir viljað til að einstakir ráð- herrar eða stjórnin í heild hafa átt stéttafélögum eða samböndum valdaaðstöðu sína að þakka, þá liggur í augum uppi að einstakir ráðherrar eða stjórnir steypa ekki sjálfum sér úr valdasessi með því að vinna gegn hagsmunum styðjenda sinna. Heldur þvert á móti hafa ríkisstjórnir staöið að eða látið búa til lög, er veittu sérstökum stéttafélögum eða samböndum sérl'éttindi inn- an þjóofélagsins, í stað þess að vernda þjóðfélagsheild- ina fyrir ágengni þeirra. Mun þetta reynast traustur steinn í hina veglegu byggingu, nýsköpunina? Utgerðarkostnaður og skipulagning. Það er sjálfsögð skylda hvers vinnandi manns gagn- vart sér og sínum, að hafa sem mest upp úr vinnu sinni. Og til þess er honum heimilt, og sjálfsagt þar sem algengt lýoræói ríkir, ao stofna eoa ganga í féiag meö samverkamönnum sínum, til þess að ná þessu tak- marki. En þaö liggur í augum uppi að það verður að vera innan heilbrigora og réttlátra takmarka, svo að hann eða félag hans ekki gangi á rétt samborgara sinna eða skaöi þjóöarheildina. En eitt verður vinnu- þiggjandanum sérstaklega að vera ljóst, að upp úr vinnu hans hafi vinnuveitandinn það mikið að hann geti greitt hverjum sitt og lika lifað sjálfur. Auðvitað kem- ur þar ekki hvað minnst til greina að hið opinbera stilli sínum kröfum líka í hóf bæði með skatta og aðrar kvaðir, er það leggur á herðar vinnuveitandans, sem og annara þjóðfélagsborgara. Þegar um skipulagningu og reksturskostnað sjávar- útvegsins er að ræða, er margt sem kemur til greina. Við fyrstu sýn, virðist mörgum að vinnulaun — sér- staklega sjómannsins — séu svo há að útgerðin geti ekki staðizt, og þau verði fyrst og fremst að lækka. En þegar nú svo er komið, að laun mannsins, sem á sjóinn fer — og við hátíðleg tækifæri er nefndur hetja hafsins — eru orðin það mikið lægri, að hann ber minna úr bítum, en sá er vinnur í landi, og losnar við allt sjóvolk, og önnur þau óþægindi er sjóverunni fylgja, þá virðist að leita verði að öðrum gjaldaliðum til lækk- unar, ef nokkur maður á að fást til að fara á sjó. Þeg- ar hafnir eru byggðar, kemur fyrst til greiða aðstaða þeirra til fiskimiða og jafnframt öryggi skipa og báta er hafa aðsetur þar. Einnig hvort mannvirki þau, sem þar eru reist, svari til þeirra skilyrða, sem nútíminn heimtar, að vinnutæki séu fyrir hendi, sem geti komið í stað mannshandarinnar, sem mun nú orðið vera dýr- asta vinnutækið í heiminum. Óneitanlega virðist oft hafa ráðið meira, þegar um skipulagning hafnarstöðva var að ræða, pólitískur styrk- leiki eða eiginhagsmunir þess aðila er þar réði, en að- staða til að skapa útgerðinni ódýra vinnuaðstöðu og sjálfsagt öryggi. Sumstaðar voru af náttúrunnar hálfu 22 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.