Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 3
andi. En nú hefur uppsagnarleiðin verið valin, og má því gera ráð fyrir aS samkomulag$‘ umleitanir liefjist brá'Slega, því óSum líSur aS því, áS liinn gamli samningur gengur úr gildi. Er af þeirri orsök einni full ástœda til að málinu sé haldiS vakandi, svo að fyrir liggi skýrt og ótvírœtt, livað Islendingar vilja í landhelgismálinu, livernig þeir telja liyggilegast áS vinna aS framgangi þess, og liverjar röksemdir þeir œtla fratn aS fœra þegar á hólminn kemur. Frœndur vorir, NorSmenn, eiga nú í hörSum átökum viS Breta um víkkun norskrar land- helgi, og búa þeir þó viS stœrri landhelgi en viS. Mál þetta er nú komiS fyrir alþjóSadómstól, og er sagt, aS öll norska þjóSin fylgi forustumönnum sínum einliuga, og krefjist þess, áS livergi verSi undan látiS. StórþjóSirhar allar hafa áikvarSáS landhelgi sína meS einhliSa lagasetningu, án sérstakra milliríkjasamninga. RáSstjórnarríkin hafa ákveSiS tólf mílna landhelgi úti fyrir sínum ströndum, og Bandaríkin tilkynnt fyrir allVóngu, aS þau ein hefSu rétt til alls land- grunnsins, sem þar liggur frá landi langt í höf út. Vér Islendingar, sem búum viS skemmsta landhelgi allra þjóSa, sœkjum nálega allar út- flutningsafurSir vorar út á landgrurmiS. ÞáSan er meginhluti þjóSarauSs vors kominn. Land- grunniS er oss hálfu verSmœtara en öSrum þjóSum, sem búa viS fjölþœttari atvinnuvegi og hafa fleiri auSlindir, sem þœr geta ausiS af. Hér er í raun og veru um aS tefla eina lamb fátœka mannsins. Eigi nokkurt réttlœti aS ríkja í viSskiptum þjóSa á milli, virSist auSsœtt, aS réttur vor til landgrunnsins sé aS minnsta kosti fullt eins ríkur og ótvírœSur og nokkurrar annarrar þjóSar, sem sœréttindi á. Stórveldi þau, sem áskilja sér allati umráSa- og afnotarétt af eigin landgrunni, geta ekki meS nokkru móti, ef þau vilja sýna snefil af sanngirni, taliS sig eSa önnur ríki liafa réttindi til áS reka rányrkju á fjarlœgum miSum smáþjóSar, miSutn, sem eru henni öllu öSru dýrmœtari og hún byggir á tilveru sína. En hversu ótvírœSur sem rétturinn er, tnega Islendingar sízt gleyma hinu, aS hann fœst aldrei viSurkenndur, nema því aSeins, aS þjóSin öll sýni tnikinn áhuga á málinu, staSfestu í kröfum og fulla einbeittni viS áS fylgja þeitn fram, eigi aSeins í orSi, heldur og á borSi. Vér verSum nú þegar aS gera ítrustu kröfur um stœkkun landhelginnar, og séu þœr kröfur aS minnsta kosti sambœrilegar viS kröfur NorSmanna og annarra þeirra þjóSa, sem mikilla fiskveiSiréttinda liafa aS gœta. Hljóta lágmarkskröfurnar aS vera þœr, áS landhelgin miSist viS yztu annes og eyjar, svo aS flóár allir og firSir fáist friSáSir, og landhelgislínan sé auk þess víkkuS til verulegra muna. Hins vegar ber aS stefna aS því, aS landgrunniS allt verSi íslenzkt athafna- og yfirráSasvœSi. Þau ár, sein liSin eru frá lokum síSustu styrjaldar, hafa í sívaxandi mœli fœrt oss heim sanninn um þaS, aS hér á landi er hrein vá fyrir dyrum, ef eigi tekst mjög bráSlega aS bœgja af beztu fiskimiSum vorum hinum sívaxandi fiskiskipaflota erlendra þjóSa. Rányrkja útlendra togara á íslenzkum miSurn er orSin svo gegndarlaus, aS sums staSar fœst varla bein úr sjó, þar sem lieita mátli mokfiski áSur. Baráttan fyrir stœkkun landhelginnar er því eitthvert brýnasta hagsmunamál þjóSar vorrar í bráS og lengd. Þar er um þaS teflt, livort hér verSi haldiS uppi þjóSfélagi, þar sem ríkir nokkurt afkomuöryggi og hœgt er aS búa viS sómasamleg lífskjör, — eSa volœSi örbirgSarinnar heldur innreiS sína á íslenzk heimili til sjávar og sveita. Einhver ágœtasti vökumaSur þjóSarinnar í landhelgismálinu, Júlíus IJavsteen sýslumáSur, ritar á öSrum staS hér í blaSinu skörulega vakningargrein um þetta stórmál vort. Atelur hann harSlega tómlæti þaS og sofandahátt, sem enn virSist ríkja í þessu efni meSal mikils liluta þjóSarinnar, jafnt á hœrri stöSum sem lœgri. Alltof margir dotta á verSinum. ÞjóSarvelferS krefst þess, aS þeir vakni! G. G. V í K i N G U R B3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.