Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 40
þar með taldir togararnir „okkar“, sem og öll annarra þjóða fiskiskip, þar með talin ná- grannaþjóðanna, nota stöðvarnar sér til að- stoðar við veiðarnar. Meðal annars á þann hátt, að afla sér sem gleggstra upplýsinga um fiskgengd og veiðihorfur á fjarlægum sem. nærliggjandi veiðisvæðum, markaðsmöguleika, o. s. frv., o. s. frv. Sem sagt, allt, sem að gagni1 má koma í þessari mikilsverðu atvinnugrein. Þetta virðist póst- og símamálastjórn ísiands ekki vita, þar sem hún efast um að geta kom- ið með frambærileg rök fyrir því á alþjóða- vettvangi, að nauðsyn sé á þessum viðskiptum. Bretinn virðist vita betur. En að því kem ég síðar. Póst- og símamálastjórnin lofar (í skeytinu til skipstjóranna), að reyna að vernda þær öldutíðnir, sem hún hefur ákveðið að íslenzkir togarar skuli nota. Takk! Það er alveg nýtt fyrirbrigði. Islenzkum loftskeytamönnum er kunnugt um, hvernig nefndri stjórn hefur tek- izt að vernda starfrækslu íslenzkra strand- stöðva, hvað þá heldur farstöðva, fyrir trufl- unum frá erlendum farstöðvum. En það hef- ur tekizt þannig, að þeir, sem hafa fylgzt með starfsemi strandstöðvanna, hafa ekki öfundað starfsmenn þeirra af þeim vinnuskilyrðum, sem þeim hafa verið búin. En það er aðeins og eingöngu vegna þess, að liprir, duglegir og hæfir loftskeytamenn hafa valizt til þessa starfa, að hægt hefur verið að afgreiða þau viðskipti,. sem til hafa fallið, þrátt fyrir frá- munalega slæmar aðstæður og léleg tæki, sem; þeim hafa verið fengin í hendur til starfsins, auk mannfæðar, sem stafar sennilega af fá- tækt þessa fyrirtækis, þrátt fyrir hið alkunnaj okur á öllu því, sem þessi stofnun hefur með að gera. Menn hafi í huga, að strandstöðin Tfa, er t. d. ein af mikilsverðustu stöðvunum við norðanvert Atlantshaf. ,,þær öldutíðnir, sem ákveðnar eru í nefndri tilkynningu, munu vera nálægt því, sem frek- ast má búast við að unnt verði að fá til milli- skipaviðskipta togaranna „okkar“. Munu vera nálægt því, sem frekast má búast við. — Hvernig getur nú póst- og símamálastjórnin, gizkað á, að þetta muni vera nálægt því, sem frekazt má búast við að unnt verði að fá fyr- ir togarana ,,okkar“? Ég efast um (og lái mér; það hver sem vill), að nlargnefnd stjórn hafi nokkurn tíma gert nokkra tilraun til að út- vega íslenzkum togurum heppilega öldutíðni; til innbyrðis viðskipta. Ef svo hefði verið, hlytu starfsmenn þessara farstöðva að hafa orðið þess varir á annan hátt en þann, að við- skipti þessi hafa ekki fengið að vera í friði á neinni öldutíðni stundinni lengur. Heldur hafa þessar örfáu farstöðvar, sem hverfa í fjölda hinna erlendu, verið hraktar af einni öldutíðninni á aðra, þangað til svo er komið, að starfsmenn þeirra sjá sér ekki fært að starfrækja þær með þeim árangri, sem til er ætlazt. það mætti kannske nefna þá staðreynd í þessu sambandi, að jafnskjótt og íslenzku togararnir hafa hætt að nota einhverja öklu- tíðni, samkvæmt boði póst- og símamála- stjórnarinnar, hafa erlendar togarafarstöðvar samstundis tekið þær í notkun og bætt þeim við hin mörgu vinnusvið, sem þær hafa fyrir. Þessar erlendu farstöðvar, sem oftast eru af- ar fjölmennar hér við strendur landsins, virð- ast hafa aðrar alþjóðareglur til að fara eftir' en þær íslenzku. Eða kannske bara öðruvísf yfirstjórn? Eins og áður er tekið fram, má það vel vera rétt, að kæra hafi borizt póst- og símamála- stjórninni frá einhverju nágrannalandi út af truflun, sem íslenzk farstöð hefur valdið í einstaka tilfelli. En hversu oft hefur sama stjórn ekki orðið að kæra erlendar farstöðvar fyrir slík brot? Eða hefur hún kannske aldrei haft framtak í sér til þess? Allir íslenzkir strandstöðvastarfsmenn, sem og togaraloft- skeytamenn, vita, að erlendar farstöðvar hafa leyft sér þann yfirgang og yfirtroðslur á al- þjóðareglugerðinni um starfrækslu farstöðva hér við strendur landsins, sem hvergi eiga sinn líka, og íslenzkum loftskeytamönnum myndi aldrei detta í hug að leyfa sér, enda ekki liðið stundinni lengur. Hitt er svo alveg víst, að ef íslenzkir togarar verða neyddir til að nota ofangreindar öldutíðnir, sem þeim. hefur verið úthlutað, þá mun ekki standa á kærum á hendur loftskeytamönnunum fyrir, truflanir, og þær kærur munu koma frá ná- grannalöndunum, Danmörku- og Stóra-Bret- landi, eða nánar tiltekið frá strandstöðvum. þessara landa. Sé ég þá ekki að annað liggi fyrir en að banna hreinlega starfsemi þessaraí togarastöðva. Til fróðleiks fyrir póst- og símamálastjórn- ina skal ég nú lofa henni að sjá dálítið sýnis- horn af því, sem gerizt á lágbylgjusvæðinu daglega. Getur hún svo, ef hún nennir, borið saman öldutíðnir þær, sem brezka póst- og símamálastjórnin leyfir sínum togarafarstöðv- um að nota, við vinnusvið hinna íslenzku. Því ekki verður í efa dregið, að ensku farstöðv- arnar fari eftir boði og banni sinnar póst- og símamálastjórnar. Eftirfarandi athuganir eru gerðar á fjórum dögum, vegna þess að allar öldutíðnirnar eru 1BO V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.